„Það er allt á hvolfi alls staðar hérna“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. maí 2022 21:51 Í Árborg búa 10.834 en á kjörskrá eru 8.011. Vísir/Arnar Sveitarfélagið Árborg hefur vaxið hratt á síðustu fimm árum og hefur íbúum fjölgað um nær þriðjung á þessum tíma. Vaxtarverkir hafa fylgt þessu og því er frambjóðendum til sveitarstjórnarkosninganna uppbygging á innviðum ofarlega í huga. Sveitarfélagið Árborg er stærsta sveitarfélagið á Suðurlandi en það varð til við sameiningu Eyrarbakkahrepps, Sandvíkurhrepps, Selfossbæjar og Stokkseyrarhrepps í febrúar 1998. Sex listar bjóða fram til næstu sveitarstjórnarkosningum í sveitarfélaginu. Á-listi Áfram Árborg, B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálfstæðisflokks, M-listi Miðflokks og sjálfstæðra, S-listi Samfylkingar og V-listi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Í sveitarfélaginu búa 10.834 en á kjörskrá eru 8.011. Bæjarfulltrúarnir eru níu og mun fjölga um tvo í komandi kosningum. Síðustu fjögur árin hafa Samfylkingin, Framsókn, Miðflokkurinn og Áfram Árborg myndað meirihluta í bæjarstjórn Árborgar. Ánægja með faglega valinn bæjarstjóra Meirihlutinn tók ákvörðun eftir síðustu kosningar um það að ráða bæjarstjórann faglega og er ánægja meðal hans með það. Tómas Ellert Tómasson hefur setið í bæjarstjórn fyrir Miðflokkinn en hann segir samstarfið hafa verið farsælt en allir gangi þó óbundnir til kosninga. „Þetta fer nú eiginlega aðallega eftir því hvernig raðast af fólki frekar heldur en listum hvernig næsti meirihluti lítur út,“ segir Tómas Ellert. Sveitarfélagið hefur stækkað hratt á síðustu árum og því hafa verkefnin verið ærin. „Okkur hefur fjölgað hér um 28% á rétt rúmum fimm árum. Það er auðvitað mikil áskorun að byggja upp innviði,“ segir Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn á fjóra menn í bæjarstjórn og hefur verið í minnihluta. Þar á bæ telja menn ástæðu til að gagnrýna fjármál sveitarfélagsins. „Vöxtur er kostnaður líka og það þarf að eyða til þess að taka á móti fólki en við teljum að það hafi verið farið fremur óvarlega og það held ég að verði verkefni næsta tímabils að þar er að svona ná böndum á fjármálin,“ segir Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Öll þrjú leggja áherslu á að huga þurfa vel að innviðum á næsta kjörtímabili. „Við þurfum náttúrulega bara að halda áfram uppbyggingu á innviðum til þess að geta veitt íbúum okkar þjónustu. Við erum að fara að bjóða út annan áfanga í grunnskólanum okkar. Við ætlum að fara að bjóða út hér uppbyggingu frístundamiðstöðvar,“ segir Arna Ír. Kjartan tekur í sama streng. „Aðalatriðið er að fólkinu líði vil og það hafi þá innviði og þá þjónustu, grunn- og leikskóla, nóg heitt vatn og kalt vatn þannig að fólki líði vel og geti vaxið hér og dafnað,“ segir Kjartan. Þá segir Tómas Ellert það mikilvægt að uppbyggingin haldi áfram. „Það sem að næsta kjörtímabil snýst um og þessar kosningar snúast um er það að það verði haldið áfram þessari uppbyggingu sem að nú er þegar farin á stað og þar verði við stjórnvölinn sveitarfélagið sjálft með fulltingi íbúanna en ekki fjárfestanna,“ segir Tómas Ellert. „Það er allt á hvolfi alls staðar hérna og það er bara mikið að gera reyndar líka það fylgist að en það hækkar allt og verður dýrara,“ segir Páll Bjarnason.Vísir/Arnar Mikið rætt um íþróttahöll og nýja hreinsistöð Bæjarbúar eru þessa dagana að gera upp hug sinn og ákveða hvaða flokkur fái þeirra atkvæði í kosningunum. Mörg mál virðast brenna á þeim en fjármálin, stækkun sveitarfélagsins og uppbygging var þeim ofarlega í huga þegar þeir voru spurðir hvað skipti þá máli. „Það er taprekstur á A-hlutanum og við þurfum bara að laga þessi fjármál. Það er auðvitað margt sem þarf að gera endurnýjun gatan og svo er náttúrulega alltaf bærinn að stækka,“ segir Bárður Árnason. „Það er bara helst há fasteignagjöld. Lækka þau,“ segir Aðalheiður Guðjónsdóttir. Páll sem hefur búið á Selfossi alla sína tíð segir mikinn vöxt samfélagsins sér ofarlega í huga og hækkandi fasteignaverð í bænum. „Það er allt á hvolfi alls staðar hérna og það er bara mikið að gera reyndar líka það fylgist að en það hækkar allt og verður dýrara,“ segir Páll Bjarnason. „Ég held að það sem komi fyrst í hugann eru menningarmál og svona afstaða sveitarstjórnarfólks til menningaruppbyggingar,“ segir Eyjólfur Eyjólfsson. „Það hefur náttúrulega mikið verið rætt um íþróttahöllina nýju og svona. Ég persónulega vill sjá eitthvað nýtt, fyrir eins og ég er í handbolta, íþróttahús í þeim gír,“ segir Einar Sverrisson. Þá hafa íbúar líka kallað eftir nýrri hreinsistöð. „Fjölskylduvænt umhverfi, umhverfisvernd tekin tillit til þess í öllum framkvæmdum og svo þjónusta við aldraða og svo skiptir mig miklu máli að við fáum hreinsistöð fyrir affall hér í Árborg,“ segir Anna Jóna Gunnarsdóttir. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árborg Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg er stærsta sveitarfélagið á Suðurlandi en það varð til við sameiningu Eyrarbakkahrepps, Sandvíkurhrepps, Selfossbæjar og Stokkseyrarhrepps í febrúar 1998. Sex listar bjóða fram til næstu sveitarstjórnarkosningum í sveitarfélaginu. Á-listi Áfram Árborg, B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálfstæðisflokks, M-listi Miðflokks og sjálfstæðra, S-listi Samfylkingar og V-listi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Í sveitarfélaginu búa 10.834 en á kjörskrá eru 8.011. Bæjarfulltrúarnir eru níu og mun fjölga um tvo í komandi kosningum. Síðustu fjögur árin hafa Samfylkingin, Framsókn, Miðflokkurinn og Áfram Árborg myndað meirihluta í bæjarstjórn Árborgar. Ánægja með faglega valinn bæjarstjóra Meirihlutinn tók ákvörðun eftir síðustu kosningar um það að ráða bæjarstjórann faglega og er ánægja meðal hans með það. Tómas Ellert Tómasson hefur setið í bæjarstjórn fyrir Miðflokkinn en hann segir samstarfið hafa verið farsælt en allir gangi þó óbundnir til kosninga. „Þetta fer nú eiginlega aðallega eftir því hvernig raðast af fólki frekar heldur en listum hvernig næsti meirihluti lítur út,“ segir Tómas Ellert. Sveitarfélagið hefur stækkað hratt á síðustu árum og því hafa verkefnin verið ærin. „Okkur hefur fjölgað hér um 28% á rétt rúmum fimm árum. Það er auðvitað mikil áskorun að byggja upp innviði,“ segir Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn á fjóra menn í bæjarstjórn og hefur verið í minnihluta. Þar á bæ telja menn ástæðu til að gagnrýna fjármál sveitarfélagsins. „Vöxtur er kostnaður líka og það þarf að eyða til þess að taka á móti fólki en við teljum að það hafi verið farið fremur óvarlega og það held ég að verði verkefni næsta tímabils að þar er að svona ná böndum á fjármálin,“ segir Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Öll þrjú leggja áherslu á að huga þurfa vel að innviðum á næsta kjörtímabili. „Við þurfum náttúrulega bara að halda áfram uppbyggingu á innviðum til þess að geta veitt íbúum okkar þjónustu. Við erum að fara að bjóða út annan áfanga í grunnskólanum okkar. Við ætlum að fara að bjóða út hér uppbyggingu frístundamiðstöðvar,“ segir Arna Ír. Kjartan tekur í sama streng. „Aðalatriðið er að fólkinu líði vil og það hafi þá innviði og þá þjónustu, grunn- og leikskóla, nóg heitt vatn og kalt vatn þannig að fólki líði vel og geti vaxið hér og dafnað,“ segir Kjartan. Þá segir Tómas Ellert það mikilvægt að uppbyggingin haldi áfram. „Það sem að næsta kjörtímabil snýst um og þessar kosningar snúast um er það að það verði haldið áfram þessari uppbyggingu sem að nú er þegar farin á stað og þar verði við stjórnvölinn sveitarfélagið sjálft með fulltingi íbúanna en ekki fjárfestanna,“ segir Tómas Ellert. „Það er allt á hvolfi alls staðar hérna og það er bara mikið að gera reyndar líka það fylgist að en það hækkar allt og verður dýrara,“ segir Páll Bjarnason.Vísir/Arnar Mikið rætt um íþróttahöll og nýja hreinsistöð Bæjarbúar eru þessa dagana að gera upp hug sinn og ákveða hvaða flokkur fái þeirra atkvæði í kosningunum. Mörg mál virðast brenna á þeim en fjármálin, stækkun sveitarfélagsins og uppbygging var þeim ofarlega í huga þegar þeir voru spurðir hvað skipti þá máli. „Það er taprekstur á A-hlutanum og við þurfum bara að laga þessi fjármál. Það er auðvitað margt sem þarf að gera endurnýjun gatan og svo er náttúrulega alltaf bærinn að stækka,“ segir Bárður Árnason. „Það er bara helst há fasteignagjöld. Lækka þau,“ segir Aðalheiður Guðjónsdóttir. Páll sem hefur búið á Selfossi alla sína tíð segir mikinn vöxt samfélagsins sér ofarlega í huga og hækkandi fasteignaverð í bænum. „Það er allt á hvolfi alls staðar hérna og það er bara mikið að gera reyndar líka það fylgist að en það hækkar allt og verður dýrara,“ segir Páll Bjarnason. „Ég held að það sem komi fyrst í hugann eru menningarmál og svona afstaða sveitarstjórnarfólks til menningaruppbyggingar,“ segir Eyjólfur Eyjólfsson. „Það hefur náttúrulega mikið verið rætt um íþróttahöllina nýju og svona. Ég persónulega vill sjá eitthvað nýtt, fyrir eins og ég er í handbolta, íþróttahús í þeim gír,“ segir Einar Sverrisson. Þá hafa íbúar líka kallað eftir nýrri hreinsistöð. „Fjölskylduvænt umhverfi, umhverfisvernd tekin tillit til þess í öllum framkvæmdum og svo þjónusta við aldraða og svo skiptir mig miklu máli að við fáum hreinsistöð fyrir affall hér í Árborg,“ segir Anna Jóna Gunnarsdóttir.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árborg Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent