Grunnskólar

Fréttamynd

Þúsundir barna bætast við um­ferðina

Haustin eru tími eftirvæntingar og nýs upphafs. Brátt hefja skólarnir göngu sína og göturnar fyllast af léttfættum skólabörnum með litla bakpoka. Þúsundir barna fara nú daglega út í umferðina – ýmist gangandi, hjólandi eða í bíl.

Skoðun
Fréttamynd

Göngu- og hjóla­brú við Duggu­vog opnuð síð­degis í dag

Göngubrú yfir Sæbraut verður opnuð fyrir gangandi og hjólandi síðdegis í dag. Búið er að gera öryggisúttekt á brúnni og verða girðingar umhverfis framkvæmdasvæði fjarlægðar síðdegis í dag. Brúnni er ætlað að bæta umferðaröryggi verulega fyrir vegfarendur milli nýrrar Vogabyggðar og Vogahverfis, ekki síst fyrir skólabörn í Vogaskóla. 

Innlent
Fréttamynd

Guð­björg ráðin skóla­stjóri í tólfta grunn­skóla Hafnar­fjarðar

Guðbjörg Norðfjörð Elísdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Hamranesskóla sem reiknað er með að taki til starfa haustið 2026. Skólinn verður tólfti grunnskólinn í Hafnarfjarðarbæ, sá tíundi sem bærinn rekur en þar eru einnig sjálfstætt starfandi skólarnir Barnaskóli Hjallastefnunnar og Nú. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég hef engar vís­bendingar fengið um að þetta sé að gerast“

Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir engar áþreifanlegar vísbendingar komið fram um að skólastjórnendur Breiðholtsskóla hefðu fegrað einkunnir. Gott sé að fá gagnrýni á ytra mat en nýlega hafi verið ákveðið að leggja sérstaka áherslu á innra mat.

Innlent
Fréttamynd

Neyðast til að endur­byggja grunn­skólann vegna myglu

Mygla kom upp í Grunnskólanum á Þórshöfn fyrr í vor. Sveitastjórnin stendur nú frammi fyrir vali um að rífa og byggja nýjan skóla á sama grunni eða reisa glænýjan skóla, en báðar lausnir kosta hundruði milljóna króna. Sveitarstjóri segir málið áfall fyrir kennslu á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

„Hann er að eigna sér eitt­hvað sem hann á ekki“

Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir það hálfgerðan yfirgang af hendi forsvarsmanna líkamsræktarstöðvarinnar World Class að krefjast þess að hagsmunir rekstrarins gangi fram fyrir heilsu og menntun 450 grunnskólabarna. 

Innlent
Fréttamynd

Krefjast bóta verði ekki fallið frá á­formum um skólaþorp

Eigendur líkamsræktarstöðvarinnar World Class mótmæla breytingum á aðalskipulagi sem þau segja brjóti gegn óbeinum eignarétti þeirra á bílastæðum í Laugardalnum. World Class hefur fengið afnot af bílastæðum gjaldfrjálst í rúm tuttugu ár en þar á að rísa skólaþorp. Forsvarsmenn stöðvarinnar krefjast bóta verði ekki fallið frá áformunum.

Innlent
Fréttamynd

„Fáum við ein­kunn fyrir þetta?“

Undanfarin misseri hafa átt sér stað miklar umræður um skólamál og skólakerfið í heild sinni jafnvel gjaldfellt, sér í lagi grunnskólinn. Umhverfi grunnskólans hefur breyst mikið frá því sem var. Það er fagnaðarefni að fólk hafi áhuga á því gríðarlega mikilvæga starfi sem þar fer fram en um leið er mikilvægt að umræðan sé á uppbyggilegum nótum.

Skoðun
Fréttamynd

Fall­ein­kunn skóla­kerfis?

Elsta barnið mitt, fætt 1998, lauk menntaskóla eftir fjögur ár af miklum og góðum lærdómi. Efnið var það mikið að sitja þurfti stíft við og langir voru námsdagarnir til að tryggja góðan námsárangur.

Skoðun
Fréttamynd

Stærsti ár­gangur sögunnar fer í fram­halds­skóla: „Það verður þétt setið í skóla­stofunni“

Fram­halds­skólarnir fjölguðu flestir inn­rituðum nem­endum um tíu pró­sent miðað við fyrri ár til að koma öllum að í haust. Skóla­meistarar segja það hafa verið ærið verkefni en hafi tekist með því að fjölga í bekkjum og hópum. Inn­ritunarár­gangurinn fæddist árið 2009. Þá fæddust 5.026 börn á Ís­landi og hafa aldrei fæðst jafn mörg börn á einu ári hérlendis. 

Innlent
Fréttamynd

Nú hefst sam­ræmt próf í stærð­fræði

Kaldur sviti, hraður hjartsláttur og þvalir lófar. Einbeitingin það mikil að hún reyndi að yfirtaka stressið. „Nú hefst samræmt próf í stærðfræði.“ Svona er minning mín eftir að hafa upplifað að taka samræmt próf sem nemandi.

Skoðun
Fréttamynd

Samræmd próf

Undanfarin ár hefur verið rætt um samræmd próf og kröfur gerðar um að þau væru notuð. Í þessari umræðu speglast sterk réttlætiskennd og mikill metnaður fyrir velferð barna í íslensku skólakerfi. Ég tel þó að hugmyndin að baki samræmdum prófum, ætluð nytsemi þeirra og áhrif sem ekki hefur verið hugsað út í, sé að flestu leyti erfiðara og flóknara viðfangsefni en oft er látið í veðri vaka, enda eru á flestum málum fleiri en ein hlið.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­ræmt náms­mat er ekki hindrun heldur hjálpar­tæki

Nýverið heimsótti Andreas Schleicher, forstöðumaður menntadeildar OECD og höfundur PISA-prófanna, Ísland. Hann lýsti þar yfir áhyggjum sínum og taldi að íslenskir nemendur og kennarar væru í „blindflugi“ vegna skorts á samræmdu námsmati.

Skoðun
Fréttamynd

Gleymdu að vanda sig

Þau sem stjórna hjá Akureyrarbæ tóku óskiljanlega ákvörðun ekki alls fyrir löngu, þau ráku allt starfsfólk félagsmiðstöðvanna og hafa, einhliða að því virðist, ákveðið að gera breytingar á starfinu af þeirri stærðargráðu að ekki er hægt að sitja þegjandi undir.

Skoðun