Byggingariðnaður

Fréttamynd

Að byggja nothæf hús

Til að hús geti talist nothæf, þurfa þau að standast veður og vinda, jafnvel jarðskjálfta, en einnig að reiknast ekki sem heilsuspillandi.

Skoðun
Fréttamynd

Aðgerðir Seðlabankans farnar að bíta og óverðtryggð lán áfram hagstæðari

Merki eru um viðsnúning á fasteignamarkaði þar sem aðgerðir Seðlabankans undanfarna tvo mánuði virðast farnar að bíta fast að sögn hagfræðings hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun. Aðgengi að lánsfé hefur verið takmarkað verulega og má áætla að óverðtryggð lán verði áfram hagstæðari. Líklegast muni þróunin enda með hóflegum verðhækkunum en ólíklegt að íbúðaverð lækki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir Ís­­lendinga hlut­falls­lega heims­meistara í steypunotkun

Magnús Rannver Rafnsson, verkfræðingur, segir að losun af hálfu mannvirkjagerðar sé gróflega vametin og þar sé efnisnotkun stærsti þátturinn. Hann segir Íslendinga hlutfallslega heimsmeistara í steypunotkun og telur þjóðina einhverja mestu umhverfissóða í Evrópu þegar kemur að mannvirkjagerð.

Innlent
Fréttamynd

Þau kröfuhörðustu leita til Sindra

„Hjá okkur getur fólk komið inn og fatað sig upp frá toppi til táar í vinnufatadeildinni og fengið fatnaðinn merktan á meðan það þiggur einn kaffibolla, klárað svo hringinn í verkfæradeildinni og mætt klárt í vinnu með allt til alls. Við opnum klukkan 7.30 alla virka morgna og á laugardögum klukkan 8. Við vitum að fagfólkið fer snemma af stað,“ segir Þórður M. Kristinsson, framkvæmdastjóri verfæraverslunarinnar Sindra.

Samstarf
Fréttamynd

Boða allt að 30 prósenta samdrátt á losun vegna steypu

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir straumhvörf væntanleg í byggingariðnaði með fyrirhuguðum breytingum á styepukafla byggingarreglugerðar. Með þeim megi búast við allt að þrjátíu prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda vegna steypu.

Innlent
Fréttamynd

Áhrif hækkandi matvælaverðs eiga eftir að „koma inn af fullum þunga“

Verðbólguhorfurnar eru dökkar fyrir næstu mánuði og útlit er fyrir að áhrif hærra matvælaverðs, sem hefur hækkað um 5,2 prósent síðasta árið, muni þá koma inn af fullum þunga. Þær miklu verðhækkanir sem hafa orðið á mörgum hrávörum á heimsvísu að undanförnu, meðal annars á sólblómaolíu, hveiti og sojabaunum, eru vart komin inn í matvælaverðið hér á landi.

Innherji
Fréttamynd

Söguleg hækkun á aðföngum sé forsendubrestur sem gæti hægt á uppbyggingu

Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í mánuðinum og verð á stáli hefur fjórfaldast á skömmum tíma. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að sögulegar hækkanir á aðföngum séu í mörgum tilvikum forsendubrestur. Ríki og sveitarfélög verði að grípa inn í til að ófremdarástand á húsnæðismarkaði versni ekki enn meira.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Askur – fram­tíðin á sviði mann­virkja­gerðar

Nýlega voru styrkir veittir í fyrsta sinn úr Aski – mannvirkjarannsóknarsjóði. Sjóðurinn hefur bæði það hlutverk og þá áherslu að auka þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta þeim samfélagslegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir á sviði mannvirkjagerðar. Alls var 95 milljónum króna veitt til 23 nýsköpunar- eða rannsóknarverkefna á sviði mannvirkjagerðar.

Skoðun