Meistaradeildin

Fréttamynd

„Erum ekki komnir áfram“

Andy Robertson, varnarmaður Liverpool, fór sér engu óðslega í yfirlýsingum þrátt fyrir öruggan útisigur Liverpool á Inter Milan í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Pep: „Við getum gert betur“

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var aðlilega ánægður með úrslitin eftir að liðið vann 5-0 sigur gegn Sporting Lissabon í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann segir þó að liðið geti gert betur.

Fótbolti
Fréttamynd

Mbappé reyndist hetja PSG

Kylian Mbappé reyndist hetja Paris Saint-Germain er liðið tók á móti Real Madrid í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lokatölur urðu 1-0, en Mbappé skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Nýi Mourinho trúir á kraftaverk og ætlar að gera City grikk

Fæstir búast við því að Portúgalsmeistarar Sporting eigi mikla möguleika gegn Englandsmeisturum Manchester City í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. En Sporting hefur sýnt að liðinu eru allir vegir færir undir stjórn eins efnilegasta þjálfara Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Uppfært: Drátturinn sem úrskurðaður var ógildur

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, tveir af bestu knattspyrnumönnum sögunnar, mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta með liðum Manchester United og PSG. Dregið var í beinni útsendingu á Vísi dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Salzburg og Lille fóru áfram úr opnasta riðlinum

Það var allt galopið fyrir lokaumferð G-riðils í Meistaradeild Evrópu. Öll fjögur liðin áttu möguleika á að komast áfram. Það fór hins vegar þannig að Lille og Salzburg fóru upp úr riðlinum eftir leiki kvöldsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern og Ben­fi­ca sendu Barcelona í Evrópu­deildina

Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu er lokið. Eftir kvöldið er ljóst að Barcelona er á leið í Evrópudeildina eftir áramót en liðið átti aldrei möguleika er það sótti Bayern München heim. Þá vann Benfica öruggan sigur á Dynamo Kíev.

Fótbolti
Fréttamynd

Magomed Ozdoev tryggði Juventus toppsætið

Timo Werner skoraði tvívegis er Chelsea gerði 3-3 jafntefli á útivelli við Zenit St. Pétursborg í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það þýddi að Juventus vann riðilinn þökk sé 1-0 sigri á Malmö.

Fótbolti