Spænski boltinn

Fréttamynd

Eiður kom inn sem varamaður í sigri Barca

Barcelona er komið í 8-liða úrslit spænska konungsbikarsins eftir 2-1 útisigur á Zaragoza í síðari leik liðanna í kvöld. Barca tapaði fyrri leiknum 1-0 en fer áfram á útimörkum. Xavi og Iniesta skoruðu mörk Barcelona í kvöld en Eiður Smári Gudjohnsen kom inn sem varamaður á 85. mínútu leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjálfari Sevilla borinn rotaður af velli

Leikur Real Betis og Sevilla í spænska konungsbikarnum í kvöld var flautaður af í upphafi síðari hálfleiks eftir að þjálfari Sevilla rotaðist þegar aðskotahlut var kastað í höfuð hans. Liðin eru einir hatrömmustu erkifjendur í spænsku deildinni, en Sevilla var marki yfir þegar flautað var af. Juande Ramos þjálfari var fluttur á sjúkrahús eftir atvikið, en er sagður hafa rankað við sér í sjúkrabílnum á leiðinni þangað.

Fótbolti
Fréttamynd

Arsenal bauð í Robinho

Umboðsmaður brasilíska sóknarmannsins Robinho hjá Real Madrid hefur greint frá því að Arsenal og AC Milan hafi viljað fá leikmanninn í sínar raðir þegar leikmannaglugginn var opinn í upphafi ársins. Forráðamenn Real Madrid komu hins vegar í veg fyrir að Robinho færi því félagið ku ekki vera tilbúið að selja Brasilíumanninn.

Fótbolti
Fréttamynd

Ibanez: Real Madrid er lélegt lið

Pablo Ibanez, varnarmaður Atletico Madrid, segist sjaldan hafa séð eins lélega frammistöðu hjá Real Madrid eins og þegar liðin mættust á föstudagskvöld í spænsku úrvalsdeildinni. Ibanez segir með ólíkindum að Atletico hafi ekki náð að vinna leikinn, en hann endaði með 1-1 jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho: Ég hef aldrei verið í betra formi

Ronaldinho, brasilíski snillingurinn hjá Barcelona, kveðst aldrei hafa verið í betra formi og að hann hafi verið staðráðinn í að sýna það í leiknum gegn Atletico Bilbao í gær. Ronaldinho var stórkostlegur í leiknum, en fyrir nokkrum dögum voru birtar myndir sem gáfu til kynna að hann hefði fitnað um nokkur kíló.

Fótbolti
Fréttamynd

Eto'o: Búinn að bíða lengi eftir þessu marki

Samuel Eto'o, framherji Barcelona, er mjög ánægður með að vera búinn að finna skotskóna á ný en hann skoraði eitt marka Barcelona í auðveldum sigri liðsins á Atletico Bilbao í gær, 3-0. Eto'o segist hafa beðið lengi eftir þessu marki, en slæm hnémeiðsli héldu honum frá keppni í tæpa fimm mánuði fyrr í vetur.

Fótbolti
Fréttamynd

Eto´o skoraði í öruggum sigri Barcelona

Barcelona er komið með tveggja stiga forystu á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir léttan 3-0 sigur á Atletico Bilbao á Nou Camp í kvöld. Xavi og Samuel Eto´o skoruðu mörk Barcelona í leiknum auk þess sem eitt markið var sjálfsmark. Eto´o var óvænt í byrjunarliðinu í kvöld en Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Eto´o byrjar – Eiður Smári á bekknum

Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í byrjunarliði Barcelona sem tekur á móti Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld, þvert á spár helstu fjölmiðla Spánar. Í fremstu víglínu liðsins í kvöld er Samuel Eto´o, sem er í fyrsta sinn í byrjunarliðinu síðan í október. Leikurinn hófst kl. 20 og er í beinni útsendingu á Sýn.

Fótbolti
Fréttamynd

Atletico og Real skildu jöfn

Real Madrid var stálheppið með að sleppa við jafntefli í viðureign sinni gegn nágrönnunum og erkifjendunum í Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Gonzalo Hugain skoraði jöfnunarmark Real í 1-1 jafntefli þegar um hálftími var eftir en Atletico var mun sterkari aðilinn í leiknum og fór illa með nokkur mjög góð marktækifæri.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo vill 160 þúsund pund á viku

Cristiano Ronaldo vill fá 160 þúsund pund í vikulaun frá Man. Utd. ætli félagið sér að fá hann til að skrifa undir nýjan samning. Þetta fullyrðir spænska dagblaðið Marca í stórri umfjöllun um málið og bætir við að Real Madrid og Barcelona séu reiðubúin að mæta kröfum Ronaldo, auk þess að borga Man. Utd. 40 milljónir punda fyrir portúgalska landsliðsmanninn.

