Spænski boltinn

Fréttamynd

Barcelona vann El Clásico

Barcelona gerði sér lítið fyrir og lagði Real Madrid, 0-2, á Santiago Bernabeau-leikvanginum í Madrid í kvöld. Sigurinn verðskuldaður enda var Barcelona betra liðið allan leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo býst við markaleik í kvöld

Portúgalinn Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, bíður spenntur eftir El Clásico í kvöld eins og öll heimsbyggðin. Þá mætast Barcelona og Real Madrid í svakalegum leik enda eru þau jöfn á toppi spænsku deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Hélt að ekkert yrði úr Messi

Ronald de Boer, fyrrum leikmaður Barcelona, hefur viðurkennt að hafa ekki haft trú á því að það yrði eitthvað úr Lionel Messi fyrir fimm árum síðan.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan og Kaka ekki í stórleiknum á morgun

Ljóst er að Zlatan Ibrahimovic verður ekki tilbúinn í tæka tíð fyrir El Clasico, risaslag Barcelona gegn Real Madrid annað kvöld. Zlatan er meiddur á kálfa og lék ekki gegn Arsenal á þriðjudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid þarf að sparka Messi niður

El Clasico verður annað kvöld þegar Real Madrid tekur á móti Barcelona. Liðin eru hnífjöfn að stigum á toppi deildarinnar en leikurinn er gríðarlega mikilvægur þar sem innbyrðis viðureignir gætu skorið úr um hvort liðið verður meistari í lok móts.

Fótbolti
Fréttamynd

Bojan með tvö mörk í öruggum sigri Barcelona

Barcelona náði þriggja stiga forskoti á Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan 4-1 sigur á Athletic Bilbao á heimavelli í kvöld. Bojan Krkic skoraði tvö mörk fyrir Barcelona en hin mörkin gerðu Lionel Messi og Jeffrén Suárez.

Fótbolti
Fréttamynd

Cristiano Ronaldo getur ekki horft á Meistaradeildina

Það var mjög sár tilfinning fyrir Portúgalann Cristiano Ronaldo þegar Real Madrid datt út úr Meistaradeildinni á dögunum. Cristiano Ronaldo hafði farið alla leið í úrslitaleikinn með Manchester United undanfarin tvö ár en var nú úr leik strax í sextán liða úrslitunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Er stjórnunarstíll Real Madrid rugl?

Er stöðugleiki lykillinn að velgengni? Ekki alltaf. Margir hafa gagnrýnt Galactico stefnu Real Madrid og hörku forráðamanna félagsins sem heimta árangur. Ef hann næst ekki, ertu rekinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Pellegrini og Diarra rifust

Lassana Diarra, betur þekktur sem Lass í herbúðum Real Madrid, er ósáttur við hvernig hefur verið komið fram við hann í síðustu leikjum.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid vill fá Mourinho í sumar

Spænska stórliðið Real Madrid vill fá Jose Mourinho, þjálfara Inter, til að taka við stjórnartaumunum í sumar samkvæmt þarlendum fjölmiðlum. Talið er að Manuel Pellegrini verði látinn fara eftir tímabilið.

Fótbolti
Fréttamynd

Kemur þriðja þrennan í röð hjá Messi í kvöld?

Lionel Messi gæti í kvöld orðið annar knattspyrnumaðurinn í sögu spænsku 1. deildarinnar til að skora þrennu í þremur leikjum í röð. Barcelona mætir þá Osasuna á heimavelli og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.

Fótbolti
Fréttamynd

Laudrup og Aragones orðaðir við Sevilla

Slæmt gengi Sevilla að undanförnu hefur gert það að verkum að þjálfari liðsins hefur þurft að taka pokann sinn. Manolo Jimenez hefur ekki náð að landa sigri í síðustu sjö leikjum.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi: Ég er engin goðsögn

Menn hafa gengið ansi langt síðustu daga í að hampa Argentínumanninum Lionel Messi. Skal svo sem engan undra þar sem hann er að spila fáranlega vel þessa stundina og hreint ótrúlegt hversu góður hann er. Það gleymist stundum að hann er aðeins 22 ára.

Fótbolti