Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Valur Páll Eiríksson skrifar 13. október 2025 13:30 Didier Deschamps segir íslenska liðið hafa verið óheppið og það gæti hæglega verið með fleiri stig. Vísir/Ívar Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, býst við hörkuleik þegar hans menn mæta Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. „Þetta verður erfiður leikur. Ég man vel fyrri leik liðanna og íslenska liðið skapaði okkur mikil vandræði í fyrri leiknum,“ segir Deschamps í samtali við íþróttadeild. Klippa: Deschamps býst við erfiðum leik Ísland gerði mjög vel gegn Frökkum í fyrri leik liðanna í París og var hársbreidd frá því að koma þaðan með stig í pokahorninu. Myndbandsdómari tók jöfnunarmark Andra Lucasar Guðjohnsen af Íslandi undir lok leiks. Ísland kemur inn í leik kvöldsins eftir 5-3 tap fyrir Úkraínu á föstudagskvöld þar sem það spilaði vel samkvæmt Deschamps og var óheppið að tapa. „Ég horfði á leik liðsins gegn Úkraínu og hann einkenndist af mikilli óheppni. Úkraínumenn voru mjög skilvirkir en íslenska liðið átti mjög góða spretti. Vissulega fékk liðið á sig fimm mörk og tapaði leiknum en ég veit vel hvaða gæðum liðið býr yfir og hvers leikmenn eru megnugir,“ segir Deschamps og bætir við: „Svo við berum mikla virðingu fyrir andstæðingnum og búumst við erfiðum leik.“ Mikil meiðsli Kylian Mbappé, fyrirliði Frakka og einn besti leikmaður heims, heltist úr lestinni eftir sigur Frakka á Aserum á föstudag. Hann bætist á meiðslalista þeirra frönsku sem telur leikmenn á við Ousmané Dembélé, Desiré Doué, Bradley Barcola, Aurélien Tchouameni og Ibrahima Konaté. Þá er Adrien Rabiot einnig tæpur en hann tók ekki þátt á æfingu franska liðsins í Laugardal í gærkvöld. En hvaða áhrif hefur fjarvera Mbappé? „Kylian er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur því hann getur breytt leikjum með mörkum og stoðsendingum. En hann er frá vegna ökklameiðsla og ég er ekki leikmann af sama prófíl, ég hef alltaf sagt að franska landsliðið sé sterkara með Kylian innanborðs en get líka treyst á aðra sóknarmenn,“ segir Deschamps en franskir miðlar spá því að Jean Phillippe Mateta, framherji Crystal Palace, byrji í fyrsta sinn landsleik í kvöld. Hann kom inn á sem varamaður gegn Aserum á föstudagskvöld og spilaði þá sinn fyrsta landsleik. „Það er reyndar mikið um meiðsli í sókninni núna en það ætti ekki að vera nein afsökun. Við munum gera okkar besta til að ná góðum úrslitum í leiknum á morgun.“ Íslendingar óheppnir að standa ekki betur í riðlinum Deschamps segir að Ísland geti hæglega verið með fleiri stig en þrjú í riðlinum, eftir nauma tapið í París og óheppnina á föstudagskvöldið. „Já, að sjálfsögðu. Íslenska liðið gæti vel hafa náð mun fleiri stigum. Ósigurinn gegn Úkraínu var vissulega ekki góð úrslit en þess utan skipta mestu máli yfirburðir liðsins í þeim leik. Úkraínska liðið skoraði úr fimm af sex skotum sínum á meðan Íslendingar áttu mun fleiri færi og stjórnuðu leiknum. Það er því ljóst að þetta verður erfið barátta á morgun,“ segir Deschamps að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum. Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá. Bein útsending hefst klukkan 18:00. Landslið karla í fótbolta Franski boltinn HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
„Þetta verður erfiður leikur. Ég man vel fyrri leik liðanna og íslenska liðið skapaði okkur mikil vandræði í fyrri leiknum,“ segir Deschamps í samtali við íþróttadeild. Klippa: Deschamps býst við erfiðum leik Ísland gerði mjög vel gegn Frökkum í fyrri leik liðanna í París og var hársbreidd frá því að koma þaðan með stig í pokahorninu. Myndbandsdómari tók jöfnunarmark Andra Lucasar Guðjohnsen af Íslandi undir lok leiks. Ísland kemur inn í leik kvöldsins eftir 5-3 tap fyrir Úkraínu á föstudagskvöld þar sem það spilaði vel samkvæmt Deschamps og var óheppið að tapa. „Ég horfði á leik liðsins gegn Úkraínu og hann einkenndist af mikilli óheppni. Úkraínumenn voru mjög skilvirkir en íslenska liðið átti mjög góða spretti. Vissulega fékk liðið á sig fimm mörk og tapaði leiknum en ég veit vel hvaða gæðum liðið býr yfir og hvers leikmenn eru megnugir,“ segir Deschamps og bætir við: „Svo við berum mikla virðingu fyrir andstæðingnum og búumst við erfiðum leik.“ Mikil meiðsli Kylian Mbappé, fyrirliði Frakka og einn besti leikmaður heims, heltist úr lestinni eftir sigur Frakka á Aserum á föstudag. Hann bætist á meiðslalista þeirra frönsku sem telur leikmenn á við Ousmané Dembélé, Desiré Doué, Bradley Barcola, Aurélien Tchouameni og Ibrahima Konaté. Þá er Adrien Rabiot einnig tæpur en hann tók ekki þátt á æfingu franska liðsins í Laugardal í gærkvöld. En hvaða áhrif hefur fjarvera Mbappé? „Kylian er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur því hann getur breytt leikjum með mörkum og stoðsendingum. En hann er frá vegna ökklameiðsla og ég er ekki leikmann af sama prófíl, ég hef alltaf sagt að franska landsliðið sé sterkara með Kylian innanborðs en get líka treyst á aðra sóknarmenn,“ segir Deschamps en franskir miðlar spá því að Jean Phillippe Mateta, framherji Crystal Palace, byrji í fyrsta sinn landsleik í kvöld. Hann kom inn á sem varamaður gegn Aserum á föstudagskvöld og spilaði þá sinn fyrsta landsleik. „Það er reyndar mikið um meiðsli í sókninni núna en það ætti ekki að vera nein afsökun. Við munum gera okkar besta til að ná góðum úrslitum í leiknum á morgun.“ Íslendingar óheppnir að standa ekki betur í riðlinum Deschamps segir að Ísland geti hæglega verið með fleiri stig en þrjú í riðlinum, eftir nauma tapið í París og óheppnina á föstudagskvöldið. „Já, að sjálfsögðu. Íslenska liðið gæti vel hafa náð mun fleiri stigum. Ósigurinn gegn Úkraínu var vissulega ekki góð úrslit en þess utan skipta mestu máli yfirburðir liðsins í þeim leik. Úkraínska liðið skoraði úr fimm af sex skotum sínum á meðan Íslendingar áttu mun fleiri færi og stjórnuðu leiknum. Það er því ljóst að þetta verður erfið barátta á morgun,“ segir Deschamps að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum. Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport í opinni dagskrá. Bein útsending hefst klukkan 18:00.
Landslið karla í fótbolta Franski boltinn HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira