Ástin á götunni

Fréttamynd

Björgólfur fimmti leikmaðurinn sem kemur inn í hópinn fyrir Georgíuleikinn

Ísland mætir Georgíu í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum klukkan 19.30 í kvöld en hópurinn er nokkuð breyttur frá því á laugardaginn þegar liðið var óheppið að vinna ekki Norðmenn í undankeppni HM 2010. Þrír af fjórum fremstu mönnum liðsins hafa forfallast sem og fyrirliðinn, öll miðjan, annar miðvörðurinn og varamarkvörðurinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Völsungur og KV upp í 2. deild

Í kvöld varð ljóst að Völsungur frá Húsavík og KV eða Knattspyrnufélag Vesturbæjar munu leika í 2. deild næsta sumar. Völsungur vann 5-2 sigur gegn Hvíta riddaranum á Húsvíkurvelli í seinni umspilsleik liðanna í úrslitakeppni 3. deildar en fyrri leikurinn fór 1-1 og vann Völsungur því einvígið samanlagt 6-3.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Norðmenn fá aðstoð frá íslenskum dómara í kvöld

Örvar Sær Gíslason, dómari, verður í eldlínunni í dag þegar hann dæmir leik Hönefoss og Kongsvinger í næst efstu deild í Noregi. Um sannkallaðan toppslag er að ræða því að þetta eru félögin sem sitja sem stendur í öðru og þriðja sæti deildarinnar og í mikilli baráttu um að komast upp í efstu deild. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Knattspyrnusambandsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pape var á skotskónum á móti Skotum í dag

Fylkismaðurinn Pape Mamadou Faye skoraði bæði mörk íslenska 19 ára landsliðsins sem vann 2-0 sigur á Skotum í vináttulandsleik í Skotlandi í dag. Liðin mætast í öðrum vináttulandsleik á miðvikudaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Veigar Páll: Ég bara trúði þessu ekki

Stöngin hefur ekki verið besti vinur Veigars Páls Gunnarssonar í leikjum Íslands gegn Noregi í undankeppni HM. Í báðum leikjunum skaut hann í stöngina og út þegar hann átti möguleika á að tryggja Íslandi sigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Gunnleifur: Ég ber ábyrgð á marki Noregs

Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Íslands, var ekki sáttur við niðurstöðuna úr leiknum gegn Noregi í kvöld. „Við áttum að vinna þennan leik enda miklu betra liðið allan tímann," sagði Gunnleifur.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúrik: Hefði verið sanngjarnt að vinna 4-1

„Ég er ánægður með okkar frammistöðu þó við hefðum mátt nýta færin betur," sagði Rúrik Gíslason sem lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik með íslenska landsliðinu í kvöld þegar það gerði 1-1 jafntefli gegn Noregi.

Fótbolti
Fréttamynd

Frábær úrslit fyrir U-17 ára liðið

Íslenska U17 ára landslið kvenna hóf leik í dag í riðlakeppni EM með fræknu jafntefli gegn ríkjandi Evrópumeisturum, Þjóðverjum. Um gríðarlega mikilvægt stig gæti verið að ræða.

Fótbolti
Fréttamynd

Pesic farinn af Skaganum

Miðjumaðurinn Igor Pesic mun væntanlega ekki leika meira með Skagamönnum í sumar en hann fékk ekki leyfi frá útlendingastofu til að dvelja lengur á landinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tvö töp hjá Hvöt á EM í Futsal

Hvöt frá Blönduósi tekur þátt í Evrópumótinu í Futsal þessa dagana í Austurríki. Hvatarmenn leika í 2. deild hér heima en eru Íslandsmeistarar í þessari gerð innanhússknattspyrnu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Selfoss skrefi nær Pepsi-deildinni

Hjörtur Hjartarson skoraði tvö mörk fyrir topplið Selfoss sem styrkti stöðu sína á toppi 1. deildar karla í kvöld. Liðið lagði Leikni í hörkuleik á Selfossi, 3-1.

Fótbolti