Stéttarfélög Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Stjórn Eflingar stéttarfélagsins segir forseta ASÍ sýna vitundarleysi í skýringum sínum á niðurstöðum könnunar um stöðu launafólks á Íslandi. Það sé miður að forseti ASÍ skuli taka þátt í að afvegaleiða umræðuna þegar komi að baráttunni gegn misskiptingu í íslensku samfélagi. Innlent 2.10.2025 13:40 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Í fjárlagafrumvarpi 2026 er lagt til að fella niður almenna heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Í umsögn Visku um frumvarpið er bent á að afnámið kostar heimilin um 7 milljarða króna á árinu 2026 og mun leiða til þess að stuðningur við húsnæðiseigendur verður við sögulegt lágmark á næsta ári. Skoðun 2.10.2025 07:32 Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Atvinnuþátttaka innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði er betri en meðal innfæddra og hlutfallslega fleiri þeirra eru háskólamenntaðir. Þeir hafa hins vegar lægri tekjur og eru í verri stöðu á húsnæðismarkaði samkvæmt nýrri könnun. Meirihluti heimila á Íslandi býr við góð lífskjör, en það virðast vera að myndast gjá á milli ólíkra hópa launafólks í landinu að sögn ASÍ. Innlent 1.10.2025 20:01 Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Ný könnun á vegum Alþýðusambands Íslands og BSRB sýnir fram á að breið gjá einkennir stöðu launafólks í landinu. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að fimmtungur foreldra hefur ekki tök á að kaupa afmælisgjafir fyrir börnin sín og að þrátt fyrir að fleiri innflytjendur séu með háskólagráðu heldur en innfæddir eru þeir líklegri til að ná ekki endum saman. Innlent 1.10.2025 11:33 Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Varða - rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins mun kynna niðurstöður rannsóknar sinnar á stöðu launafólks á Íslandi núna klukkan 10:30 í dag. Hægt verður að fylgjast með kynningunni í beinni útsendingu neðst í fréttinni. Innlent 1.10.2025 10:00 Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna og flugstjóri hjá Icelandair segist ekki finna til ábyrgðar vegna gjaldþrots Play. Play kvartaði til Samkeppniseftirlitsins eftir fullyrðingar hans í fjölmiðlum byrjun mánaðar þar sem hann spáði gjaldþroti Play. Hann segist hafa áhyggjur af orðspori Íslands í flugrekstri. Viðskipti innlent 30.9.2025 12:19 Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Forseti Íslenska flugstéttarfélagsins (ÍFF) segir gjaldþrot Play hafa komið öllum starfsmönnum á óvart. Hann segir gjaldþrotið gríðarlega þungt fyrir hans félagsfólk en félagið hafi sýnt síðustu mánuði að það hafi horfið frá upphaflegum gildum sínum. Viðskipti innlent 29.9.2025 15:38 SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, segir samtökin ekki muna þurfa að greiða dagsektir. Samtökin muni afhenda Samkeppniseftirlitinu öll gögn sem þau vilja. Viðskipti innlent 23.9.2025 20:46 SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest að dagsektir upp á milljón krónur skuli leggjast á Samtök fyrirtækja í veitingarekstri (SVEIT) ef félagið afhendir Samkeppniseftirlitinu ekki gögn í seinasta lagi 6. október. Gögnin snúa að rannsókn á meintum samkeppnisbrotum. Viðskipti innlent 23.9.2025 18:03 Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda er ekki hrifinn af hugmynd Sonju Ýrar Þorbergsdóttur, formanns BSRB, um að innleiða áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn í stað þess að afnema hann á opinberum markaði. Innlent 21.9.2025 17:16 Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Jóhann Páll Jóhannsson, loftslags-, orku- og umhverfisráðherra, hefur dregið til baka þátttöku sína á haustfundi SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, í ljósi áskorunar stéttarfélagsins Eflingar frá því í gær þar sem þau hvöttu ráðherrann til að mæta ekki. Viðskipti innlent 20.9.2025 14:13 Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT, hvetur Sólveigu Önnu Jónsdóttir og alla aðra til þess að mæta á haustfund samtakanna á miðvikudaginn. Sólveig Anna hvatti ráðherra í morgun til að mæta ekki á fundinn vegna meintra tengsla við „gervistéttarfélagið“ Virðingu. Einar segir tengslin ekki meiri en svo að hann hafi ekki náð sambandi við nokkurn mann þar á bæ. Innlent 19.9.2025 14:08 Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Formaður Eflingar hvetur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherraráðherra til þess að mæta ekki á haustfund Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, þar sem þátttaka hans myndi hvítþvo samtökin og veita þeim yfirbragð virðuleika. Efling hefur gagnrýnt samtökin harðlega allt frá stofnun þeirra. Innlent 19.9.2025 12:05 BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Stjórn BSRB fordæmir áform ríkisstjórnarinnar um að skerða réttindi starfsfólks í almannaþjónustu með afnámi áminningarskyldu. Í ályktun stjórnar BSRB segir að ríkisstjórnin ætli sér að gera þetta án samráðs við heildarsamtök launafólks og án þess að meta áhrifin með nokkrum hætti. Innlent 18.9.2025 15:46 Play sé ekki að fara á hausinn Heimildir fréttastofu herma að flugmenn Play hafi ráðist í óformlega verkfallsaðgerð í morgun. Forstjórinn segir fund í kjölfar aðgerðanna eingöngu hefðbundinn starfsmannafund. Sérfræðingur skilur að starfsmenn félagsins hafi áhyggjur af stöðu mála. Viðskipti innlent 12.9.2025 20:02 Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? „Borgar sig að vanmeta menntun?“ er yfirskrift málþings sem BHM hefur boðað til og fer fram í Grósku milli klukkan 15 og 17 í dag. Tilefnið er útgáfa nýrrar skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um virði háskólamenntunar sem unnin var fyrir BHM. Hægt verður að fylgjast með málþinginu í beinu streymi. Viðskipti innlent 9.9.2025 14:31 Borgar sig að vanmeta menntun? Í dag verður gefin út skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ um virði háskólamenntunar. Þetta er í annað sinn sem stofnunin vinnur slíka skýrslu fyrir BHM og bætir nýja skýrslan umtalsvert við þekkingu okkar og dýpkar skilning á þessum mikilvæga þætti í starfsumhverfi háskólamenntaðra stétta. Skoðun 9.9.2025 12:17 Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Afl starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands (RSÍ) hafa fengið ábendingar um að stjórnendur álvers Alcoa á Reyðarfirði hafi rætt við óbreytta starfsmenn um kjaradeilu verkalýðsfélaganna við fyrirtækið. Viðræður hafa gengið illa og stendur til að greiða atkvæði um verkfall starfsmanna. Alcoa Fjarðaál segir vonbrigði að viðræður hafi ekki borið árangur. Innlent 8.9.2025 15:33 Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sigríður Indriðadóttir, framkvæmdastjóri Saga Competence, segir þurfa vitundarvakningu meðal stjórnenda í opinbera geiranum um að setja starfsfólki skýr mörk og að tryggja hagsýni í rekstri. Hún segir sömuleiðis þörf á að breyta starfsmannalögum þannig hægt sé að vísa fólki frá sem ekki sinnir vinnunni sinni. Viðskipti innlent 8.9.2025 08:54 „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Formaður Afls starfsgreinafélags segir það mjög miður að kjaraviðræður við Alcoa Fjarðarál séu komnar á þann stað sem blasi við. Innan tveggja vikna muni liggja fyrir hvort 400 starfsmenn leggi niður störf, þolinmæðin sé af skornum skammti. Innlent 7.9.2025 22:01 Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Formaður VR og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segjast jákvæðir gagnvart nýrri atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar. Hins vegar þurfi enn að huga að nokkrum hlutum líkt og hverjir eigi að vinna störfin. Innlent 7.9.2025 14:00 Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Á morgun, laugardag, er efnt til fjöldafunda víða um land til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni og krefjast aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið sem nú á sér stað í Palestínu. Heildarsamtök launafólks og fjöldi stéttarfélaga standa að fundinum, ásamt fjölmörgum öðrum samtökum. Skoðun 5.9.2025 07:46 Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir forstjóra Play hafa gerst sekan um tilraun til þöggunar á eðlilegri og nauðsynlegri umræðu, þegar hann gagnrýndi formanninn fyrir fullyrðingar um yfirvofandi gjaldþrot Play. Viðskipti innlent 4.9.2025 