Ítalski boltinn

Fréttamynd

Moratti: Allt orðið eðlilegt á nýjan leik

Massimo Moratti, forseti Inter, andaði aftur eðlilega um helgina. Hann sagði að hlutirnir væru aftur orðnir eðlilegir hjá félaginu. Claudio Ranieri stýrði sínum fyrsta leik um helgina en Gian Piero Gasperini var rekinn eftir aðeins fimm leiki.

Fótbolti
Fréttamynd

Pato frá í fjórar vikur

Brasilíumaðurinn Pato hjá AC Milan verður frá næstu fjórar vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Udinese í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Ranieri ráðinn þjálfari Inter

Claudio Ranieri fékk enn eitt risastarfið í fótboltanum í dag er hann var ráðinn þjálfari Inter í stað Gian Piero Gasperini sem fékk að taka pokann sinn eftir aðeins nokkra leiki.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan og Inzaghi snúa aftur

Læknaliði AC Milan gengur vel að koma Zlatan Ibrahimovic aftur á lappir og svo gæti farið að hann spili um helgina. Það er nokkuð fyrr en búist var við er hann meiddist.

Fótbolti
Fréttamynd

Gasperini rekinn frá Inter

Þjálfaraferill Gian Piero Gasperini hjá Inter var stuttur því hann var í morgun rekinn frá félaginu. Inter hefur gengið hörmulega í upphafi leiktíðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Buffon fer aldrei frá Juventus

Þó svo markvörðurinn Gianlugi Buffon hafi verið margoft orðaður við fjölda stórliða í Evrópu hefur hann haldið tryggð við Juventus. Hann stefnir á að klára feril sinn hjá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Mörkin stóðu ekki á sér í ítalska boltanum

Sjö leikir fóru fram í ítölsku seríu A-deildinni í dag og mörkin stóðu ekki á sér. Helst ber að nefna að Juventus rústaði Parma 4-1 með mörkum frá Stephan Lichtsteiner, Simone Pepe, Arturo Vidal og Claudio Marchisio.

Fótbolti
Fréttamynd

Vucinic rændur um hábjartan dag

Mirko Vucinic, framherji Juventus, lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að vera rændur um hábjartan dag í Tórínó. Tveir þjófar á vespu rændu hann öllu sem hann var með á sér.

Fótbolti
Fréttamynd

Stuttur samningur í höfn - verkfallinu á Ítalíu lokið

Ítalska A-deildin getur loksins farið af stað eftir landsleikjahléið eftir að deiluaðilar skrifuðu undir nýjan samning í dag. Leikmannasamtökin og ítalska deildin komu sér saman um að skrifa undir stuttan samning sem rennur út strax í júní.

Fótbolti
Fréttamynd

Hargreaves og Inzaghi spila ekki í Meistaradeildinni

Félögin 32 sem skipa riðlana átta í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu þurfa að skila 25 manna lista til evrópska knattspyrnusambandsins í dag. Nú þegar er ljóst að tvö stór nöfn komast ekki í hópinn hjá félögum sínum. Owen Hargreaves hjá Manchester City og Filippo Inzaghi framherji AC Milan.

Fótbolti
Fréttamynd

Forlan kominn til Inter - samdi til tveggja ára

Diego Forlan, landsliðsmaður Úrúgvæ og besti leikmaðurinn á HM í fótbolta í fyrrasumar, mun spila með Inter Milan á Ítalíu næstu tvö árin en Inter gekk í dag frá kaupum á honum frá spænska félaginu Atletico Madrid. Forlan samdi til ársins 2013 en þessi félagsskipti hafa legið í loftinu í nokkrar vikur.

Fótbolti
Fréttamynd

Forlan á leið til Inter

Diego Forlan, leikmaður Atletico Madrid á Spáni, er á leið til Inter á Ítalíu að sögn knattspyrnustjóra fyrrnefnda liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Aquilani búinn að skrifa undir samning við AC Milan til 2014

Alberto Aquilani er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við ítalska liðið AC Milan þótt að hann komi þangað aðeins á láni frá Liverpool út þessa leiktíð. AC Milan fær hinsvegar forkaupsrétt á Alberto Aquilani spili hann 25 leiki eða fleiri með liðinu á tímabilinu og það má búast við því að hans framtíð verði því í Mílanóborg.

Fótbolti
Fréttamynd

Knattspyrnumenn á Ítalíu í verkfall

Degi eftir að verkfallsaðgerðum knattspyrnumanna á Spáni var hætt hefur nú verið tilkynnt að engir leikir fari fram í ítölsku úrvalsdeildinni um helgina vegna verkfalls samtaka knattspyrnumanna þar í landi.

Fótbolti
Fréttamynd

Eto'o er þakklátur Inter

Samuel Eto'o hefur sent Inter og stuðningsmönnum þess þakkarbréf fyrir þann tíma sem hann var hjá félaginu. Hann er nú genginn til liðs við Anzhi í Rússlandi og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið.

Fótbolti