Fyrirgefið mér, en ég reyndi Berglind Sunna Bragadóttir skrifar 6. maí 2022 19:30 Sem ungur frambjóðandi í Reykjavík finn ég mig knúna til að játa skammarlegt leyndarmál. Umhverfismál eru mér hugfangin eins og vonandi flestum (það er ekki játningin, bíddu aðeins). Ég geri mitt besta til að lifa lífi mínu þannig að ég skilji eftir mig sem allra minnst rusl og mengi lítið. Ég geri þetta ekkert fullkomlega – en ég reyni mitt besta. Ég hóf störf hjá fyrirtæki í aðeins fimm mínútna göngu frá heimili mínu í byrjun janúar og þótti það kjörið tilefni til að láta reyna á bíllausan lífsstíl og draga enn frekar úr kolefnisfótsporinu. Og þar kemur skammarlega játningin inn. Ég nefnilega gafst upp á ástandinu og keypti mér bíl í apríl. Ég veit, ég veit! Skítugt, óskilvirkt, mengandi, öll ljótu orðin - ég veit! En ég hafði mínar ástæður. Fimm mínútna gangan mín í vinnuna varð að tíu mínútna göngu í vetur vegna þess að ég þurfti heyja stríð gegn snjósköflunum sem söfnuðust fyrir, svo vikum skipti, á gangstéttunum. Ég mætti iðulega móð, holdvot og pirruð í vinnuna. Sem er kannski ekki þau fyrstu kynni sem maður vill veita af sér á nýjum vinnustað. Ég ætla ekki einu sinni að fara út í búðaferðirnar, látum duga að segja: þær voru lengri en labbið í vinnuna með þunga poka í ofanálag. Svo var það ræktin. Hreyfing hreinsar hugann og veitir mér orku fyrir daginn, ég er hroðbjóðslega léleg í öllu sem kallast íþrótt nema lyftingum svo ræktin er besti vinur minn. Ræktin mín er í 5 mínútna akstri frá heimili mínu, um 30 mínútna göngu segir Google Maps. „Ekkert mál!“, hugsaði ég, „þetta er Reykjavík, ég nota auðvitað bara Strætó!“ – já gleymdu því! Ég hefði þurft að ganga megnið af leiðinni, í sköflunum, með lágmarks tímasparnaði. En það sem vóg þyngst í þessari ákvarðanatöku minni var fjölskyldan mín, hún er öll búsett utan höfuðborgarsvæðisins. Það reyndist mér bara rosalega erfitt að geta ekki bara stokkið til og heimsótt þau þegar ég vildi eða þurfti. Ef við viljum draga úr umferð einkabíla þá verðum við að gera almenningssamgöngukerfið skilvirkara. Við verðum við að ryðja gangstéttirnar og hjólastígana almennilega, byggja þá upp og halda vel við. Við verðum að fella niður allar þessar dags daglegu hindranir, allt þetta vesen – svo getum við farið að þrengja vegi og njóta allra þeirra kosta sem færri bílum fylgir. Mig langar að nota bílinn sem minnst í borginni, en eins og er þá sé ég það ekki sem raunhæfan valkost. Framsókn í Reykjavík villöfluga uppbyggingu almenningssamgangna og skilvirka Borgarlínu ásamt því að sækja fram í uppbyggingu hjóla- og göngustíga. Breytum samgöngumálum í Reykjavík, gerum það skemmtilegt og aðlaðandi að nýta umhverfisvænni lausnir. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur skipar 15. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Sem ungur frambjóðandi í Reykjavík finn ég mig knúna til að játa skammarlegt leyndarmál. Umhverfismál eru mér hugfangin eins og vonandi flestum (það er ekki játningin, bíddu aðeins). Ég geri mitt besta til að lifa lífi mínu þannig að ég skilji eftir mig sem allra minnst rusl og mengi lítið. Ég geri þetta ekkert fullkomlega – en ég reyni mitt besta. Ég hóf störf hjá fyrirtæki í aðeins fimm mínútna göngu frá heimili mínu í byrjun janúar og þótti það kjörið tilefni til að láta reyna á bíllausan lífsstíl og draga enn frekar úr kolefnisfótsporinu. Og þar kemur skammarlega játningin inn. Ég nefnilega gafst upp á ástandinu og keypti mér bíl í apríl. Ég veit, ég veit! Skítugt, óskilvirkt, mengandi, öll ljótu orðin - ég veit! En ég hafði mínar ástæður. Fimm mínútna gangan mín í vinnuna varð að tíu mínútna göngu í vetur vegna þess að ég þurfti heyja stríð gegn snjósköflunum sem söfnuðust fyrir, svo vikum skipti, á gangstéttunum. Ég mætti iðulega móð, holdvot og pirruð í vinnuna. Sem er kannski ekki þau fyrstu kynni sem maður vill veita af sér á nýjum vinnustað. Ég ætla ekki einu sinni að fara út í búðaferðirnar, látum duga að segja: þær voru lengri en labbið í vinnuna með þunga poka í ofanálag. Svo var það ræktin. Hreyfing hreinsar hugann og veitir mér orku fyrir daginn, ég er hroðbjóðslega léleg í öllu sem kallast íþrótt nema lyftingum svo ræktin er besti vinur minn. Ræktin mín er í 5 mínútna akstri frá heimili mínu, um 30 mínútna göngu segir Google Maps. „Ekkert mál!“, hugsaði ég, „þetta er Reykjavík, ég nota auðvitað bara Strætó!“ – já gleymdu því! Ég hefði þurft að ganga megnið af leiðinni, í sköflunum, með lágmarks tímasparnaði. En það sem vóg þyngst í þessari ákvarðanatöku minni var fjölskyldan mín, hún er öll búsett utan höfuðborgarsvæðisins. Það reyndist mér bara rosalega erfitt að geta ekki bara stokkið til og heimsótt þau þegar ég vildi eða þurfti. Ef við viljum draga úr umferð einkabíla þá verðum við að gera almenningssamgöngukerfið skilvirkara. Við verðum við að ryðja gangstéttirnar og hjólastígana almennilega, byggja þá upp og halda vel við. Við verðum að fella niður allar þessar dags daglegu hindranir, allt þetta vesen – svo getum við farið að þrengja vegi og njóta allra þeirra kosta sem færri bílum fylgir. Mig langar að nota bílinn sem minnst í borginni, en eins og er þá sé ég það ekki sem raunhæfan valkost. Framsókn í Reykjavík villöfluga uppbyggingu almenningssamgangna og skilvirka Borgarlínu ásamt því að sækja fram í uppbyggingu hjóla- og göngustíga. Breytum samgöngumálum í Reykjavík, gerum það skemmtilegt og aðlaðandi að nýta umhverfisvænni lausnir. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur skipar 15. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí næstkomandi.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar