Efnahagsbrot Handtaka höfuðpaur í einu stærsta skattsvikamáli Danmerkur Breskur auðkýfingur sem er talinn um að vera höfuðpaurinn í einu stærstu skattsvikamáli í sögu Danmerkur var handtekinn í Dúbaí í dag. Hann og aðrir eru sakaðir um að hafa svikið hátt í þrettán milljarða danskra króna út úr ríkissjóði. Erlent 3.6.2022 14:55 Skipaður lögráðamaður dró sér þrjár milljónir króna Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt konu á sextugsaldri í sex mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og brot í opinberu starfi eftir að hafa sem skipaður lögráðamaður dregið sér rúmar þrjár milljónir króna af bankareikningi skjólstæðings og millifært inn á persónulegan reikning. Innlent 30.5.2022 11:11 Kannaðist ekki við versnandi ástand konunnar sem hún féfletti Kona sem var sakfelld fyrir að féfletta tvær aldraðar systur með heilabilun hélt því fram að hún hefði ekki tekið eftir að andlegri heilsu annarrar þeirrar hefði hrakað fyrr en skömmu áður en yfirvöld hófu rannsókn á mögulegum auðgunarbrotum hennar. Fjöldi vísbendinga höfðu þó komið fram um að önnur systirin væri haldin elliglöpum. Innlent 24.5.2022 10:24 Gert að greiða rúmlega 36 milljóna króna sekt vegna skattsvika Kona, sem sat í stjórn einkahlutafélagsins Hæ ehf., hefur verið gert að greiða rúmlega 36 milljóna króna sekt til ríkissjóðs fyrir skattalagabrot á árunum 2016 og 2017. Innlent 20.5.2022 17:39 Þarf að greiða 32 milljónir í sekt vegna skattalagabrota Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt mann til greiðslu tæplega 32 milljóna króna í sekt til ríkissjóðs vegna meiriháttar brota gegn skattalögum. Innlent 3.5.2022 08:51 Sektaður um 125 milljónir fyrir skattsvik Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann til að greiða 125 milljónir króna í sekt fyrir skattsvik. Maðurinn játaði brotin og þarf að greiða sektina innan fjögurra vikna ella sæta fangelsisvist í 360 daga. Innlent 2.5.2022 21:33 Hátt í 300 milljóna sekt fyrir skattalagabrot Framkvæmdastjóri ótilgreinds einkahlutafélags þarf að greiða ríkissjóði 283 milljónir króna fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum, ella sæta fangelsi í 360 daga. Maðurinn var einnig dæmdur í 24 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Innlent 2.5.2022 14:15 Sakfelld fyrir að féfletta heilabilaðar systur á tíræðisaldri Rosio Berta Calvi Lozano var í dag sakfelld fyrir að hafa féflett tvær systur með heilabilun á tíræðisaldri. Rosio var dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og hún dæmd til að endurgreiða systrunum tæpar 76 milljónir króna. Innlent 29.4.2022 16:38 Fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna í tíu mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar yfir Þresti Emilssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra ADHD-samtakanna, sem dæmdur var í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa dregið að sér níu milljónir króna í starfi fyrir samtökin. Innlent 14.4.2022 11:00 Fyrrverandi skrifstofustjóri læknaráðs Landspítala ákærður fyrir fjárdrátt Örn Þ. Þorvarðarson fyrrverandi skrifstofustjóri læknaráðs Landspítalans hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Hann er sakaður um að hafa dregið sér rúma 4,1 milljón króna úr starfs- og gjafasjóði læknráðs frá 2012 til 2016. Innlent 7.4.2022 19:51 Eigandi Nýju vínbúðarinnar dæmdur fyrir skattsvik Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju vínbúðarinnar, hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik í tengslum við rekstur þriggja einkahlutafélaga. Viðskipti innlent 7.4.2022 11:41 Persónuleg neysla Ágústs að stórum hluta fjármögnuð með sóknargjöldum Bræðurnir Einar og Ágúst Arnar Ágústsynir eru sakaðir um að hafa beitt blekkingum og veitt villandi upplýsingar um að Zuism uppfyllti skilyrði um skráð trúfélög og ætti þar með rétt á fjárframlögum frá ríkinu. Þetta hafi verið gert af skýrum ásetningi og peningarnir nýttir í eigin þágu. Innlent 11.3.2022 14:17 FME kærði meinta markaðsmisnotkun til lögreglu í