Landslið kvenna í handbolta

Fréttamynd

Dómaramútur og skrautsendingar í harðri jólakeppni

Herbergisfélagarnir Sunna Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir ætla sér sigur í jólaskreytingakeppni milli landsliðskvenna í handbolta í kvöld. Slegið var til keppninnar milli herbergja til að létta á stressi kvöldið fyrir fyrsta leik á HM.

Handbolti
Fréttamynd

Halda spilunum þétt að sér | Stjarna Slóvena tæp

Slóvenía er fyrsti andstæðingur Íslands á komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Meiðsli hafa herjað á útilínu liðsins sem er þó ljóst að er afar sterkur andstæðingur. Stjarna liðsins hefur glímt við meiðsli síðustu vikur.

Handbolti
Fréttamynd

PlayStation eða fyrirtækisrekstur?

Það er misjafnt hvað landsliðskonur kvenna í handbolta gera til að stytta sér stundir á meðan þær eiga dauðan tíma milli æfinga og funda í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem hefst með leik við Slóveníu á fimmtudag.

Handbolti
Fréttamynd

Mættu mót­herjunum á göngunum

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lenti í Stafangri í Noregi í dag eftir stutt 45 mínútna flug frá höfuðborginni Osló. Liðið æfði þar saman í Íþróttahöll Stafangurs, líkt og hún er kölluð, síðdegis – sem er þó ekki keppnishöllin hjá liðinu á HM.

Handbolti
Fréttamynd

Tap hjá Ís­landi í lokaleik fyrir HM

Ísland mætti Angóla í dag í lokaleik sínum á Posten Cup mótinu sem haldið er í Noregi. Liðin eru saman í D-riðli á heimsmeistaramótinu og mætast þar einnig í lokaleik riðilsins.

Handbolti
Fréttamynd

Sjokk að fá þessar fréttir

Íslenska landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir verður ekki með landsliðinu á HM í handbolta sem hefst í lok mánaðarins. Meiðsli urðu til þess að hún varð að gefa eftir sæti sitt í hópnum daginn áður en íslensku stelpurnar flugu út.

Handbolti
Fréttamynd

„Það mun reyna á hópinn á margan hátt“

Lands­liðs­hópur ís­lenska kvenna­lands­liðsins fyrir komandi heims­meistara­mót í hand­bolta hefur nú verið opin­beraður. Arnar Péturs­son, lands­liðs­þjálfari, hefur valið þá á­tján leik­menn sem halda til Noregs á mót sem hann segir gríðar­lega mikil­vægt fyrir þá veg­ferð sem liðið er á.

Handbolti
Fréttamynd

Svona var HM-fundurinn hans Arnars

Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem lands­liðs­hópur ís­lenska kvenna­lands­liðsins, fyrir komandi heims­meistara­mót, var opin­beraður.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Lúxemborg 32-14 | Öruggur sigur í fyrsta leik undankeppni EM

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tók á móti Lúxemborg í forkeppni EM 2024 sem haldið verður Austurríki, Ungverjalandi og Sviss á næsta ári. Þetta var fyrsti leikur liðsins í riðlinum en ásamt Íslandi og Lúxemborg eru það Færeyjar og Svíþjóð sem mynda riðilinn. Svo fór að lokum að Ísland vann feikilega öruggan sigur á liði Lúxemborgar. Lokatölur 32-14 fyrir Ísland.

Handbolti
Fréttamynd

Öruggur sigur strákanna en stelpurnar töpuðu í lokin

Strákarnir í U19-landsliði karla í handbolta mæta Svíþjóð á fimmtudag og spila um sæti 17-20, á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir í Króatíu. Stelpurnar í U17-landsliði Íslands spila væntanlega um 13.-16. sæti á EM í Svartfjallalandi.

Handbolti
Fréttamynd

Sáu aldrei til sólar gegn Portúgal

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 19 ára og yngri steinlá gegn Portúgal í B-riðli Evrópumótsins sem fram fer í Rúmeníu. Lokatölur 44-27 Portúgal í vil.

Handbolti