Sveitarstjórnarkosningar 2022

Fréttamynd

Leiguþak er eðlileg leið til að verja fólk fyrir oki markaðarins

Hátt og hækkandi leiguverð er það sem skapar áföll og skapar aðstæðurnar sem steypir fólki í fátækt. Í kynningu formanns Samtaka leigjenda fyrir skemmstu, Guðmundar Arngrímssonar, kom fram að 98% skjólstæðinga hjálparstarfs á höfuðborgarsvæðinu eru leigjendur. Á sama fundi kom fram að húsleiga hefur hækkað um 100% síðasta áratuginn.

Skoðun
Fréttamynd

Flokkur fólksins útilokar ekki að setja tímabundið leiguþak

Við í Flokki fólksins skiljum vel þann alvarlega vanda sem leigjendur eru í. Á leigjendamarkaði er neyðarástand. Í raun má segja að sveitarfélögin uppfylli ekki 14. gr. laga um húsnæðismál. Flokkur fólksins vill efna til stórátaks í framboði á lóðum. Fái flokkurinn framgang í kosningum 14. maí munum við berjast fyrir því að byggt verði í hverfum þar sem nóg rými er og innviðir sem þola fjölgun íbúa. Sem dæmi eru einir 7 skólar í Grafarvogi sem geta bætt við nemendum. Flokkur fólksins telur að skoða þurfi alvarlega að brjóta land undir nýja byggð og gæti það t.d. orðið í suðurhlíðum Úlfarsfells og svæðinu austur af Úlfarsárdal.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er allt á hvolfi alls staðar hérna“

Sveitarfélagið Árborg hefur vaxið hratt á síðustu fimm árum og hefur íbúum fjölgað um nær þriðjung á þessum tíma. Vaxtarverkir hafa fylgt þessu og því er frambjóðendum til sveitarstjórnarkosninganna uppbygging á innviðum ofarlega í huga.

Innlent
Fréttamynd

Stjörnustríðsáætlun eða samgönguáætlun?

Í mars árið 1983, þegar kalda stríðið var sem kaldast, undirritaði Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti Strategic Defense Initiative sem gjarnan hefur verið kölluð “Stjörnustríðsáætlunin,” þó oftast nær í hæðnistón. Áætluninni var ætlað að sporna gegn kjarnorkuárásum úr geimnum en Reagan hafði litla trú á tryggingunni í gagnkvæmri eyðileggingu. Áætlunin var afar metnaðargjörn og það má skilja hvata Reagans á bak við undirritunina. Raunar er áætlunin enn við lýði en hún hefur til þessa kostað Bandaríkjamenn 200 milljarða dala.

Skoðun
Fréttamynd

Kæru Akureyringar

Eftir viku er kosið í sveitarstjórnarkosningum og ég óska eftir umboði ykkar til að starfa fyrir bæinn. Ég hef ekki starfað hjá bænum síðan í vinnuskólanum sem unglingur, en hef þó lagt mitt af mörkum við að lífga bæjarlífið. Kosningarnar gætu verið mikilvægustu kosningar í bænum í langan tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Viðreisn vill skóla fyrir alla

Ítrekað hefur verið kallað eftir því, bæði frá foreldrum sem og skólastéttinni, að innan bæjarins sé aukinn metnaður í stefnu bæjarins á einstaklingsmiðuðu námi. Enn og aftur virðist það vefjast fyrir skólayfirvöldum hvernig eigi mögulega að snúa sér í þessari stefnu, með alla þessa flóru barna.

Skoðun
Fréttamynd

Efnum gefin loforð

Kjósendur hafa gjarnan á orði, að ekkert sé að marka loforð stjórnmálaflokka fyrir kosningar. Þeir standa sjaldnast við sín orð. Þetta hefur því miður laskað virðingu stjórnmálanna. Þessu þarf að breyta. En tæpast gerist það, þegar orð og efndir meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í Hafnarfirði eru skoðuð.

Skoðun
Fréttamynd

Framsókn til framtíðar í húsnæðismálum í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð er sístækkandi samfélag þar sem vaxandi þörf hefur orðið eftir íbúðarhúsnæði á síðustu misserum. Það er því af sem áður var þegar dræm sala var á íbúðarhúsnæði og verð voru lág. Mikil eftirspurn er nú eftir íbúðarhúsnæði í Fjarðabyggð og auk þess hefur fjöldi úthlutaðra byggingarlóða ekki verið meiri um nokkuð langa hríð.

