Ástin á götunni

Fréttamynd

Pape tryggði Fylkismönnum bikarinn í 2. flokki karla

Fylkir varð í dag bikarmeistari í 2. flokki karla eftir 3-4 sigur á FH í bikarúrslitaleiknum sem fór fram á heimavelli FH-inga í Kaplakrika. Það var Papa Mamadou Faye sem tryggði Árbæjarliðinu bikarinn tíu mínútum fyrir leikslok. Þetta kom fram á fótbolti.net.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stelpurnar unnu Rúmeníu 5-0 og eru komnar í milliriðil

Stelpurnar í íslenska 19 ára landsliðinu eru komnar áfram í milliriðli í undankeppni EM 2010 eftir 5-0 sigur á Rúmeníu í lokaleiknum sínum. Íslenska liðið endaði í 2. sæti í sínum riðli en tvö efstu liðin komust áfram í næstu umferð. Kristín Erna Sigurlásdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir skoruðu báðar tvennu í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stelpurnar gerðu jafntefli við Sviss

Íslenska 19 ára landsliðs kvenna gerði 1-1 jafntefli við Sviss í dag í undankeppni EM U19 kvenna en leikið er í Portúgal. Sviss komst yfir strax á þriðju mínútu en KR-ingurinn Katrín Ásbjörnsdóttir jafnaði metin fimm mínútum síðar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ísland fær tvö sæti í Meistaradeild kvenna 2010/2011

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur staðfest að Ísland er ein átta þjóða sem fær úthlutað tveimur sætum í Meistaradeild kvenna fyrir keppnistímabilið 2010/2011. Ísland er í áttunda sæti yfir bestan árangur félagsliða í Evrópukeppni undanfarin fimm tímabil. Þetta kemur í frétt á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Njarðvík fylgir Gróttu upp í 1. deildina

Njarðvík og Reynir Sandgerði gerðu 2-2 jafntefli í algjörum úrslitaleik í 2. deild karla í dag. Jafnteflið nægði Njarðvíkingum til þess að komast upp í 1. deild en útlitið var ekki gott lengi vel því markvörðurinn Ingvar Jónsson hjá Njarðvík fékk rautt spjald strax á fyrstu mínútu leiksins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tölfræðin úr leiknum í kvöld - Hólmfríður átti 12 af 42 skotum

Hólmfríður Magnúsdóttir skaut oftast á marki Eistlendinga í 12-0 sigri íslenska kvennalandsliðsins á Laugardalsvelli í kvöld en Dóra María Lárusdóttir skapaði aftur á móti flest skotfæri fyrir félaga sína eða alls 6. Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu báðar þrennu í leiknum og Edda Garðarsdóttir átti fjórar stoðsendingar.

Fótbolti
Fréttamynd

Margrét Lára: Vonandi búnar að setja smá pressu á þær frönsku

„Það er langt síðan að maður hefur spilað leik þar sem að maður hefur verið í sókn í 90 mínútur," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir 12-0 sigur á Eistlandi í kvöld. Margrét Lára skoraði þrennu í fyrri hálfleik en annað mark hennar í leiknum var það fimmtugasta sem hún skorar fyrir kvennalandsliðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Katrín: Þrennan kemur bara einhvern tímann seinna

„Mótspyrnan var ekki mikil í dag en ég vissi ekkert um þetta lið og ég hélt að þær væru aðeins betri en þetta," sagði Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins eftir 12-0 sigur á Eistlendingum í Laugardalnum í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Eistland er búið að vinna alla landsleiki ársins

Íslenska kvennalandsliðið mætir því eistneska í undankeppni HM á Laugardalsvellinum í kvöld. Það er lítið vitað um eistneska landsliðið sem er í 78. sæti á Styrkleikalista FIFA eða 59 sætum neðar en íslenska liðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Margrét Lára: Það Þarf líka að vinna þessa leiki

Kvennalandslið Íslands mætir Eistlandi í undankeppni HM 2011 á Laugardalsvelli í kvöld og hefst leikurinn kl. 20. Fyrirfram má áætla að íslenska liðið sé sterkara og markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir segir kærkomið að fá þennan leik á þessum tímapunkti eftir að hafa mætta nokkrum af sterkustu þjóðum heims.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Aðeins eitt félag hefur tapað þrjú ár í röð í undanúrslitum bikarsins

Breiðablik mætir Keflavík í undanúrslitaleik VISA-bikars karla á Laugardalsvellinum í dag og reynir þar að enda átta leikja taphrinu félagsins í undanúrslitum bikarsins. Blikar hafa meðal annars tapað í undanúrslitum undanfarin tvö ár en aðeins eitt félag hefur þurft að sætta sig við að tapa undanúrslitaleik þrjú ár í röð. Það var lið Keflavíkur á árunum 1961-63.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Logi Ólafsson: Þeirra plan gekk upp í dag

„Það eru alltaf vonbrigði að tapa leikjum og sérstaklega þegar þeir eru svona þýðingarmiklir eins og þessi," sagði Logi Ólafsson, þjálfari KR eftir 0-1 tap á móti Fram í undanúrslitaleik VISA-bikars karla í dag.

Íslenski boltinn