Vilja stytta vinnuvikuna enn frekar Lillý Valgerður Pétursdóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 6. desember 2022 23:18 Friðrik Jónsson, formaður BHM segir styttingu vinnuvikunnar hafa tekist mjög vel. Starfsfólk sé ánægt með breytinguna. Nú þurfi vinnulöggjöfin að breytast og óskað sé eftir því að vinnuvikan sé stytt enn frekar. Ný skýrsla KPMG um það hvernig stytting vinnuvikunnar hefur tekist sýnir að fólk sé almennt ánægt með styttinguna. Sömuleiðis hafi launakostnaður ekki hækkað. Styttingin var tilraunaverkefni og var stofnunum ríkisins heimilt að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 stundir. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra segir ekki tímabært að ræða vinnuvikuna frekar og nauðsynlegt sé að tryggja að fyrri markmiðum sé náð með góðum árangri áður en frekari skref séu tekin. Þúsundir starfsfólks hafa nú upplifað styttingu vinnuvikunnar á eigin skinni og segir formaður BHM að vinnulöggjöfin þurfi að endurspegla raunveruleikann. Kjarasamningar losna hjá félaginu í mars á næsta ári og hefur BHM lýst því yfir meðal annars að þau vilji að vinnuvikan verði stytt enn frekar eða niður í 35 klukkustundir. „Við höfum sett fram þá megin stefnu í BHM að við viljum gjarnan sjá 35 tíma vinnuviku, 32 stunda vinnuviku í vaktavinnu. En það sem við setjum fram í okkar megin áherslum er að við viljum gjarnan sjá að vinnulöggjöfin endurspegli þann raunveruleika sem þegar er orðinn á íslenskum vinnumarkaði. Það er að segja, vinnulöggjöfin segir í dag að vinnuvikan sé 40 vinnustundir, í reynd er hún komin niður í 36 stundir. […] þá er eðlilegt að vinnulöggjöfin fari að minnsta kosti að endurspegla þennan raunveruleika,“ sagði Friðrik. Viðtalið við Friðrik sem og við fjármálaráðherra má sjá að ofan. Viðtal Friðriks hefst á 01:33. Kjaramál Stytting vinnuvikunnar Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ekki tímabært að ræða frekari styttingu Ekki er tímabært að ræða frekari styttingu á vinnuvikunni líkt og verkalýðshreyfingin kallar eftir, að mati fjármálaráðherra. Hann segir útfærsluna hafa verið áskorun. 6. desember 2022 19:20 Stofnanir fóru alla leið með styttingu vinnutímans en fylgdu ekki lykilmarkmiðum Meirihluti stofnana ríkisins innleiddi hámarksstyttingu vinnutímans án þess að fylgja eftir markmiðum um gagnkvæman ávinning, skilvirkni og gæði þjónustu. Þetta er á meðal niðurstaðna í KPMG sem vann stöðumat fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið um innleiðingu betri vinnutíma í dagvinnu. 6. desember 2022 15:45 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Ný skýrsla KPMG um það hvernig stytting vinnuvikunnar hefur tekist sýnir að fólk sé almennt ánægt með styttinguna. Sömuleiðis hafi launakostnaður ekki hækkað. Styttingin var tilraunaverkefni og var stofnunum ríkisins heimilt að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 stundir. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra segir ekki tímabært að ræða vinnuvikuna frekar og nauðsynlegt sé að tryggja að fyrri markmiðum sé náð með góðum árangri áður en frekari skref séu tekin. Þúsundir starfsfólks hafa nú upplifað styttingu vinnuvikunnar á eigin skinni og segir formaður BHM að vinnulöggjöfin þurfi að endurspegla raunveruleikann. Kjarasamningar losna hjá félaginu í mars á næsta ári og hefur BHM lýst því yfir meðal annars að þau vilji að vinnuvikan verði stytt enn frekar eða niður í 35 klukkustundir. „Við höfum sett fram þá megin stefnu í BHM að við viljum gjarnan sjá 35 tíma vinnuviku, 32 stunda vinnuviku í vaktavinnu. En það sem við setjum fram í okkar megin áherslum er að við viljum gjarnan sjá að vinnulöggjöfin endurspegli þann raunveruleika sem þegar er orðinn á íslenskum vinnumarkaði. Það er að segja, vinnulöggjöfin segir í dag að vinnuvikan sé 40 vinnustundir, í reynd er hún komin niður í 36 stundir. […] þá er eðlilegt að vinnulöggjöfin fari að minnsta kosti að endurspegla þennan raunveruleika,“ sagði Friðrik. Viðtalið við Friðrik sem og við fjármálaráðherra má sjá að ofan. Viðtal Friðriks hefst á 01:33.
Kjaramál Stytting vinnuvikunnar Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ekki tímabært að ræða frekari styttingu Ekki er tímabært að ræða frekari styttingu á vinnuvikunni líkt og verkalýðshreyfingin kallar eftir, að mati fjármálaráðherra. Hann segir útfærsluna hafa verið áskorun. 6. desember 2022 19:20 Stofnanir fóru alla leið með styttingu vinnutímans en fylgdu ekki lykilmarkmiðum Meirihluti stofnana ríkisins innleiddi hámarksstyttingu vinnutímans án þess að fylgja eftir markmiðum um gagnkvæman ávinning, skilvirkni og gæði þjónustu. Þetta er á meðal niðurstaðna í KPMG sem vann stöðumat fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið um innleiðingu betri vinnutíma í dagvinnu. 6. desember 2022 15:45 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Ekki tímabært að ræða frekari styttingu Ekki er tímabært að ræða frekari styttingu á vinnuvikunni líkt og verkalýðshreyfingin kallar eftir, að mati fjármálaráðherra. Hann segir útfærsluna hafa verið áskorun. 6. desember 2022 19:20
Stofnanir fóru alla leið með styttingu vinnutímans en fylgdu ekki lykilmarkmiðum Meirihluti stofnana ríkisins innleiddi hámarksstyttingu vinnutímans án þess að fylgja eftir markmiðum um gagnkvæman ávinning, skilvirkni og gæði þjónustu. Þetta er á meðal niðurstaðna í KPMG sem vann stöðumat fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið um innleiðingu betri vinnutíma í dagvinnu. 6. desember 2022 15:45
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum