Náttúruhamfarir

Fréttamynd

Aurskriðuhætta og allt að fjöru­tíu metrar á sekúndu í hviðum

Gular veðurviðvaranir ganga í gildi víða á Suður- og Austurlandi síðdegis í dag og í kvöld. Búist er við norðaustan hvassviðri eða storm syðst á landinu síðdegis með snörpum vindhviðum við fjöll. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hvetur ferðalanga til að fylgjast vel með veðri og aðstæðum áður en lagt er af stað. Þá er búist er við úrhellis rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun með tilheyrandi skriðuhættu. Sumarið hefur verið mjög blautt og jarðvegur víða mettaður sem eykur lýkur á skriðuföllum að sögn sérfræðings.

Innlent
Fréttamynd

Hlaupið marki lík­lega upp­haf á aukinni virkni í Kötlu

Hlaupið í Mýrdalsjökli er í rénum og rafleiðni í Skálm hefur minnkað verulega. Unnið er að viðgerðum á þjóðveginum austan árinnar en hann varð fyrir verulegu tjóni. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands segir hlaupið líklega fyrirboða aukinnar virkni í Kötlu. 

Innlent
Fréttamynd

Engin merki um hlaupóróa lengur

Dregið hefur úr virkni í Mýrdalsjökli og hafa engin merki um hlaupóróa mælst síðasta sólarhringinn. Enn er þó sögð innistæða fyrir venjubundnum hlaupum sem verða úr jöklinum á sumrin.

Innlent
Fréttamynd

Á fjórða þúsund manna glímir við mikla elda í Kali­forníu

Miklir gróðureldar geisa í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum og ná þeir nú yfir tuttugu ferkílómetra svæði. Á fjórða þúsund viðbragðsaðila glímir við eldana en upptök þeirra eru rakin til brennandi bíls sem var velt út í gil í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Hringvegurinn opnaður en öku­menn beðnir um að sýna til­lits­semi

Hringvegurinn við Skálmarbrú var opnaður á ellefta tímanum í gærkvöldi, en með þeim takmörkunum að vegurinn er einbreiður. Umferð var stýrt með ljósum yfir brúna í nótt, eftir því sem kemur fram á vef Vegagerðarinnar, en fjöldi ökumanna beið eftir að komast leiðar sinnar í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Ó­ljóst hvað veldur svo stórum jökul­hlaupum

Veðurfræðingur segir líklegt að jökulhlaup úr Mýrdalsjökli hafi þegar náð hámarki. Jökulhlaup verði á hverju sumri en óljóst sé hvað veldur því að sum séu stærri en önnur. Sem fyrr sé möguleiki á eldgosi í Kötlu. 

Innlent
Fréttamynd

„Vitum ekki til þess að nokkur hafi verið í hættu“

Óvissustig er í gildi vegna jökulhlaups úr Mýrdalsjökli. Lögreglustjórinn á Suðurlandi segist ekki vitað til þess að neinn hafi verið í hættu og segir aðgerðir hafa gengið vel. Fyrir liggur að hlaupið er á pari við jökulhlaupið í Múlakvísl 2011. 

Innlent
Fréttamynd

„Rúm tuttugu ár síðan við sáum þessa þróun fyrir“

Oddviti Skaftárhrepps segist hafa í allt að aldarfjórðung séð fyrir að atburðarás á borð við  þá sem varð í dag þegar jökulhlaup varð úr Mýrdalsjökli, gæti gerst. Hann segir stærðargráðu hlaupsins slíka að það hefði valdið tjóni sem þessu hvar sem það hefði orðið. 

Innlent
Fréttamynd

Lýsa yfir ó­vissu­stigi og skipa fólki að yfir­gefa svæðið

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jökulhlaups úr Mýrdalsjökli. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi beinir því eindregið til fólks að halda sig frá svæðinu milli Skaftártungu og Víkur í Mýrdal. Áhyggjur eru af gosmengun og þá hefur vatn flætt yfir hringveginn og fleiri vegi á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja saknað eftir aurskriðu í Ölpunum

Þriggja er saknað eftir að bálviðri og úrhelli olli aurskriðu í Alpadalnum Misox in Graubuenden í Sviss. Einni konu tókst að bjarga úr skriðunni en hinna þriggja er enn leitað.

Erlent
Fréttamynd

Sinubruni ógnar einum uppáhaldsgolfvelli ís­lenskra ferða­manna

Stór eldur logar í sinu við á Orihuela Costa á sunnanverðum Spáni. Eldurinn er nokkuð umfangsmikill og logar á milli golfvallanna við Campoamor og Las Ramblas, báðir eru mjög vinsælir meðal íslenskra ferðamanna og golfunnenda og eiga margir Íslendingar sumarhús á svæðinu.

Erlent