Spænski boltinn

Fréttamynd

Pellegrino tók pokann sinn eftir stórt tap

Mauricio Pellegrino var í gærkvöldi sagt upp störfum sem þjálfari Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Uppsögnin kom í kjölfarið á 5-2 tapi liðsins á heimavelli gegn Real Sociedad.

Fótbolti
Fréttamynd

Litli bróðir í Madríd minnir á sig

Atlético Madrid heimsækir Real Madrid í slagnum um Madrídarborg í kvöld. Diego Simeone hefur náð frábærum árangri á innan við ári sem stjóri Atlético en þrettán ár eru síðan Atlético lagði Real að velli. Nú er lag en Atlético er aldrei þessu vant aðalkeppinautur Real.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho óttast ekki að verða rekinn

Spænskir fjölmiðlar hafa gert því skóna að það sé gríðarleg pressa á Jose Mourinho, þjálfara Real Madrid, fyrir borgarslaginn um helgina. Hafa þeir jafnvel gengið svo langt að spá því að Mourinho verði rekinn takist liðinu ekki að vinna leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Auðvelt hjá Real Madrid í bikarnum

Real Madrid komst auðveldlega áfram í spænsku bikarkeppninni í kvöld. Real lagði þá lið Alcoyano, 3-0, með mörkum frá Angel di Maria og Jose Callejon en sá síðarnefndi skoraði tvö mörk.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid tapaði í Sevilla

Real Betis gerði sér lítið fyrir og sigraði Real Madrid 1-0 á heimavelli sínum Manuel Ruiz de Lopera leikvanginum í Sevilla. Markið kom snemma í fyrri hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Malaga skellti Valencia

Malaga lyfti sér upp í fjórða sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 4-0 sigri á Valencia á heimavelli í kvöld. Malaga var 1-0 yfir í hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Í beinni: Real Betis - Real Madrid

Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Real Betis og Real Madrid í 13. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Hér mæstast liðin í 3. (Real Madrid) og 6. sæti (Real Betis) deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Khedira: Manchester City eitt af bestu liðum heims

Sami Khedira, miðjumaður Real Madrid, talaði vel um Manchester City þrátt fyrir að lítið hafi gengið hjá ensku meisturunum í Meistaradeildinni. City tekur á móti Real Madrid í Meistaradeildinni á morgun og þarf nauðsynlega á sigri að halda.

Fótbolti
Fréttamynd

Öruggt hjá Real Madrid

Real Madrid er átta stigum á eftir Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni eftir auðveldan og öruggan sigur á Athletic Bilbao í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Iniesta: Ég hata ekki Pepe

Þeir Andres Iniesta hjá Barcelona og Pepe, varnarmaður Real Madrid, lentu í rifrildi í leik liðanna fyrr í vetur en Pepe er ekki óvanur því að standa í slíku.

Fótbolti
Fréttamynd

Mata aftur nógu góður fyrir spænska landsliðið

Juan Mata hefur farið á kostum með Chelsea-liðinu á þessu tímabili en missti engu að síður sæti sitt í spænska landsliðinu í haust. Vicente del Bosque, þjálfari Spánverja, valdi hann hinsvegar aftur í landsliðshóp sinn fyrir æfingaleik á móti Panama í næstu viku.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hvorki Messi né Ronaldo skoruðu

Það er löngu hætt að vera fréttnæmt þegar snillingarnir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo skora fyrir lið sín Barcaelona og Real Madrid í spænska boltanum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekkert Barcelona-lið hefur byrjað betur

Barcelona vann 3-1 sigur á Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni í gær og hefur þar með náð í 28 stig af 30 mögulegum í fyrstu tíu umferðum deildarinnar. Þetta er besta byrjun félagsins frá upphafi í spænsku deildinni.

Fótbolti