Landslið karla í fótbolta

Fréttamynd

Åge ræður hvort kallað verði í Albert

Eftir að landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson var í dag sýknaður af ákæru um nauðgun er það í höndum landsliðsþjálfarans Åge Hareide að ákveða hvort hann taki þátt í leikjunum við Wales og Tyrkland, í Þjóðadeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Svona var fundur KSÍ fyrir leikinn við Wales

Åge Hareide landsliðsþjálfari og Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag, fyrir leikinn mikilvæga við Wales í Þjóðadeildinni í fótbolta annað kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Tekst að búa til úr­slita­leik við Dani?

Íslenska U21-landsliðið í fótbolta karla mætir Litáen í Víkinni í dag, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, og getur með sigri búið sér til úrslitaleik við Danmörku næsta þriðjudag.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við þurfum að taka okkar sénsa“

„Við þurfum að taka okkar sénsa þegar að við fáum þá,“ segir lands­liðs­maðurinn í fót­bolta. Sverrir Ingi Inga­son sem mætti í góðu formi og sáttur með lífið til móts við ís­lenska lands­liðið sem á fram­undan tvo mikil­væga leiki í Þjóða­deild UEFA. 

Fótbolti
Fréttamynd

Arnór Ingvi skoðar sín mál í janúar

Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Arnór Ingvi Traustason, segir liðið hafa fundið ákveðnar leiðir í gegnum næsta mótherja sinn í Þjóðadeild UEFA sem það mun reyna nýta sér til sigurs. Arnór hefur verið að ganga í gegnum krefjandi tíma með félagsliði í Svíþjóð og segir landsliðsverkefnið koma á fullkomnum tímapunkti.

Fótbolti
Fréttamynd

Draumur að rætast hjá bræðrunum

Bræðurnir Brynjólfur og Willum Þór Willumssynir eru báðir í landsliðshópi Íslands fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni. Draumurinn er að fá að spila saman fyrir íslenska landsliðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Júlíus bætist við landsliðshópinn

Júlíus Magnússon, leikmaður Fredrikstad í Noregi, hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni. Enginn víkur fyrir honum í hópnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Kristian ekki spilað nóg en fer í U21

Kristian Nökkvi Hlynsson, miðjumaður Ajax, er í U21-landsliðshópnum fyrir komandi leiki í undankeppni EM eftir að hafa ekki verið valinn í A-landsliðið sem spilar á sama tíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Enn pláss fyrir Aron sem fer í segul­ómun

Åge Hareide segir ekki útilokað að hann bæti Aroni Einari Gunnarssyni við í landsliðshóp sinn sem 24. manni fyrir leikina við Wales og Tyrkland á Laugardalsvelli 11. og 14. október. Hann bindur vonir við að Gylfi Þór Sigurðsson verði klár í slaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Jóhann á sigurbraut í Sádi-Arabíu

Landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson var á sínum stað í liði Al Orobah þegar það vann 1-0 sigur gegn Damac í sádiarabísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Spenntur fyrir haustinu eftir strembið sumar

Gengið hefur á ýmsu hjá fótboltamanninum Andra Fannari Baldurssyni síðustu misseri og hefur hann verið á flakki um Evrópu. Hann er á leið í spennandi verkefni í haust og mun skoða sín mál í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir Gomes ekki fenginn í stað Hákonar

Olivier Létang, formaður franska knattspyrnufélagsins Lille, segir að koma Portúgalans André Gomes til félagsins sé ekki hugsuð til þess að fylla í skarðið fyrir Hákon Arnar Haraldsson.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við náðum aldrei al­menni­legum tökum á leiknum“

Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landslið drengja í knattspyrnu, beið lægri hlut gegn liði Wales í Víkinni í dag. Leikurinn fór 2-1, gestunum í vil, og með sigrinum nær velska liðið að bæta stöðu sína í undanriðlinum. Wales og Danmörk sitja á toppi riðilsins með 14 stig á meðan Ísland er enn með 9 stig en á þó leik til góða.

Fótbolti