Stytting vinnuvikunnar hjá grunnskólakennurum Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 5. september 2024 11:02 Síðan ákveðið var að innleiða styttingu vinnutíma hjá grunnskólakennurum hef ég lagt höfuðið í bleyti og reynt að sjá fyrir mér þennan gjörning raungerast í sátt miðað við þær forsendur sem eru gefnar. Samkvæmt kjarasamningi Félags grunnskólakennara við Sveitarfélögin er markmiðið með styttingu vinnutíma hjá kennurum að stuðla að umbótum í skólastarfi, bæta vinnustaðamenningu og að auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess að draga úr skilvirkni og gæðum í starfsemi skóla. Einnig á að tryggja betur gagnkvæman sveigjanleika og stuðla þannig að bættum lífskjörum. En þessi breyting á skipulagi vinnutíma á að öðru óbreyttu ekki að leiða til breytinga á launum eða launakostnaði sveitarfélaga. Forsenda breytinganna er því sú að starfsemi skóla/vinnustaðar raskist ekki, að skólastarf sé af sömu eða betri gæðum og áður en jafnframt að enginn kostnaður hljótist af. Það eru takmörk fyrir því hvað er hægt að nýta tímann vel og hlaupa hratt í vinnunni en kennarar hafa hlaupið á hamstrahjólinu í mörg ár. Ég veit ekki um neinn kennara sem nýtir tímann illa í vinnunni og flestir eru með það marga bolta á lofti í einu að það kemur engum á óvart innan stéttarinnar hversu hátt hlutfall kennara endar í kulnun. Mér blöskrar stundum sjálfri þegar ég tek mér matarpásu á minni starfsstöð og sú hugsun læðist að mér að þær mínútur sem ég tek í mat eru mínútur sem ég gæti nýtt í undirbúning. Því kennsla er þess eðlis að þú mætir ekki óundirbúinn og það sem þú nærð ekki að undirbúa á vinnustað þarf að undirbúa heima. Í kjarasamningum kennara kveður á um sveigjanlegan vinnutíma upp að vissu marki sem þýðir að kennarar geta unnið hluta vinnu sinnar utan vinnustaðar ef þeir kjósa og hagað þannig hluta vinnu sinnar eftir hentugleika. Ég hef langa starfsreynslu sem kennari og tel mig nýta tíma minn vel en þrátt fyrir það þá næ ég oft ekki að undirbúa mig innan þess ramma sem mér er settur sem leiðir til þess að í gegnum árin hef ég gefið samfélaginu umframvinnu mína og er ástæðan sú að fyrr hætti ég að vinna sem kennari en að mæta óundirbúin í kennslu. Sem kennari hef ég ákveðna vinnuskyldu og mér ber að skila mínu en oft er rangt gefið því verkefnum grunnskólans fer fjölgandi. Ef ég sem kennari fer í styttingu vinnuvikunnar þá segi ég ekki við nemendur mína að þeir geti líka tekið sér styttingu heldur er annar kennari sem leysir mig af á meðan ég er í leyfi. Eins og þetta blasir við mér hlýtur að fylgja þessu einhver röskun á skólastarfinu og þar með gæðum þess. Slíkri röskun fylgir óhjákvæmilega kostnaður og ég sé ekki hvernig vinnustaðamenningin verði samhliða þessu bættari og að þetta stuðli að umbótum í starfinu. Myndi það hvarfla að þér að senda svæfingalækni í styttingu vinnuvikunnar og segja hinum á gólfinu að redda aðgerðinni án nokkurrar röskunar, gæðaskerðingar eða kostnaðar? Í ljósi þess sem ég hef talið upp hér að framan þá sé ég ekki að hægt sé að stytta vinnutíma kennara án þess að minnka kennsluskyldu þeirra og leggja aukið fjármagn til verkefnisins. Við kennarar erum búnir að hafa góðan tíma til að velta þessu með vinnutímastyttinguna fyrir okkur og fjölmargar útfærslur hafa verið reyndar í ólíkum skólum til að láta hana ganga upp með tilliti til settra forsendna. Þrátt fyrir það hef ég ekki enn hitt kennara sem sér styttinguna ganga upp án þess að minnka kennsluskylduna. Nemendur eru ekki bunki af verkefnum á skrifborði sem getur beðið afgreiðslu. Kennarar geta heldur ekki sífellt hlaupið hraðar til að taka á sig ný verkefni eða aðlaga starfið að breyttum reglum. Eitthvað lætur undan á endanum eða ber með sér aukinn kostnað. Fyrir mitt leyti er stytting vinnuvikunnar aukið álag á kennara og ekki til þess fallið að létta á neinu nema til þess komi að kennsluskyldan minnki. Það kostar peninga. Höfundur er grunnskólakennari