Ítalski boltinn

Fréttamynd

Ummæli Mourinho til skoðunar

Aganefnd ítalska knattspyrnusambandsins hefur staðfest að hún ætli að skoða nánar ummæli sem Jose Mourinho þjálfari Inter lét falla um mótherja sína í ítölsku A-deildinni á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Lazio vann Juventus heima

Lazio vann Juventus 2-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum ítölsku bikarkeppninnar. Juventus komst yfir í leiknum en Lazio gafst ekki upp og náði að innbyrða sigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Stóll Ancelotti ansi heitur

„Carlo Ancelotti verður áfram ef við endum í þriðja sæti," sagði Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, í samtali við Gazzetta dello Sport. Staða Ancelotti sem þjálfari félagsins er alls ekki örugg.

Fótbolti
Fréttamynd

Kaladze undir hnífinn

Kakha Kaladze, varnarmaður AC Milan, leikur ekki meira á þessu tímabili en hann gekkst undir uppskurð á hné í dag. Þessi georgíski landsliðsmaður fór í skoðun hjá virtum læknum í morgun og var ákveðið að framkvæma uppskurð samstundis.

Fótbolti
Fréttamynd

Diego vill fara til Juventus

Faðir og umboðsmaður brasilíska miðjumannsins Diego hjá Werder Bremen hefur mikinn hug á að koma drengnum í raðir Juventus á Ítalíu. Hann segir Diego langa að spila fyrir ítalska félagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Crespo fer frá Inter í sumar

Hernan Crespo ætlar að yfirgefa ítalska úrvalsdeildarfélagið Inter nú í sumar enda hefur hann fá tækifæri fengið á yfirstandandi tímabili.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter og Roma skildu jöfn í markaleik

Inter Milan og Roma gerðu 3-3 jafntefli í fjörugum kvöldleik í ítölsku A-deildinni og fyrir vikið er forysta meistaranna orðin sjö stig á Juventus sem er í öðru sæti.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus heldur í vonina

Juventus vann mikilvægan 1-0 sigur á Napoli í ítalska boltanum í kvöld. Það var Claudio Marchisio sem skoraði eina mark leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Galliani vitnaði í Mark Twain

Adriano Galliani varaforseti AC Milan vitnaði í bandaríska skáldið Mark Twain þegar hann hitti miðjumanninn Kaka fyrst eftir að ljóst varð að hann færi ekki til Manchester City fyrir metfé í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan gæti boðið í Eto´o í sumar

Ítalska blaðið Gazzetta Dello Sport segir að forráðamenn AC Milan hafi þegar sett sig í samband við framherjann Samuel Eto´o hjá Barcelona sem og umboðsmann hans um að ganga í raðir Milan í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Kaka íhugaði að fara frá Milan

Miðjumaðurinn Kaka hjá AC Milan hefur viðurkennt að hann hafi hugsað sig vel um áður en hann hafnað tækifærinu til að ganga í raðir Manchester City fyrir metupphæð í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Agger í ítalska boltann?

Framtíð danska varnarmannsins Daniel Agger hjá Liverpool er í óvissu. Lið á Ítalíu fylgjast grannt með gangi mála en Inter og Juventus hafa bæði áhuga á Agger og einnig hefur heyrst af áhuga AC Milan.

Fótbolti
Fréttamynd

Adriano í bann fyrir að skora með hendi?

Ítalska knattspyrnusambandið mun á morgun funda um markið sem Adriano skoraði fyrir Inter gegn AC Milan á sunnudag. Markið átti aldrei að standa þar sem sá brasilíski skoraði með hendinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Cassano til Juventus?

Juventus hefur staðfest áhuga sinn á sóknarmanninum Antonio Cassano hjá Sampdora. Félagið horfir til þessa 26 ára leikmanns sem arftaka Alessandro Del Piero sem líklega leggur skóna á hilluna á næsta ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Nesta fer aftur í bakuppskurð

Forráðamenn AC Milan hafa staðfest að varnarmaðurinn Alessandro Nesta muni gangast undir aðgerð vegna bakmeiðsla í fyrramálið, þar sem skurðlæknar munu freista þess að bjarga ferli hins 32 ára gamla fyrrum landsliðsmanns.

Fótbolti
Fréttamynd

Galaxy og Milan enn í viðræðum

Sky fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að viðræður milli LA Galaxy og AC Milan vegna David Beckham séu enn lifandi þrátt fyrir að frestur sem gefin var til að klára málið hafi runnið út á föstudaginn.

Fótbolti