fyrra Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands kærði meinta markaðsmisnotkun til lögreglu á síðasta ári. Þetta kemur fram í ritinu Fjármálaeftirlit sem Seðlabankinn birti í morgun en í svari við fyrirspurn Innherja kvaðst stofnunin ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið. Innherji 10.3.2022 18:04 Landsbankinn varar við sannfærandi svikapóstum Landsbankinn varar við tölvupóstum sem sendir hafa verið út í nafni bankans. Póstarnir innihalda hlekk á innskráningarsíðu sem virðist vera netbanki Landsbankans en með innskráningunni komast óprúttnir aðilar yfir aðgangsupplýsingar viðskiptavina. Viðskipti innlent 2.3.2022 18:37 Einræðisherrar, auðjöfrar og fíkniefnabarónar meðal viðskiptavina Credit Suisse Meira en sex þúsund þeirra þrjátíu þúsund sem eiga í viðskiptum við svissneska bankann Credit Suisse eru frá aðeins fjórum ríkjum: Venesúela, Egyptalandi, Úkraínu og Taílandi. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa strítt við mikinn pólitískan óstöðugleika. Erlent 21.2.2022 15:01 Grunaður um að hafa leikið tveimur skjöldum til að þiggja tvöfaldar bætur Gæsluvarðhald yfir erlendum manni sem grunaður er um að hafa leikið tveimur skjöldum til að svíkja út tvöfaldar bætur rennur út í dag. Innlent 10.2.2022 14:19 Fangelsi og 60 milljóna króna sekt fyrir meiri háttar skattalagabrot Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt mann í sex mánaða fangelsi og greiðslu sextíu milljóna króna sektar fyrir meiri háttar brot á skattalögum og peningaþvætti í rekstri einkahlutafélags. Fresta skal fullnustu fangelsisrefsingar haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Viðskipti innlent 28.1.2022 07:49 Eigandi Nýju vínbúðarinnar ákærður fyrir skattsvik Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju vínbúðarinnar sem komið hefur að alls kyns athyglisverðum rekstri undanfarin ár, hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir skattsvik og peningaþvætti í rekstri þriggja einkahlutafélaga sem öll hafa orðið gjaldþrota og verið afskráð. Málið verður þingfest í mars. Viðskipti innlent 18.1.2022 07:01 Teitur dæmdur fyrir skattsvik Teitur Guðmundsson, forstjóri Heilsuverndar, hefur hlotið fjögurra mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skattsvik. Honum ber einnig að greiða rúmlega fimmtán milljón króna sekt innan fjögurra vikna, ella fara í fangelsi. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu í gær. Viðskipti innlent 13.1.2022 22:55 Procar- og Skeljungsmálið komin til saksóknara Rannsókn Embættis héraðssaksóknara á tveimur umfangsmiklum efnahagsbrotamálum er lokið. Um er að ræða Skeljungsmálið annars vegar og Procar-málið hins vegar. Viðskipti innlent 16.12.2021 16:45 Mútumál fær áheyrn hjá Hæstarétti Hæstiréttur úrskurðaði samþykkti síðastliðinn föstudag beiðni um að taka fyrir mútumál. Málið varðar tvo karlmenn sem voru sakfelldir í Landsrétti fyrir umboðssvik og peningaþvætti en aðeins annar þeirra fyrir mútugreiðslur. Innlent 14.12.2021 21:16 Fyrrverandi bæjarstjóri dæmdur fyrir meiriháttar skattalagabrot Jónmundur Guðmarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Seltjarnarnesi og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hefur verið dæmdur í sjö mánaða fangelsi og greiðslu 66,5 milljóna króna sektar vegna meiriháttar brota á skatta- og bókhaldslögum. Fresta skal fullnustu fangelsisrefsingarinnar haldi Jónmundur almennt skilorð í tvö ár. Innlent 6.12.2021 13:08 Hafþór sakfelldur með minnsta mun í Hæstarétti Hæstiréttur hefur sakfellt Hafþór Loga Hlynsson fyrir peningaþvætti og staðfesti tuttugu mánaða fangelsisdóm yfir Hafþóri sem Landsréttur hafði dæmt í janúar. Áður hafði hann verið dæmdur í eins árs fangelsi í héraðsdómi. Innlent 25.11.2021 15:46 Dældi fyrir milljón með annarra manna dælulyklum Karlmaður hefur verið dæmdur í hálfs árs fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir þjófnað, ólögmæta meðferð fundins fjárs og fjársvik. Maðurinn notaði meðal annars dælulykla í eigu annarra til að dæla