í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Stytting vinnuvikunnar Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Síðan ákveðið var að innleiða styttingu vinnutíma hjá grunnskólakennurum hef ég lagt höfuðið í bleyti og reynt að sjá fyrir mér þennan gjörning raungerast í sátt miðað við þær forsendur sem eru gefnar. Samkvæmt kjarasamningi Félags grunnskólakennara við Sveitarfélögin er markmiðið með styttingu vinnutíma hjá kennurum að stuðla að umbótum í skólastarfi, bæta vinnustaðamenningu og að auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess að draga úr skilvirkni og gæðum í starfsemi skóla. Einnig á að tryggja betur gagnkvæman sveigjanleika og stuðla þannig að bættum lífskjörum. En þessi breyting á skipulagi vinnutíma á að öðru óbreyttu ekki að leiða til breytinga á launum eða launakostnaði sveitarfélaga. Forsenda breytinganna er því sú að starfsemi skóla/vinnustaðar raskist ekki, að skólastarf sé af sömu eða betri gæðum og áður en jafnframt að enginn kostnaður hljótist af. Það eru takmörk fyrir því hvað er hægt að nýta tímann vel og hlaupa hratt í vinnunni en kennarar hafa hlaupið á hamstrahjólinu í mörg ár. Ég veit ekki um neinn kennara sem nýtir tímann illa í vinnunni og flestir eru með það marga bolta á lofti í einu að það kemur engum á óvart innan stéttarinnar hversu hátt hlutfall kennara endar í kulnun. Mér blöskrar stundum sjálfri þegar ég tek mér matarpásu á minni starfsstöð og sú hugsun læðist að mér að þær mínútur sem ég tek í mat eru mínútur sem ég gæti nýtt í undirbúning. Því kennsla er þess eðlis að þú mætir ekki óundirbúinn og það sem þú nærð ekki að undirbúa á vinnustað þarf að undirbúa heima. Í kjarasamningum kennara kveður á um sveigjanlegan vinnutíma upp að vissu marki sem þýðir að kennarar geta unnið hluta vinnu sinnar utan vinnustaðar ef þeir kjósa og hagað þannig hluta vinnu sinnar eftir hentugleika. Ég hef langa starfsreynslu sem kennari og tel mig nýta tíma minn vel en þrátt fyrir það þá næ ég oft ekki að undirbúa mig innan þess ramma sem mér er settur sem leiðir til þess að í gegnum árin hef ég gefið samfélaginu umframvinnu mína og er ástæðan sú að fyrr hætti ég að vinna sem kennari en að mæta óundirbúin í kennslu. Sem kennari hef ég ákveðna vinnuskyldu og mér ber að skila mínu en oft er rangt gefið því verkefnum grunnskólans fer fjölgandi. Ef ég sem kennari fer í styttingu vinnuvikunnar þá segi ég ekki við nemendur mína að þeir geti líka tekið sér styttingu heldur er annar kennari sem leysir mig af á meðan ég er í leyfi. Eins og þetta blasir við mér hlýtur að fylgja þessu einhver röskun á skólastarfinu og þar með gæðum þess. Slíkri röskun fylgir óhjákvæmilega kostnaður og ég sé ekki hvernig vinnustaðamenningin verði samhliða þessu bættari og að þetta stuðli að umbótum í starfinu. Myndi það hvarfla að þér að senda svæfingalækni í styttingu vinnuvikunnar og segja hinum á gólfinu að redda aðgerðinni án nokkurrar röskunar, gæðaskerðingar eða kostnaðar? Í ljósi þess sem ég hef talið upp hér að framan þá sé ég ekki að hægt sé að stytta vinnutíma kennara án þess að minnka kennsluskyldu þeirra og leggja aukið fjármagn til verkefnisins. Við kennarar erum búnir að hafa góðan tíma til að velta þessu með vinnutímastyttinguna fyrir okkur og fjölmargar útfærslur hafa verið reyndar í ólíkum skólum til að láta hana ganga upp með tilliti til settra forsendna. Þrátt fyrir það hef ég ekki enn hitt kennara sem sér styttinguna ganga upp án þess að minnka kennsluskylduna. Nemendur eru ekki bunki af verkefnum á skrifborði sem getur beðið afgreiðslu. Kennarar geta heldur ekki sífellt hlaupið hraðar til að taka á sig ný verkefni eða aðlaga starfið að breyttum reglum. Eitthvað lætur undan á endanum eða ber með sér aukinn kostnað. Fyrir mitt leyti er stytting vinnuvikunnar aukið álag á kennara og ekki til þess fallið að létta á neinu nema til þess komi að kennsluskyldan minnki. Það kostar peninga. Höfundur er grunnskólakennari í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun