Spænski boltinn

Fréttamynd

Valdano: Maradona var meiri listamaður á vellinum en Messi

Jorge Valdano, fyrrum liðsfélagi Diego Maradona í argentínska landsliðinu, bar saman argentínsku snillingana Diego Maradona og Lionel Messi í viðtali í spænsku blaði í morgun. Mmargir hafa lýst því yfir að Messi sé orðinn besti knattspyrnumaður sögunnar þótt að hann sé enn bara 24 ára gamall.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo getur tekið met af Púskas í kvöld

Cristano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, vantar nú aðeins tvö mörk í það að skora sitt hundraðasta deildarmark fyrir Real en Ronaldo sem er á þriðja tímabili með félaginu hefur skorað 98 mörk í 90 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Real Madrid mætir Villareal klukkan 20.30 í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Enski boltinn
Fréttamynd

Gummi Ben: Forréttindi að vera uppi á sama tíma og Messi

Lionel Andres Messi leikmaður Barcelona setti enn eitt metið í gær í fótboltanum þegar hann skoraði þrennu í 5-3 sigri Barcelona á Granada. Guðmundur Benediktsson var í viðtali í Boltanum á X-inu í dag og þar sagði hann meðal annars að þetta væri sýning á fjögurra daga fresti og að það væru forréttindi að fá að vera uppi á sama tíma og þessi mikli snillingur.

Fótbolti
Fréttamynd

Leikmenn og þjálfari Real Madrid sáu rautt í jafnteflisleik

Real Madrid er hægt og bítandi að hleypa Barcelona aftur inn í slaginn um Spánarmeistaratitilinn. Real gerði jafntefli, 1-1, gegn Villarreal í kvöld og er nú aðeins með sex stiga forskot á Barcelona. Liðin eiga þess utan eftir að mætast í deildinni á nýjan leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Guardiola líkir Lionel Messi við Michael Jordan

Pep Guardiola, þjálfari Spánar og Evrópumeistaraliðs Barcelona í fótbolta, líkir Lionel Messi leikmanni liðsins við körfuboltastjörnuna Michael Jordan. Argentínski framherjinn setti nýtt félagsmet í gærkvöld þegar hann skoraði þrennu í 5-3 sigri Barcelona gegn Granada. Hinn 24 ára gamli Messi hefur nú skorað 234 mörk fyrir Barcelona en gamla metið var í eigu Cesar Rodriguez, 232 mörk, sem hann skoraði um miðbik síðustu aldar.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi með þrennu og vippaði sér í sögubækur Barcelona

Það var vel við hæfi að Lionel Messi skildi vera aðalmaðurinn í 5-3 sigri Barcelona á Granada í kvöld. Messi skoraði tvö söguleg mörk í leiknum. Þessi ótrúlegi 24 ára Argentínumaður var aðeins einu marki frá því að jafna markamet Cesar Rodriguez í kvöld og hann náði að jafna metið í fyrri hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Bætir Messi markametið hjá Barcelona? | bein útsending í kvöld

Lionel Messi er í þeirri aðstöðu að geta jafnað og bætt markametið hjá spænska stórliðinu Barcelona í kvöld þegar liðið tekur á móti Granada í deildarkeppninni. Argentínumaðurinn hefur skorað 231 mark fyrir félagið en félagsmetið er í eigu Cesar Rodriguez sem skoraði 232 mörk á sínum ferli. Leikur Barcelona og Granada verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og hefst leikurinn kl. 20.00.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona taplaust í síðustu 50 leikjum Iniesta

Andres Iniesta jafnaði met Emilio Butragueno í gær þegar hann hjálpaði Barcelona að vinna 2-0 sigur á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni. Iniesta, sem lagði upp seinna mark liðsins fyrir Lionel Messi, hefur nefnilega ekki tapað í síðustu 50 deildarleikjum sínum með Barca.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi: Ég vil aldrei fara frá Barcelona