Fótbolti
Fréttamynd

Dida fer líklega til Barcelona

Barcelona er komið langleiðina með að semja við brasilíska markvörðinn Dida, en margt bendir til þess að hann yfirgefi herbúðir AC Milan þegar samningur hans rennur út eftir núverandi leiktíð. Carlo Ancelotti, stjóri Milan, segir að samningaviðræður við markmanninn hafi ekki gengið sem skildi.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður byrjar hjá Barcelona á morgun

Spænskir fjölmiðlar fullyrða að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Barcelona þegar liðið fær Atletico Bilbao í heimsókn á Nou Camp í spænsku úrvalsdeildinni á morgun. Þjálfarinn Frank Rijkaard er sagður hafa verið ósáttur með frammistöðu Javier Saviola í leiknum gegn Liverpool. Samuel Eto´o og Santiago Ezquerro eru einnig í 18-manna hópi Barca fyrir leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi vill Ronaldo til Barcelona

Lionel Messi hjá Barcelona vill ólmur fá Cristiano Ronaldo til spænska liðsins frá Manchester United, en portúgalski leikmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við sölu frá Man. Utd. eftir þetta tímabil. Messi segir Ronaldo vera ótrúlegan leikmann og að það yrði mikill heiður að spila í sama liði og hann.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona og Real Madrid kljást um 11 ára gutta

Laureano Ludena er 11 ára argentínskur sóknarmaður sem þykir einn efnilegasti leikmaður sem upp hefur komið í heimalandi sínu. Barcelona og Real Madrid eru nýjustu félögin sem bætast í slaginn um undirskrift Ludena, en áður höfðu öll stærstu lið Argentínu fengið hann á reynslu til sín. Fjölskylda leikmannsins segir hins vegar líklegast að hún muni flytja til Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Emerson orðaður við AC Milan

Brasilíski miðjumaðurinn Emerson hjá Real Madrid er nú sterklega orðaður við sölu til AC Milan, en hann hefur engan veginn náð sér á strik á Spáni í vetur. Emerson er sagður hafa neitað að spila í sigurleik Real á Bayern Munchen í Meistaradeildinni á þriðjudag og vilja forráðamenn spænska liðsins hann burt.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter ætlar að losa sig við Adriano

Brasilíski sóknarmaðurinn Adriano verður að öllum líkindum seldur frá Inter Milan í sumar og er talið að forráðamenn ítalska félagsins séu að undirbúa risatilboð í Cristiano Ronaldo hjá Man. Utd, þar sem Adriano mun verða hluti að kaupverðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Beletti verður frá í tvær vikur

Spánarmeistarar Barcelona fengu ekki að njóta þess lengi að vera með fullskipaðan hóp eftir meiðsli lykilmanna í vetur, því brasilíski varnarmaðurinn Juliano Belletti meiddist í leiknum í Liverpool í Meistaradeildinni í gær og verður frá í tvær vikur. Hann missir því af deildarleikjum gegn Bilbao og Sevilla og verður væntanlega tæpur fyrir síðari leikinn gegn Liverpool þann 6. mars.

Fótbolti
Fréttamynd

Reyes gagnrýnir Capello

Jose Antonio Reyes hefur nú fetað í fótspor félaga síns Robinho hjá Real Madrid með því að væla yfir vinnuaðferðum þjálfara síns í fjölmiðlum. Reyes er lánsmaður frá Arsenal og í gær sagðist hann hvorki skilja upp né niður í vinnubrögðum þjálfara síns.

Fótbolti
Fréttamynd

Capello sagður hafa sagt af sér hjá Real Madrid

Spænsk útvarpsstöð hafði eftir heimildamanni sínum í dag að ítalski þjálfarinn Fabio Capello hefði sagt starfi sínu lausu hjá Real Madrid. Talsmaður Real vildi ekki staðfesta þetta og segir þjálfarann muni stýra liðinu gegn Bayern í Meistaradeildinni á morgun. Hann vildi hinsvegar ekki staðfesta að Capello yrði við stjórnvölinn þegar Real mætir grönnum sínum í Atletico um næstu helgi.

Fótbolti
Fréttamynd

Valencia lagði Barcelona

Valencia vann í kvöld mikilvægan sigur á Barcelona í stórleik helgarinnar í spænska boltanum. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona í kvöld en var skipt af velli eftir klukkutíma leik. Silva og Angulo skoruðu mörk Valencia með þriggja mínútna millibili í upphafi síðari hálfleiks, en Ronaldinho minnkaði muninn í uppbótartíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Tottenham áfram í bikarnum

Tottenham vann nokkuð auðveldan 4-0 útisigur á Fulham í fimmtu umferð enska bikarsins á Craven Cottage í dag. Robbie Keane og varamaðurinn Dimitar Berbatov skoruðu mörk gestanna sem eru komnir í 8-liða úrslitin. Heiðar Helguson var í byrjunarliði Fulham en var skipt af velli eftir klukktíma leik.

Enski boltinn
Fréttamynd

Eiður Smári í byrjunarliði Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona í stórleiknum gegn Valencia sem hefst á Mestalla leikvangnum nú klukkan 18 og er sýndur beint á Sýn. Barcelona tekur svo á móti Liverpool í Meistaradeildinni í vikunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Þrautaganga Real heldur áfram - Beckham sá rautt

Real Madrid er enn að hiksta í spænsku deildinni í fótbolta og í kvöld náði liðið aðeins markalausu jafntefli gegn Real Betis á heimavelli sínum Santiago Bernabeu í Madrid. David Beckham fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins sem sýndur var beint á Sýn. Bein útsending frá leik Zaragoza og Villarreal hefst klukkan 21.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham í liði Real Madrid á ný

David Beckham er í byrjunarliði Real Madrid í kvöld þar sem liðið tekur á móti Real Betis í spænsku deildinni. Leikurinn er sýndur beint á Sýn og hófst nú uppúr klukkan 19. Síðar í kvöld verður leikur Zaragoza og Villarreal sýndur beint á Sýn. Á morgun verður Sýn svo með beina útsendingu frá stórleik Barcelona og Valencia þar sem Eiður Smári Guðjohnsen verður í leikmannahópi Barcelona.

Fótbolti
Fréttamynd

Capello vill sjá Beckham í landsliðinu

David Beckham er greinlega orðinn að algjöru uppáhaldi hjá stjóra sínum Fabio Capello. Ekki er nóg með að hann skuli aftur vera kominn í byrjunarlið Real Madrid heldur hefur Capello nú hvatt Steve McLaren, þjálfara enska landsliðsins, að velja Beckham á ný í liðið. Capello telur að Beckham geti haft sömu áhrif á enska liðið og hann hafði á lið Real um síðustu helgi.

Fótbolti
Fréttamynd

Nistelrooy segir Ferguson hafa sparkað í sál sína

Hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy hefur tjáð sig í fyrsta sinn um hvað það var sem olli trúnaðarbresti hans og Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd. á síðustu leiktíð. Ósættið leiddi til þess að Nistelrooy var seldur til Real Madrid í sumar, og segist sá hollenski hafa hafnað AC Milan og Bayern Munchen áður en hann ákvað að skrifa undir hjá spænska stórliðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Casillas gagnrýnir spænska fjölmiðla

Iker Casillas, markvörður Real Madrid, gerir lítið úr meintu uppþoti í herbúðum Barcelona, hvað meintar deilur Samuel Eto´o, Ronaldinho og þjálfarann Frank Rijkaard varðar. Casillas harmar hvernig spænskir fjölmiðlar hafa blásið málið upp.

Fótbolti
Fréttamynd

Canizares framlengir við Valencia

Markvörðurinn Santiago Canizares hjá Valencia hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2009 og verður því kominn nær fertugu þegar hann rennur út. Canizares hefur verið mjög sigursæll með Valencia síðan hann gekk í raðir liðsins árið 1998 en hann lék áður með Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Robinho: Tottenham er ekki nógu stór klúbbur fyrir mig

Brasilíski framherjinn Robinho neitar því alfarið að hann sé á leið til Tottenham á Englandi. Orðrómur þess efnis fór af stað í morgun eftir að Robinho hafði lýst því yfir að hann væri óánægður hjá Real Madrid. "Ef ég fer frá Real verður það til að fara til annars stórs félags - og Tottenham er ekki stórt félag," sagði Robinho.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho og Eto´o féllust í faðma á æfingu

Þeir Ronaldinho og Samuel Eto´o hjá Barcelona virðast hafa grafið stríðsöxina frá því í gær en þeir félagar féllust í faðma og slógu á létta strengi á æfingu í hádeginu. Eto´o gagnrýndi félaga sinn harðlega í gær en nú virðist hann amk hafa náð sáttum við Ronaldinho.

Fótbolti