Spænski boltinn

Fréttamynd

Flestir vilja sjá Saviola taka sæti Eiðs

Ratomir Antic, fyrrverandi knattspyrnustjóri Barcelona, segir að Eiður Smári Guðjohnsen sé ekki að spila vel fyrir félagið og að flestir myndu frekar vilja sjá Javier Saviola í fremstu víglínu liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Osasuna - Bilbao í beinni

Leikur Osasuna og Atletic Bilbao verður sýndur beint á Sýn klukkan 17:50 í kvöld og strax að leiknum loknum verður á dagská viðureign Denver og Indianapolis í bandarísku NFL deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður skoraði ekki en Barcelona vann

Eiður Smári var í byrjunarliði Börsunga en skoraði ekki þegar þeir sigruðu Recreativo 3-0 í Barcelona í kvöld. Ronaldinho, Eiður Smári og Giuly voru í framvarðarlínunni því Leo Messi var meiddur og lék því ekki með.

Fótbolti
Fréttamynd

Barclona - Recreativo í beinni

Leikur Barcelona og Recreativo í spænsku úrvalsdeildinni verður sýndur beint á Sýn í dag og hefst útsending klukkan 17:50. Það verður Hörður Magnússon sem lýsir leiknum beint og þá er rétt að minna á beina útsendingu Sýnar frá Íslandsmótinu í Ice Fitness sem hefst klukkan 20 í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Lotina tekinn við Real Sociedad

Spænska knattspyrnufélagið Real Sociedad gekk í dag frá ráðningu Miguel Angel Lotina sem taka mun við starfi þjálfara liðsins í kjölfar þess að Jose Mari Bakero var látinn taka pokann sinn í gær. Hinum 49 ára gamla Baska verður falið það erfiða verkefni að rétta við skútuna hjá Sociedad, en hann verður fjórði þjálfari liðsins á síðustu 14 mánuðum.

Fótbolti
Fréttamynd

Fá 150 milljónir evra í tekjur frá Nike

Forráðamenn Barcelona tilkynntu í dag að nýr samningur félagsins við ameríska íþróttavöruframleiðandann Nike ætti eftir að skila félaginu um 150 milljónum evra í tekjur á næstu fimm árum. Barcelona hefur spilað í treyjum Nike frá árinu 1998 og verður núverandi samningur framlengdur til ársins 2013.

Fótbolti
Fréttamynd

Ánægður með Eið Smára

Frank Rijkaard var mjög ánægður með frammistöðu Eiðs Smára Guðjohnsen í gær þegar hann skoraði bæði mörk Barcelona í 2-1 sigri á smáliði Badalona í fyrri viðueign liðanna í spænska bikarnum. Evrópumeistararnir þóttu ekki sýna nein glæsitilþrif í leiknum, en það var Eiður Smári sem gerði gæfumuninn með mörkum sínum.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður Smári tryggði Barcelona sigurinn

Eiður Smári Guðjohnsen skoraði bæði mörk Barcelona í kvöld þegar liðið lagði smálið Badalona 2-1 á útivelli í spænska bikarnum en leikurinn var spilaður á gervigrasi. Eiður skoraði á 62. og 76. mínútu og gerði út um leikinn, en heimamenn minnkuðu reyndar muninn undir lokin með marki úr vítaspyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ætlar að auglýsa í Formúlu 1

Ramon Calderon segist hafa áform uppi um að gera auglýsingasamning við ónefnt keppnislið í Formúlu 1 á næsta keppnistímabili, þar sem bíllinn verði þakinn auglýsingum frá spænska knattspyrnufélaginu. Hann segist óska þess heitt að þessi bíll komi fyrstur í mark, því kappaksturinn fer sem kunnugt er fram í borg erkifjendanna - Barcelona.

Fótbolti
Fréttamynd

Ensk lið hafa mikinn áhuga á Beckham

Glenn Roeder segir að ef David Beckham tæki þá ákvörðun að snúa aftur til Englands, yrði enginn skortur á kauptilboðum frá liðum í heimalandi hans. Þetta segir Roader í kjölfar þess að Beckham sagðist ósáttur við að sitja á varamannabekknum hjá Real Madrid - en það hefur vitanlega valdið fjaðrafoki í breskum blöðum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Raul íhugaði að hætta eftir tapið gegn Getafe

Ramon Calderon, forseti Real Madrid, segir að framherjinn Raul hafi verið mjög langt niðri eftir að liðið tapaði fyrir Getafe í deildinni á dögunum og segir leikmanninn hafa íhugað alvarlega að hætta í kjölfarið.

Fótbolti
Fréttamynd

Wright-Phillips orðaður við Atletico Madrid

Talsmaður spænska stórliðsins Atletico Madrid segir ekkert til í þeim orðrómi að félagið ætli að bjóða í enska kantmanninn Shaun Wright-Phillips þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar, en félagið er nú að leita að manni í stað þeirra Maxi Rodriguez og Martin Petrov sem báðir verða lengi frá vegna meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður Smári fær slæma dóma

Spænsku blöðin eru ekki hrifin af leik Barcelona gegn Real Madrid á sunnudaginn og Eiður Smári Guðjohnsen fær ekki góða dóma fyrir sína frammistöðu í leiknum. Talað er um að Barcelona sakni mjög Samuel Eto‘o og að Eiður sé ekki að standa undir þeim kröfum sem til hans eru gerðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid sigraði í risaslagnum

Real Madrid hrósaði í gær 2-0 sigri á Barcelona í einum af stórleikjum tímabilsins í Evrópufótboltanum. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en náði ekki að koma í veg fyrir sigur heimamanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Chelsea kenndi okkur hvernig á að vinna Barcelona

Fabio Cannavaro, varnarmaður Real Madrid, segir að liðið ætli sér að nota leik Chelsea í gær sem góða lexíu í því hvernig á að vinna Barcelona fyrir leik spænsku risanna á sunnudaginn, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn.

Fótbolti
Fréttamynd

Þarf í uppskurð á hásin

Spænski landsliðsmaðurinn Asier del Horno hjá Valencia þarf að fara í uppskurð vegna meiðsla á hásin sem hafa haldið honum frá keppni allar götur síðan hann gekk í raðir liðsins frá Englandsmeisturum Chelsea í sumar. Þetta þýðir líklega að hann verði frá keppni í að minnsta kosti tvo mánuði til viðbótar.

Fótbolti
Fréttamynd

Aragones framlengir samning sinn

Spænska knattspyrnusambandið hefur nú formlega framlengt samning landsliðsþjálfarans umdeilda Luis Aragones um tvö ár. Áður hafði legið fyrir munnlegt samkomulag um þetta, en forseti knattspyrnusambandsins hefur staðfest að búið sé að skrifa undir.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona lagði Sevilla

Barcelona lagði Sevilla 3-1 í spænska boltanum í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona. Ronaldinho skoraði tvö mörk, annað úr víti og Leo Messi bætti við þriðja marki Katalóníumanna sem skutust á toppinn með sigrinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Betis - Deportivo í beinni

Nú klukkan 19:00 hefst leikur Real Betis og Deportivo í spænska boltanum og er hann sýndur beint á Sýn. Betis er í fallsæti með aðeins 3 stig eftir 5 leiki, en Deportivo hefur fengið 10 stig og er í 7. sæti.

Fótbolti
Fréttamynd

Getafe hefur tak á Real Madrid

Stórliðið Real Madrid reið ekki feitum hesti frá viðureign sinni við granna sína í smáliðinu Getafe í spænska boltanum í gær og tapaði 1-0 á útivelli. Eins og til að fullkomna ömurlegt kvöld fyrir Real, lék framherjinn Ronaldo reka sig af velli fyrir kjaftbrúk í lok leiksins og verður því í banni í næsta leik þegar Real mætir Barcelona.