Lionel Messi, leikmaður Barcelona, hefur verið hjá félaginu frá því að hann var ellefu ára og það kemur kannski ekki mörgum á óvart að hann ætlar sér að klára ferilinn í Katalóníu. Messi hefur skorað tólf mörk í síðustu fjórum leikjum Barcelona og næst er leikur á móti Sevilla í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Guardiola um þjálfara Athletic Bilbao: Er sá besti í heimi í dag

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, sparar ekki hrósið til Marcelo Bielsa, þjálfara Athletic Bilbao liðsins sem fór illa með ensku meistarana í Manchester United í tveimur leikjum í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Bilbao vann fyrri leikinn 2-1 í gær eftir að hafa unnið 3-2 sigur á Old Trafford í síðustu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Abidal fer í viðamikla aðgerð | þarf að fá nýja lifur

Eric Abidal, varnamaður Evrópu og Spánarmeistaraliðs Barcelona, mun á allra næstu dögum fara í viðamikla aðgerð þar sem ný lifur verður grædd í hann. Franski landsliðsmaðurinn greindist með krabbamein í lifur í mars á síðasta ári og var æxli fjarlægt með skurðaðgerð.

Fótbolti
Fréttamynd

Spænsk fótboltalið skulda 135 milljarða í skatt

Spænsku stórveldin Barcelona og Real Madrid eru til alls líkleg í Meistaradeild Evrópu en liðin eru talin á meðal þeirra sigurstranglegustu. Það bíða margir spenntir eftir morgundeginum þegar dregið verður í 8 liða úrslit Meistaradeildarinnar og þar gætu "spænsku risarnir“ mæst.

Fótbolti
Fréttamynd

Lionel Messi kann að skutla sér | 50 marka maðurinn með tilþrif

Argentínumaðurinn Lionel Messi hefur farið á kostum í framlínunni hjá Evrópu – og Spánarmeistaraliði Barcelona. Framherjinn hefur skorað 50 mörk nú þegar og þar af 30 í deildarkeppninni. Messi virðist vera með allt á hreinu í fótboltanum og hann miðað við myndina sem liðsfélagi hans hjá Barcelona, Carles Puyol, tók á æfingu liðsins þá er Messi góður í marki einnig.

Fótbolti
Fréttamynd

Wenger gagnrýnir leikaraskapinn hjá Busquets

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, vekur oft athygli fyrir ummæli sem hann lætur falla á fréttamannafundum. Wenger sendi Sergio Busquets, leikmanni Evrópumeistaraliðs Barcelona, tóninn og segir Wenger að Busquets sé ekki heiðarlegur í sínum leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Bróðir Lionel Messi með tattú af litla bróður á öxlinni

Lionel Messi á eldri bróður sem heitir Matias og býr í Argentínu. Matias komst í fréttirnar í heimalandinu á dögunum þegar hann viðurkenndi í útvarpsviðtali að vera með húðflúr af litla bróður sínum á öxlinni. Matias segist líka vera mesti aðdáandi Lionel bróður síns.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi: Guardiola er mikilvægari en ég

Lionel Messi hefur skorað 50 mörk í 43 leikjum fyrir Barcelona á tímabilinu þar á meðal 30 í spænsku úrvalsdeildinni og tólf í Meistaradeildinni. Argentínumaðurinn er þó ekki á því að hann sé mikilvægasti maðurinn í Barcelona-liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi-sýningin heldur áfram

Það virðist ekkert geta stöðvað Argentínumanninn Lionel Messi þessa dagana. Hann skoraði í kvöld bæði mörk Barcelona í útisigri á Racing Santander.

Fótbolti
Fréttamynd

Hinn fullkomni leikmaður

Lionel Messi hefur enn og aftur skráð nafn sitt í sögubækur knattspyrnunnar. Hann varð fyrsti maðurinn til að skora fimm mörk í einum leik í Meistaradeildinni og er á góðri leið með að slá öll markamet sem hann á möguleika á að slá.

Fótbolti