Ástin á götunni

Fréttamynd

Ætla að bæta árangur Péturs

Alfreð Finnbogason segir það ólýsanlega tilfinningu að stíga inn á knattspyrnuvöll og vera 80% viss um að skora. Hann verður væntanlega í stóru hlutverki þegar að Ísland mætir Slóveníu í undankeppni HM 2014 í Ljubljana í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Ég gef aldrei eftir

Ari Freyr Skúlason hefur í stjórnartíð Lars Lagerbäck fest sig í sessi sem vinstri bakvörður íslenska landsliðsins, þrátt fyrir að hann hafi síðustu ár spilað sem varnartengiliður með liði sínu. "Vinnusemin er númer eitt hjá mér,“ segir hann.

Fótbolti
Fréttamynd

Eigum góða möguleika á að skora í kvöld

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, segir mikilvægt að leikmenn endurtaki ekki mistökin sem þeir gerðu í æfingaleiknum gegn Rússlandi í síðasta mánuði. Ísland mætir Slóveníu ytra í undankeppni HM 2014 í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Þetta er bara fótbolti

Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður á ekki von á öðru en að hann verði í byrjunarliði Íslands gegn Slóveníu á morgun. Hann hefur hagað öllu sínu undirbúningstímabili á Íslandi með þennan leik í huga.

Fótbolti
Fréttamynd

Gömlu góðu dagarnir

Í æfingaleiknum gegn Rússlandi á Spáni í febrúar bauð Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari upp á afar forvitnilegt byrjunarlið. Alls fimm sóknarþenkjandi leikmenn, lipra og marksækna, með tveimur snöggum bakvörðum þar að auki. Á miðjunni var svo eitt akkeri (Emil Hallfreðsson) og svo miðverðir og markvörður fyrir aftan hann.

Fótbolti
Fréttamynd

Sól og blíða í Ljubljana

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu æfði í morgun á Stožice Stadium þar sem leikur liðsins við Slóvena í undankeppni HM 2014 fer fram á föstudaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Vilji til að breyta reglunum

HSÍ og KSÍ vilja fara að fordæmi KKÍ og breyta reglugerð um félagaskipti. Erlendir knattspyrnumenn og handboltamenn geta í dag spilað með liðum hér á landi án þess að vera með atvinnu- og dvalarleyfi.

Sport
Fréttamynd

Valur vann fyrir norðan

Tveir leikir fóru fram í Lengjubikar karla í dag. Valsmenn gerðu góða ferð norður til Akureyrar þar sem þeir unnu 4-0 sigur á Völsungi í Boganum.

Fótbolti
Fréttamynd

Stelpurnar tryggðu sér níunda sætið

Íslenska kvennalandsliðið vann sannfærandi 4-1 sigur á Ungverjum í leiknum um níunda sætið Algarve mótinu í fótbolta í dag. Íslenska liðið hafði tapað fyrstu þremur leikjum sínum á mótinu en hafði mikla yfirburði í leiknum í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fékk að æfa með strákaliði

Katrín Jónsdóttir er á leiðinni á sitt níunda Algarve-mót, en íslensku stelpurnar mæta Bandaríkjunum í fyrsta leik á morgun. Katrín er á fyrsta ári með Umeå auk þess að vera í sérnámi í heimilislækningum.

Fótbolti
Fréttamynd

Kristinn kosinn vallarstjóri ársins

Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, var kjörinn vallarstjóri ársins 2012 þegar Samtök íþrótta og golfvallastarfsmanna (SÍGÍ) héldu ráðstefnu um uppbyggingu og viðhald golf og knattspyrnuvalla á laugardaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Guðbjörg fer til Algarve

Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, mun fara með íslenska landsliðinu til Algarve í næstu viku en hún hefur verið að glíma við veikindi og lá á sjúkrahúsi í marga daga í síðustu viku.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Í myrkvuðu herbergi í marga daga

Sigurður Ragnar Eyjólfsson kvennalandsliðsþjálfari valdi í gær 23 manna hóp sinn fyrir Algarve-mótið í næsta mánuði. Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir er í hópnum þrátt fyrir að hafa eytt síðustu dögum á sjúkrahúsi í Noregi.

Sport
Fréttamynd

Ný tölvuflaga í fótboltatreyjum framtíðarinnar

Það þarf að breyta fótboltareglunum til þess að leikmenn megi hafa tölvuflögu á fótboltabúningnum sínum. Umræða um slíka framtíðarfótboltabúninga er nú í gangi til að auka eftirlit með leikmönnum inn á vellinum í kjölfar hjartaáfalls Fabrice Muamba í miðjum leik í fyrra.

Fótbolti
Fréttamynd

Öll liðin í íslenska riðlinum féllu niður FIFA-listann

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 98. sæti á nýjasta Styrkleikalista FIFA eftir að hafa fallið niður um níu sæti frá listanum sem var gefinn út í janúar. Öll sex liðin í riðli Íslands í undankeppni HM 2014 eiga það sameiginlegt að hafa fallið niður listann að þessu sinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Ísland niður um níu sæti á FIFA-listanum

Íslenska karlalandsliðið er í 98. sæti á nýjum Styrkleikalista FIFA sem var gefinn út í morgun. Íslenska liðið fellur um níu sæti frá síðasta lista sem var gefin út 17. janúar síðastliðinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Siggi Raggi: Besti þjálfarinn á Íslandi?

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur sett nýjan pistil inn á heimasíðu sína www.siggiraggi.is. Hann skrifar þar um það hvernig leikmenn og starfsfólk kvennalandsliðsins breyttu honum sem þjálfara.

Íslenski boltinn