Fótbolti

Byrjunar­lið Frakk­lands: Mateta tekur sæti Mbappé

Valur Páll Eiríksson skrifar
Stór stund fyrir Mateta í Laugardal.
Stór stund fyrir Mateta í Laugardal. Antonio Borga/Eurasia Sport Images/Getty Images

Jean-Phillippe Mateta, framherji Crystal Palace, byrjar í fyrsta sinn landsleik fyrir Frakkland er liðið mætir Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld.

Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá. Bein útsending hefst klukkan 18:00.

Fátt óvænt er í byrjunarliði Frakklands en liðið er í samræmi við það sem L'Equipé sagði líklegt í morgun. Kylian Mbappé og Adrien Rabiot detta báðir út vegna meiðsla frá leik Frakka við Asera á föstudag.

Lucas Digne kemur inn í vinstri bakvörðinn og þá datt Ibrahima Konaté út vegna meiðsla. Dayot Upamecano og William Saliba er í miðvarðarstöðunni.

Þónokkra vantar í framliggjandi stöður franska liðsins. PSG-tríóið Bradley Barcola, Desiré Doué og Gullboltahafinn Ousmané Dembélé er frá vegna meiðsla, sem og miðjumaðurinn Aurelién Tchouameni, leikmaður Real Madrid auk Marcusar Thuram, framherja Inter Milan.

Florian Thauvin byrjar þá fyrir aftan Mateta sem leiðir línuna. Christopher Nkunku og Michael Olise eru á köntunum. Edouard Camavinga byrjar á miðjunni í stað Rabiot og er með Manu Koné sér við hlið.

Byrjunarliðið, samkvæmt L'Equipé, má sjá að neðan.

Byrjunarlið Frakklands

  • Markvörður: Mike Maignan (AC Milan)
  • Hægri bakvörður: Jules Koundé (Barcelona)
  • Miðvörður: William Saliba (Arsenal)
  • Miðvörður: Dayot Upamecano (Bayern Munchen)
  • Vinstri bakvörður: Lucas Digne (Aston Villa)
  • Miðjumaður: Manu Koné (Roma)
  • Miðjumaður: Eduardo Camavinga (Real Madrid)
  • Hægri kantmaður: Michael Olise (Bayern Munchen)
  • Framliggjandi miðjumaður: Florian Thauvin (Lens)
  • Vinstri kantmaður: Christopher Nkunku (AC Milan)
  • Framherji: Jean-Phillippe Mateta (Crystal Palace)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×