Skoðun
Fréttamynd

Menningargatan í Miðbænum

Það verða tímamót þegar Listaháskóli Íslands flytur og sameinar starfsemi sína í Tollhúsið við Tryggvagötu. Í alllangan tíma hefur verið reynt að finna skólanum hentugan stað svo hann geti vaxið og dafnað og útskrifað fólk sem veitir okkur hinum lífsgleði og ánægju og færir okkur nær mennskunni og heiminum öllum með listsköpun sinni.

Skoðun
Fréttamynd

My Home, My Vote

It’s been 31 years since I moved to Iceland. Making a home here was not always easy but with time, dedication, and good friends I can now easily say Reykjavík is my home. Breiðholt is my neighborhood. It is where I first got involved in community affairs. Early on, while I was still learning Icelandic, I became active in the parent/teacher association at my children’s school.

Skoðun
Fréttamynd

Your Home, Your Vote

Reykjavik has been my home for almost 22 years now, I have lost track of how much German or Icelandic I am by now, but I am definitely a Reykvikian, if that is even a word.

Skoðun
Fréttamynd

Tölvan sagði nei

Allir vita af ástandinu í húsnæðismálum á höfuðborgarsvæðinu, ekki er ofsagt að þar sé mikil neyð. Hundruð manna eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði, þúsundir búa í ósamþykktu húsnæði, oft atvinnuhúsnæði, mikill fjöldi manns hefur ekki mögulega á að kaupa sér íbúð þar sem hann stenst ekki greiðslumat lánastofnanna og loks er leigumarkaðurinn stjórnlaus óhemja þar sem frumskógarlögmál og okur ríkja.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað hefur Framsókn gert fyrir Reykjavík?

Ég á auðvelt með að skilja Reykvíkinga sem kjósa Framsókn. Framsókn hefur í gegnum árin barist heilshugar fyrir uppbyggingu landsins alls og þar er höfuðborgin engin undantekning.

Skoðun
Fréttamynd

Hverfið mitt, borgin okkar

Það er oft sagt að mestu verðmæti hverrar þjóðar séu falin í hinu byggða umhverfi. Þar verjum við mestum okkar tíma en ekki síður fjármunum. Það er kostnaðarsamt að byggja ný hús og hverfi en í núverandi byggingum, götum, ljósastaurum og görðum eru bundnar miklar fjárfestingar.

Skoðun
Fréttamynd

Borgar­byggð þarf öflugt fólk með skýra fram­tíðar­sýn

Borgarbyggð er dreifbýlt samfélag með þéttbýliskjarna á nokkrum stöðum og eru fyrirtæki í sveitarfélaginu mörg og mismunandi. Fyrir atvinnurekstur í sveitarfélaginu, svo sem landbúnað, ferðaþjónustu og hinn ýmsa iðnað er þriggja fasa rafmagn gríðarlega nauðsynlegt svo uppbygging geti átt sér stað.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrirgefið mér, en ég reyndi

Sem ungur frambjóðandi í Reykjavík finn ég mig knúna til að játa skammarlegt leyndarmál. Umhverfismál eru mér hugfangin eins og vonandi flestum (það er ekki játningin, bíddu aðeins). Ég geri mitt besta til að lifa lífi mínu þannig að ég skilji eftir mig sem allra minnst rusl og mengi lítið.

Skoðun
Fréttamynd

Tíma­móta­sam­komu­lag hjá Rósu í Hafnar­firði

Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er skýr. Framkvæmdir við Reykjanesbraut frá hringtorginu við N1 að ljósunum við Góu og nýr Álftanesvegur sem liggur frá Reykjanesbraut við Góu á milli iðnaðarsvæðanna í Hafnarfirði og Garðabæ og endar í Engidal eru á áætlun samkvæmt samgöngusáttmálanum á árunum 2024 - 2028, alls fara 13,1 milljarðar í þessar framkvæmdir.

Skoðun
Fréttamynd

Hildur út­skrifuð úr krabba­meins­eftir­liti

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins, útskrifaðist fyrr í vikunni úr krabbameinseftirliti. Hildur sigraðist á eitlakrabbameini árið 2017, ári eftir að hafa greinst með það.

Lífið
Fréttamynd

Borgarfulltrúi einmanaleikans

Við verðum öll einmanna stundum og flestir hafa fengið smjörþefin af því núna undanfarið í heimsfaraldrinum hversu erfitt það getur verið að upplifa félagslega einangrun og einmanaleika.

Skoðun