Fótbolti
Fréttamynd

Maxi Rodriguez úr leik

Argentínski landsliðsframherjinn Maxi Rodriguez hjá Atletico Madrid meiddist illa á hné í vináttuleik Argentínumanna og Spánverja í gærkvöldi. Spánverjar unnu leikinn 2-1, en ljóst er að Rodriguez verður lítið meira með á leiktíðinni og mun gangast undir aðgerð á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Saknar Larsons

Carlos Puyol, fyrirliði Barcelona og samherji Eiðs Smára Guðjohnsen, kveðst sakna sænska framherjans Henrik Larsson, sem yfirgaf herbúðir félagsins í sumar og gekk til liðs við Helsingborg í heimalandi sínu.

Fótbolti
Fréttamynd

Atletico ætlar alls ekki að selja Torres

Einhver þrálátasti orðrómur í knattspyrnuheiminum á liðnum áratug fór enn á ný á fullt í dag þegar breskir fjölmiðlar fullyrtu að Manchester United væri á höttunum eftir framherjanum Fernando Torres hjá Atletico Madrid. Forseti spænska félagsins er orðinn mjög þreyttur á að svara spurningum þessu tengt.

Fótbolti
Fréttamynd

Ætlar ekki að hætta eftir tvö ár

Talsmaður enska knattspyrnumannsins David Beckham vísar orðum forseta Real Madrid á bug, en forsetinn sagði í viðtali í dag að Beckham væri búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna eftir tvö ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Real hékk á jöfnu

Grannarnir í Madrid, Real og Atlético, skildu jafnir 1-1 í viðureign sinni í spænsku deildinni í dag. Mista kom gestunum í Atletico yfir á sjöttu mínútu með glæsilegu marki, en gulldrengurinn Raul jafnaði metin skömmu fyrir leikhlé. Sergio Ramos var svo vikið af leikvelli í síðari hálfleiknum en Atlético náði ekki að nýta sér liðsmuninn og vinna á Bernabeu - en það hefur ekki gerst á öldinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Atletico - Real Madrid í beinni á Sýn Extra klukkan 16

Sýn Extra verður með beina útsendingu frá leik grannliðanna Atletico Madrid og Real Madrid í spænska boltanum klukkan 16 í dag en leikurinn verður svo sýndur á Sýn klukkan 18:50 um leið og leik Fram og Gummersbach lýkur. Þá er rétt að minna á NFL leikinn sem verður í beinni á Sýn klukkan 20:50 en þar eigast við Cincinnati Bengals og New England Patriots.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður Smári stal senunni í sigri Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen gaf þjálfara sínum Frank Rijkaard góðan sigur í afmælisgjöf í dag þegar hann var í fyrsta skipti í byrjunarliði Barcelona í spænsku deildinni. Eiður skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar Barcelona vann sigur á þrjóskum Böskunum í Athletic Bilbao 3-1 á útivelli eftir að vera manni fleiri í 70 mínútur.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona í vandræðum - Eiður í sviðsljósinu

Evrópu- og Spánarmeistarar Barcelona eru í bullandi vandræðum gegn Athletic Bilbao í leik sem sýndur er beint á Sýn, en meistararnir eru undir þegar flautað hefur verið til leikhlés. Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona og var fljótur að koma sér í sviðsljósið í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður Smári í byrjunarliði Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona í dag þegar liðið sækir Baskana í Athletic Bilbao heim í spænska boltanum. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og hefst nú klukkan 20. Eiður er í framlínunni ástamt Leo Messi og er þetta fyrsti alvöru leikur Eiðs í byrjunarliði Katalóníuliðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Bilbao - Barcelona í beinni

Nú er að hefjast leikur Athletic Bilbao og Barcelona í spænska boltanum og er hann sýndur beint á Sýn klukkan 20. Eins og flestir vita verður Barcelona án síns helsta markaskorara í kvöld þar sem Samuel Eto´o er meiddur og því ætti að vera meiri möguleiki á að sjá okkar mann Eið Smára Guðjohnsen etja kappi við Baskana í kvöld.

Fótbolti