bensíni fyrir rúma milljón. Innlent 23.11.2021 13:12 Almenningur tapar milljónum í hverjum mánuði vegna svikapósta Netglæpamenn ná milljónum af almennum borgurum í hverjum mánuði með svikapóstum að sögn sviðsstjóra hjá Fjarskiptastofu. Nú standi yfir herferðir þar sem glæpamenn nýta sér vörumerki Póstsins og DHL. Viðskipti innlent 2.11.2021 18:31 Milt viðhorf almennings til skattsvika Skattalagabrot hafa alltaf átt stað í hinni almennu umræðu. En þrátt fyrir fjölda þeirra og þá staðreynd að Ísland er eina vestræna ríkið sem sett hefur verið á hinn svokallaða gráa lista þá má draga þær ályktanir að ekki er um að ræða nægilega gagnrýna umræðu. Skoðun 29.10.2021 11:01 Siggi hakkari í gæsluvarðhaldi grunaður um umfangsmikil fjársvik Einn sætir gæsluvarðhaldi og fjórtán til viðbótar eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fjársvikum, peningaþvætti og skjalafalsi. Tugir milljóna eru undir í málinu að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Innlent 26.10.2021 12:09 Eiríkur á Omega dæmdur til greiðslu 109 milljóna sektar fyrir meiriháttar skattsvik Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt sjónvarpsmanninn Eirík Sigurbjörnsson, oftast kenndur við kristilegu stöðina Omega, í tíu mánaða fangelsi og greiðslu 108,9 milljóna króna sektar fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum. Innlent 20.10.2021 13:16 Ákærður fyrir að svíkja meðeigendur um söluverð eignar í Lúxemborg Héraðssaksóknari hefur ákært einstakling fyrir fjárdrátt og tilraun til fjárdráttar á árunum 2014 og 2015 í tengslum við sölu fasteignar í Lúxemborg. Viðskipti innlent 11.10.2021 13:31 Dæmdir fyrir milljóna dósasvindl í Eyjum Tveir karlmenn í Vestmannaeyjum hafa verið dæmdir í þrjátíu og 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér rúmlega tvær milljónir króna sem starfsmenn Endurvinnslunnar í Heimaey. Mennirnir útbjuggu kvittanir fyrir móttöku drykkjarumbúða, án þess að skila slíkum umbúðum, og hirtu skilagjaldið. Innlent 29.9.2021 11:27 « ‹ 1 2 3 4 ›
Handtaka höfuðpaur í einu stærsta skattsvikamáli Danmerkur Breskur auðkýfingur sem er talinn um að vera höfuðpaurinn í einu stærstu skattsvikamáli í sögu Danmerkur var handtekinn í Dúbaí í dag. Hann og aðrir eru sakaðir um að hafa svikið hátt í þrettán milljarða danskra króna út úr ríkissjóði. Erlent 3.6.2022 14:55
Skipaður lögráðamaður dró sér þrjár milljónir króna Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt konu á sextugsaldri í sex mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og brot í opinberu starfi eftir að hafa sem skipaður lögráðamaður dregið sér rúmar þrjár milljónir króna af bankareikningi skjólstæðings og millifært inn á persónulegan reikning. Innlent 30.5.2022 11:11
Kannaðist ekki við versnandi ástand konunnar sem hún féfletti Kona sem var sakfelld fyrir að féfletta tvær aldraðar systur með heilabilun hélt því fram að hún hefði ekki tekið eftir að andlegri heilsu annarrar þeirrar hefði hrakað fyrr en skömmu áður en yfirvöld hófu rannsókn á mögulegum auðgunarbrotum hennar. Fjöldi vísbendinga höfðu þó komið fram um að önnur systirin væri haldin elliglöpum. Innlent 24.5.2022 10:24
Gert að greiða rúmlega 36 milljóna króna sekt vegna skattsvika Kona, sem sat í stjórn einkahlutafélagsins Hæ ehf., hefur verið gert að greiða rúmlega 36 milljóna króna sekt til ríkissjóðs fyrir skattalagabrot á árunum 2016 og 2017. Innlent 20.5.2022 17:39
Þarf að greiða 32 milljónir í sekt vegna skattalagabrota Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt mann til greiðslu tæplega 32 milljóna króna í sekt til ríkissjóðs vegna meiriháttar brota gegn skattalögum. Innlent 3.5.2022 08:51
Sektaður um 125 milljónir fyrir skattsvik Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann til að greiða 125 milljónir króna í sekt fyrir skattsvik. Maðurinn játaði brotin og þarf að greiða sektina innan fjögurra vikna ella sæta fangelsisvist í 360 daga. Innlent 2.5.2022 21:33
