Ítalski boltinn

Fréttamynd

Mourinho fékk eins leiks bann og 2,7 milljóna sekt

Jose Mourinho, þjálfari ítalska liðsins Inter, var rekinn af bekknum í 2-1 sigri sinna manna á Cagliari um helgina. Hann hefur í framhaldinu verið dæmdur í eins leiks bann og skyldaður til að borga 15 þúsund evra sekt eða um 2,7 milljónir íslenskra króna.

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan og Inter með sigra - Samdoria á toppinn

Mílanóborgarfélögin AC Milan og Inter náðu bæði að vinna sína leiki í Serie A-deildinni í dag. AC Milan vann 1-0 sigur gegn Bologna á heimavelli en Hollendingurinn Clarence Seedorf skoraði eina mark leiksins fyrir heimamenn.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus skaust á toppinn á Ítalíu

Juventus heldur góðu gengi sínu áfram undir stjórn Ciro Ferrara með 2-0 sigri gegn Livorno í Serie A-deildinni í kvöld. Vincenzo Laquinta og Claudio Marchisio skoruðu mörk Juventus sem er búið að vinna alla fjóra deildarleiki sína til þessa og situr í toppsæti deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Markvörður Lazio vekur áhuga á stórliða á Englandi

Samkvæmt heimildum vefmiðilsins Tuttomercatoweb.com eru ensku félögin Manchester United, Manchester City og Arsenal öll áhugasöm á að fá markvörðinn Fernando Muslera í sínar raðir en þessi 23 ára gamli landsliðsmaður Úrúgvæ leikur með Lazio.

Fótbolti
Fréttamynd

Verður Ronaldinho áfram á bekknum hjá AC Milan?

Leonardo, þjálfari AC Milan, stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun fyrir leik liðsins á móti Bologna í ítölsku deildinni á sunnudaginn. Hann þarf að ákveða það hvort að Ronaldinho verði áfram á varamannabekknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Galliani: Inzaghi er ótrúlegur

Varaforsetinn Adriano Galliani hjá AC Milan hrósaði hinum 36 ára gamla markvarðahrelli Filippo Inzaghi í hástert eftir tvennu hans í 1-2 sigrinum á Marseille í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Eto’o á skotskónum í 2-0 sigri Inter á Parma

Samuel Eto’o og Diego Milito skoruðu mörk Inter í 2-0 sigri á Parma í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Inter er því tveimur stigum á eftir Juventus og Sampdoria sem hafa bæði unnið fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Wenger hefur mikla trú á Mario Balotelli hjá Inter

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur mikla trú á Mario Balotelli hjá Inter og spáir því að hann verði spútnikstjarna Meistaradeildarinnar á þessu tímabili. Balotelli þykir vera hæfileikaríkur framherji en hann er einnig þekktur fyrir það að hafa litla stjórn á skapi sínu.

Fótbolti
Fréttamynd

Galliani: Berlusconi er ekki knattspyrnustjóri AC Milan

Varaforsetinn Adriano Galliani hjá AC Milan ítrekar í viðtali við Gazzetta dello Sport í dag að staða knattspyrnustjórans Leonardo sé ekki í hættu en hann var gagnrýndur af Silvio Berlusconi, eiganda og forseta AC Milan, eftir 0-4 rassskellinguna í nágrannaslagnum gegn Inter á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho neitar að hafa gefið viðtal

Þótt ótrúlegt megi virðast þá er Jose Mourinho með talsmann þó svo hann tali mikið sjálfur. Að sögn talsmannsins talaði Mourinho þó ekki við spænska blaðið El Mundo Deportivo á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ranieri tekinn við Roma

Claudio Ranieri var ekki atvinnulaus lengi líkt og oft áður. Hann hefur verið ráðinn þjálfari hjá Roma og tekur hann við þjálfarastöðunni af Luicano Spalletti.

Fótbolti
Fréttamynd

Spalletti hættur hjá Roma

Luciano Spalletti hefur gefið það út að hann sé hættur sem knattspyrnustjóri AS Roma og halda ítalskir fjölmiðlar því fram að Claudio Ranieri muni taka við.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter kjöldró AC Milan

Það var sannkallaður stórleikur í ítalska boltanum í kvöld þegar Mílanóliðin, Inter og AC Milan, mættust á San Siro.

Fótbolti
Fréttamynd

Chelsea gæti bundið enda á feril Mutu

Rúmenski knattspyrnumaðurinn, Adrian Mutu, er í vondum málum. Ef hann greiðir Chelsea ekki rúmar 17 milljónir evra fyrir mánudag gæti knattspyrnuferill hans verið á enda.

Fótbolti