15:46 Útgerðin skuldar okkur skýringar Á nýyfirstaðinni makrílvertíð veiddu íslensk skip og færeysk á sömu miðum, eins og svo oft áður. Einhverra hluta vegna drógu íslensku skipin mun verðminni fisk á land. Undir lok vertíðarinnar fengu Íslendingar ekki nema um 40% af því verði sem Færeyingar fengu fyrir sama hráefni. Útgerðin verður að skýra fyrir þjóðinni hvernig á þessu stendur. Um er að ræða fjárhæðir sem hlaupa á milljörðum. Skoðun 4.9.2025 14:01 Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Brátt taka gildi hér á landi nýjar reglur um ráðningarsamband sem snúa annars vegar að reynslutíma og hins vegar að rétti starfsfólks til að taka að sér störf utan umsamins vinnutíma. Skoðun 3.9.2025 11:45 Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna spáir því að rekstur flugfélagsins Play hér á landi sé feigur. Fjárfestar hafi verið lokkaðir að stofnun félagsins, meðal annars á þeim forsendum að til stæði að stunda félagslegt undirboð. Viðskipti innlent 2.9.2025 11:45 Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Dagný Ingadóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Kennarasambands Íslands. Viðskipti innlent 2.9.2025 07:26 Þjóð gegn þjóðarmorði Kröfufundir 6. september kl. 14, Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi Skoðun 28.8.2025 17:30 „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Formaður Eflingar segir ekki fræðilegan möguleika fyrir félagsfólk Eflingar að komast inn á húsnæðismarkaðinn og ömurlegt sé að hærra leiguverð éti upp hækkun húsnæðisbóta. Hún segir takmörkun á skammtímaleigu vera þá aðgerð sem slá muni hraðast á misræmi framboðs og eftirspurnar eftir húsnæði. Innlent 25.8.2025 23:45 Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Seðlabankinn hefur nú tilkynnt að stýrivextir muni standa í stað næstu mánuði og hefur hávaxtastefna bankans varað í rúm þrjú ár. Í aðdraganda ákvörðunarinnar stigu sífellt fleiri aðilar fram og bentu á að hávaxtastefnan væri gengin sér til húðar og þarfnaðist endurskoðunar. Skoðun 20.8.2025 10:48 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 33 ›
Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Stjórn Eflingar stéttarfélagsins segir forseta ASÍ sýna vitundarleysi í skýringum sínum á niðurstöðum könnunar um stöðu launafólks á Íslandi. Það sé miður að forseti ASÍ skuli taka þátt í að afvegaleiða umræðuna þegar komi að baráttunni gegn misskiptingu í íslensku samfélagi. Innlent 2.10.2025 13:40
7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Í fjárlagafrumvarpi 2026 er lagt til að fella niður almenna heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Í umsögn Visku um frumvarpið er bent á að afnámið kostar heimilin um 7 milljarða króna á árinu 2026 og mun leiða til þess að stuðningur við húsnæðiseigendur verður við sögulegt lágmark á næsta ári. Skoðun 2.10.2025 07:32
Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Atvinnuþátttaka innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði er betri en meðal innfæddra og hlutfallslega fleiri þeirra eru háskólamenntaðir. Þeir hafa hins vegar lægri tekjur og eru í verri stöðu á húsnæðismarkaði samkvæmt nýrri könnun. Meirihluti heimila á Íslandi býr við góð lífskjör, en það virðast vera að myndast gjá á milli ólíkra hópa launafólks í landinu að sögn ASÍ. Innlent 1.10.2025 20:01
Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Ný könnun á vegum Alþýðusambands Íslands og BSRB sýnir fram á að breið gjá einkennir stöðu launafólks í landinu. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að fimmtungur foreldra hefur ekki tök á að kaupa afmælisgjafir fyrir börnin sín og að þrátt fyrir að fleiri innflytjendur séu með háskólagráðu heldur en innfæddir eru þeir líklegri til að ná ekki endum saman. Innlent 1.10.2025 11:33
Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Varða - rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins mun kynna niðurstöður rannsóknar sinnar á stöðu launafólks á Íslandi núna klukkan 10:30 í dag. Hægt verður að fylgjast með kynningunni í beinni útsendingu neðst í fréttinni. Innlent 1.10.2025 10:00
Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna og flugstjóri hjá Icelandair segist ekki finna til ábyrgðar vegna gjaldþrots Play. Play kvartaði til Samkeppniseftirlitsins eftir fullyrðingar hans í fjölmiðlum byrjun mánaðar þar sem hann spáði gjaldþroti Play. Hann segist hafa áhyggjur af orðspori Íslands í flugrekstri. Viðskipti innlent 30.9.2025 12:19
Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Forseti Íslenska flugstéttarfélagsins (ÍFF) segir gjaldþrot Play hafa komið öllum starfsmönnum á óvart. Hann segir gjaldþrotið gríðarlega þungt fyrir hans félagsfólk en félagið hafi sýnt síðustu mánuði að það hafi horfið frá upphaflegum gildum sínum. Viðskipti innlent 29.9.2025 15:38
SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, segir samtökin ekki muna þurfa að greiða dagsektir. Samtökin muni afhenda Samkeppniseftirlitinu öll gögn sem þau vilja. Viðskipti innlent 23.9.2025 20:46
SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest að dagsektir upp á milljón krónur skuli leggjast á Samtök fyrirtækja í veitingarekstri (SVEIT) ef félagið afhendir Samkeppniseftirlitinu ekki gögn í seinasta lagi 6. október. Gögnin snúa að rannsókn á meintum samkeppnisbrotum. Viðskipti innlent 23.9.2025 18:03
Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda er ekki hrifinn af hugmynd Sonju Ýrar Þorbergsdóttur, formanns BSRB, um að innleiða áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn í stað þess að afnema hann á opinberum markaði. Innlent 21.9.2025 17:16
Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Jóhann Páll Jóhannsson, loftslags-, orku- og umhverfisráðherra, hefur dregið til baka þátttöku sína á haustfundi SVEIT, samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, í ljósi áskorunar stéttarfélagsins Eflingar frá því í gær þar sem þau hvöttu ráðherrann til að mæta ekki. Viðskipti innlent 20.9.2025 14:13
Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT, hvetur Sólveigu Önnu Jónsdóttir og alla aðra til þess að mæta á haustfund samtakanna á miðvikudaginn. Sólveig Anna hvatti ráðherra í morgun til að mæta ekki á fundinn vegna meintra tengsla við „gervistéttarfélagið“ Virðingu. Einar segir tengslin ekki meiri en svo að hann hafi ekki náð sambandi við nokkurn mann þar á bæ. Innlent 19.9.2025 14:08
Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Formaður Eflingar hvetur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherraráðherra til þess að mæta ekki á haustfund Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, þar sem þátttaka hans myndi hvítþvo samtökin og veita þeim yfirbragð virðuleika. Efling hefur gagnrýnt samtökin harðlega allt frá stofnun þeirra. Innlent 19.9.2025 12:05
BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Stjórn BSRB fordæmir áform ríkisstjórnarinnar um að skerða réttindi starfsfólks í almannaþjónustu með afnámi áminningarskyldu. Í ályktun stjórnar BSRB segir að ríkisstjórnin ætli sér að gera þetta án samráðs við heildarsamtök launafólks og án þess að meta áhrifin með nokkrum hætti. Innlent 18.9.2025 15:46
Play sé ekki að fara á hausinn Heimildir fréttastofu herma að flugmenn Play hafi ráðist í óformlega verkfallsaðgerð í morgun. Forstjórinn segir fund í kjölfar aðgerðanna eingöngu hefðbundinn starfsmannafund. Sérfræðingur skilur að starfsmenn félagsins hafi áhyggjur af stöðu mála. Viðskipti innlent 12.9.2025 20:02
Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? „Borgar sig að vanmeta menntun?“ er yfirskrift málþings sem BHM hefur boðað til og fer fram í Grósku milli klukkan 15 og 17 í dag. Tilefnið er útgáfa nýrrar skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um virði háskólamenntunar sem unnin var fyrir BHM. Hægt verður að fylgjast með málþinginu í beinu streymi. Viðskipti innlent 9.9.2025 14:31
Borgar sig að vanmeta menntun? Í dag verður gefin út skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ um virði háskólamenntunar. Þetta er í annað sinn sem stofnunin vinnur slíka skýrslu fyrir BHM og bætir nýja skýrslan umtalsvert við þekkingu okkar og dýpkar skilning á þessum mikilvæga þætti í starfsumhverfi háskólamenntaðra stétta. Skoðun 9.9.2025 12:17
Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Afl starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands (RSÍ) hafa fengið ábendingar um að stjórnendur álvers Alcoa á Reyðarfirði hafi rætt við óbreytta starfsmenn um kjaradeilu verkalýðsfélaganna við fyrirtækið. Viðræður hafa gengið illa og stendur til að greiða atkvæði um verkfall starfsmanna. Alcoa Fjarðaál segir vonbrigði að viðræður hafi ekki borið árangur. Innlent 8.9.2025 15:33
Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sigríður Indriðadóttir, framkvæmdastjóri Saga Competence, segir þurfa vitundarvakningu meðal stjórnenda í opinbera geiranum um að setja starfsfólki skýr mörk og að tryggja hagsýni í rekstri. Hún segir sömuleiðis þörf á að breyta starfsmannalögum þannig hægt sé að vísa fólki frá sem ekki sinnir vinnunni sinni. Viðskipti innlent 8.9.2025 08:54
„Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Formaður Afls starfsgreinafélags segir það mjög miður að kjaraviðræður við Alcoa Fjarðarál séu komnar á þann stað sem blasi við. Innan tveggja vikna muni liggja fyrir hvort 400 starfsmenn leggi niður störf, þolinmæðin sé af skornum skammti. Innlent 7.9.2025 22:01
Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Formaður VR og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segjast jákvæðir gagnvart nýrri atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar. Hins vegar þurfi enn að huga að nokkrum hlutum líkt og hverjir eigi að vinna störfin. Innlent 7.9.2025 14:00
Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Á morgun, laugardag, er efnt til fjöldafunda víða um land til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni og krefjast aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið sem nú á sér stað í Palestínu. Heildarsamtök launafólks og fjöldi stéttarfélaga standa að fundinum, ásamt fjölmörgum öðrum samtökum. Skoðun 5.9.2025 07:46
Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir forstjóra Play hafa gerst sekan um tilraun til þöggunar á eðlilegri og nauðsynlegri umræðu, þegar hann gagnrýndi formanninn fyrir fullyrðingar um yfirvofandi gjaldþrot Play. Viðskipti innlent 4.9.2025 15:46
Útgerðin skuldar okkur skýringar Á nýyfirstaðinni makrílvertíð veiddu íslensk skip og færeysk á sömu miðum, eins og svo oft áður. Einhverra hluta vegna drógu íslensku skipin mun verðminni fisk á land. Undir lok vertíðarinnar fengu Íslendingar ekki nema um 40% af því verði sem Færeyingar fengu fyrir sama hráefni. Útgerðin verður að skýra fyrir þjóðinni hvernig á þessu stendur. Um er að ræða fjárhæðir sem hlaupa á milljörðum. Skoðun 4.9.2025 14:01
Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Brátt taka gildi hér á landi nýjar reglur um ráðningarsamband sem snúa annars vegar að reynslutíma og hins vegar að rétti starfsfólks til að taka að sér störf utan umsamins vinnutíma. Skoðun 3.9.2025 11:45
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna spáir því að rekstur flugfélagsins Play hér á landi sé feigur. Fjárfestar hafi verið lokkaðir að stofnun félagsins, meðal annars á þeim forsendum að til stæði að stunda félagslegt undirboð. Viðskipti innlent 2.9.2025 11:45
Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Dagný Ingadóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Kennarasambands Íslands. Viðskipti innlent 2.9.2025 07:26
Þjóð gegn þjóðarmorði Kröfufundir 6. september kl. 14, Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi Skoðun 28.8.2025 17:30
„Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Formaður Eflingar segir ekki fræðilegan möguleika fyrir félagsfólk Eflingar að komast inn á húsnæðismarkaðinn og ömurlegt sé að hærra leiguverð éti upp hækkun húsnæðisbóta. Hún segir takmörkun á skammtímaleigu vera þá aðgerð sem slá muni hraðast á misræmi framboðs og eftirspurnar eftir húsnæði. Innlent 25.8.2025 23:45
Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Seðlabankinn hefur nú tilkynnt að stýrivextir muni standa í stað næstu mánuði og hefur hávaxtastefna bankans varað í rúm þrjú ár. Í aðdraganda ákvörðunarinnar stigu sífellt fleiri aðilar fram og bentu á að hávaxtastefnan væri gengin sér til húðar og þarfnaðist endurskoðunar. Skoðun 20.8.2025 10:48