Hátt í 300 milljóna sekt fyrir skattalagabrot Framkvæmdastjóri ótilgreinds einkahlutafélags þarf að greiða ríkissjóði 283 milljónir króna fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum, ella sæta fangelsi í 360 daga. Maðurinn var einnig dæmdur í 24 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Innlent 2.5.2022 14:15
Sakfelld fyrir að féfletta heilabilaðar systur á tíræðisaldri Rosio Berta Calvi Lozano var í dag sakfelld fyrir að hafa féflett tvær systur með heilabilun á tíræðisaldri. Rosio var dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og hún dæmd til að endurgreiða systrunum tæpar 76 milljónir króna. Innlent 29.4.2022 16:38
Fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna í tíu mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar yfir Þresti Emilssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra ADHD-samtakanna, sem dæmdur var í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa dregið að sér níu milljónir króna í starfi fyrir samtökin. Innlent 14.4.2022 11:00
Fyrrverandi skrifstofustjóri læknaráðs Landspítala ákærður fyrir fjárdrátt Örn Þ. Þorvarðarson fyrrverandi skrifstofustjóri læknaráðs Landspítalans hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Hann er sakaður um að hafa dregið sér rúma 4,1 milljón króna úr starfs- og gjafasjóði læknráðs frá 2012 til 2016. Innlent 7.4.2022 19:51
Eigandi Nýju vínbúðarinnar dæmdur fyrir skattsvik Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju vínbúðarinnar, hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik í tengslum við rekstur þriggja einkahlutafélaga. Viðskipti innlent 7.4.2022 11:41
Persónuleg neysla Ágústs að stórum hluta fjármögnuð með sóknargjöldum Bræðurnir Einar og Ágúst Arnar Ágústsynir eru sakaðir um að hafa beitt blekkingum og veitt villandi upplýsingar um að Zuism uppfyllti skilyrði um skráð trúfélög og ætti þar með rétt á fjárframlögum frá ríkinu. Þetta hafi verið gert af skýrum ásetningi og peningarnir nýttir í eigin þágu. Innlent 11.3.2022 14:17
FME kærði meinta markaðsmisnotkun til lögreglu í fyrra Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands kærði meinta markaðsmisnotkun til lögreglu á síðasta ári. Þetta kemur fram í ritinu Fjármálaeftirlit sem Seðlabankinn birti í morgun en í svari við fyrirspurn Innherja kvaðst stofnunin ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið. Innherji 10.3.2022 18:04
Landsbankinn varar við sannfærandi svikapóstum Landsbankinn varar við tölvupóstum sem sendir hafa verið út í nafni bankans. Póstarnir innihalda hlekk á innskráningarsíðu sem virðist vera netbanki Landsbankans en með innskráningunni komast óprúttnir aðilar yfir aðgangsupplýsingar viðskiptavina. Viðskipti innlent 2.3.2022 18:37
Einræðisherrar, auðjöfrar og fíkniefnabarónar meðal viðskiptavina Credit Suisse Meira en sex þúsund þeirra þrjátíu þúsund sem eiga í viðskiptum við svissneska bankann Credit Suisse eru frá aðeins fjórum ríkjum: Venesúela, Egyptalandi, Úkraínu og Taílandi. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa strítt við mikinn pólitískan óstöðugleika. Erlent 21.2.2022 15:01
Grunaður um að hafa leikið tveimur skjöldum til að þiggja tvöfaldar bætur Gæsluvarðhald yfir erlendum manni sem grunaður er um að hafa leikið tveimur skjöldum til að svíkja út tvöfaldar bætur rennur út í dag. Innlent 10.2.2022 14:19
Fangelsi og 60 milljóna króna sekt fyrir meiri háttar skattalagabrot Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt mann í sex mánaða fangelsi og greiðslu sextíu milljóna króna sektar fyrir meiri háttar brot á skattalögum og peningaþvætti í rekstri einkahlutafélags. Fresta skal fullnustu fangelsisrefsingar haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Viðskipti innlent 28.1.2022 07:49
Eigandi Nýju vínbúðarinnar ákærður fyrir skattsvik Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju vínbúðarinnar sem komið hefur að alls kyns athyglisverðum rekstri undanfarin ár, hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir skattsvik og peningaþvætti í rekstri þriggja einkahlutafélaga sem öll hafa orðið gjaldþrota og verið afskráð. Málið verður þingfest í mars. Viðskipti innlent 18.1.2022 07:01
Teitur dæmdur fyrir skattsvik Teitur Guðmundsson, forstjóri Heilsuverndar, hefur hlotið fjögurra mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skattsvik. Honum ber einnig að greiða rúmlega fimmtán milljón króna sekt innan fjögurra vikna, ella fara í fangelsi. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu í gær. Viðskipti innlent 13.1.2022 22:55
Procar- og Skeljungsmálið komin til saksóknara Rannsókn Embættis héraðssaksóknara á tveimur umfangsmiklum efnahagsbrotamálum er lokið. Um er að ræða Skeljungsmálið annars vegar og Procar-málið hins vegar. Viðskipti innlent 16.12.2021 16:45
Mútumál fær áheyrn hjá Hæstarétti Hæstiréttur úrskurðaði samþykkti síðastliðinn föstudag beiðni um að taka fyrir mútumál. Málið varðar tvo karlmenn sem voru sakfelldir í Landsrétti fyrir umboðssvik og peningaþvætti en aðeins annar þeirra fyrir mútugreiðslur. Innlent 14.12.2021 21:16
Fyrrverandi bæjarstjóri dæmdur fyrir meiriháttar skattalagabrot Jónmundur Guðmarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Seltjarnarnesi og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hefur verið dæmdur í sjö mánaða fangelsi og greiðslu 66,5 milljóna króna sektar vegna meiriháttar brota á skatta- og bókhaldslögum. Fresta skal fullnustu fangelsisrefsingarinnar haldi Jónmundur almennt skilorð í tvö ár. Innlent 6.12.2021 13:08
Hafþór sakfelldur með minnsta mun í Hæstarétti Hæstiréttur hefur sakfellt Hafþór Loga Hlynsson fyrir peningaþvætti og staðfesti tuttugu mánaða fangelsisdóm yfir Hafþóri sem Landsréttur hafði dæmt í janúar. Áður hafði hann verið dæmdur í eins árs fangelsi í héraðsdómi. Innlent 25.11.2021 15:46
Dældi fyrir milljón með annarra manna dælulyklum Karlmaður hefur verið dæmdur í hálfs árs fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir þjófnað, ólögmæta meðferð fundins fjárs og fjársvik. Maðurinn notaði meðal annars dælulykla í eigu annarra til að dæla bensíni fyrir rúma milljón. Innlent 23.11.2021 13:12
Almenningur tapar milljónum í hverjum mánuði vegna svikapósta Netglæpamenn ná milljónum af almennum borgurum í hverjum mánuði með svikapóstum að sögn sviðsstjóra hjá Fjarskiptastofu. Nú standi yfir herferðir þar sem glæpamenn nýta sér vörumerki Póstsins og DHL. Viðskipti innlent 2.11.2021 18:31
Milt viðhorf almennings til skattsvika Skattalagabrot hafa alltaf átt stað í hinni almennu umræðu. En þrátt fyrir fjölda þeirra og þá staðreynd að Ísland er eina vestræna ríkið sem sett hefur verið á hinn svokallaða gráa lista þá má draga þær ályktanir að ekki er um að ræða nægilega gagnrýna umræðu. Skoðun 29.10.2021 11:01
Siggi hakkari í gæsluvarðhaldi grunaður um umfangsmikil fjársvik Einn sætir gæsluvarðhaldi og fjórtán til viðbótar eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fjársvikum, peningaþvætti og skjalafalsi. Tugir milljóna eru undir í málinu að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Innlent 26.10.2021 12:09
Eiríkur á Omega dæmdur til greiðslu 109 milljóna sektar fyrir meiriháttar skattsvik Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt sjónvarpsmanninn Eirík Sigurbjörnsson, oftast kenndur við kristilegu stöðina Omega, í tíu mánaða fangelsi og greiðslu 108,9 milljóna króna sektar fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum. Innlent 20.10.2021 13:16
Ákærður fyrir að svíkja meðeigendur um söluverð eignar í Lúxemborg Héraðssaksóknari hefur ákært einstakling fyrir fjárdrátt og tilraun til fjárdráttar á árunum 2014 og 2015 í tengslum við sölu fasteignar í Lúxemborg. Viðskipti innlent 11.10.2021 13:31
Dæmdir fyrir milljóna dósasvindl í Eyjum Tveir karlmenn í Vestmannaeyjum hafa verið dæmdir í þrjátíu og 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér rúmlega tvær milljónir króna sem starfsmenn Endurvinnslunnar í Heimaey. Mennirnir útbjuggu kvittanir fyrir móttöku drykkjarumbúða, án þess að skila slíkum umbúðum, og hirtu skilagjaldið. Innlent 29.9.2021 11:27