„Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. desember 2024 21:41 Berglind Þorsteinsdóttir átti stóran þátt í fyrsta stórmótasigri Íslands. Vísir/Viktor Freyr „Vá. Geggjað að vera partur af þessu og ótrúlega gaman að klára þetta,“ sagði Berglind Þorsteinsdóttir innt eftir viðbrögðum við fyrsta stórmótasigri íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Varnarvinna hennar spilaði stóran þátt í 27-24 sigri gegn Úkraínu á Evrópumótinu. „Við horfðum algjörlega á þennan leik fyrir mót og ætluðum alltaf að taka hann. Og eftir frábæran síðasta leik vorum við alveg klárar á því að við gætum þetta. Lögðum bara allt í þetta,“ hélt hún svo áfram. Erfitt að spila heilan hálfleik sex á sjö Ísland var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og útlit var fyrir stórsigur en Úkraínu veitti meiri mótspyrnu í seinni hálfleik, án þess þó að komast alveg upp að íslenska liðinu. „Seinni hálfleikur var aðeins of spennandi, svolítið erfitt að spila sjö á móti sex í heilan hálfleik. Það var smá kúnst en við náðum að klára þetta vel. Þó þetta hafi alveg verið smá óþægilegt.“ Gaman í vörninni Berglind hafði mikið að gera allan leikinn og þurfti að glíma við gríðarlega stóra og sterka leikmenn. „Þær eru lúmskar. Sérstaklega línumaðurinn, hún er alveg nautsterk.“ Hún hafði einnig það hlutverk, þegar Ísland fór í 5—1 vörn, að stíga upp og trufla sendingarleiðirnar. „Mér finnst það ótrúlega gaman. Maður er svona aðeins að stríða þeim en má samt ekki brjóta. Maður er svona að veiða þær í færin sem maður vill fá þær í. Mér finnst það mjög gaman en það er svolítið öðruvísi að vera þar, veit stundum ekki alveg hvar ég á að standa.“ Geta alveg staðið í Þjóðverjum Framundan er úrslitaleikur um sæti í milliriðli gegn Þýskalandi á þriðjudag og Berglind er bjartsýn. „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum. Já, ég hef fulla trú á okkur í þeim leik,“ sagði hún að lokum. Klippa: Berglind Þorsteinsdóttir eftir fyrsta stórmótasigur Íslands Viðtalið við Berglindi, sem Valur Páll Eiríksson tók, má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Fleiri fréttir Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Sjá meira
„Við horfðum algjörlega á þennan leik fyrir mót og ætluðum alltaf að taka hann. Og eftir frábæran síðasta leik vorum við alveg klárar á því að við gætum þetta. Lögðum bara allt í þetta,“ hélt hún svo áfram. Erfitt að spila heilan hálfleik sex á sjö Ísland var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og útlit var fyrir stórsigur en Úkraínu veitti meiri mótspyrnu í seinni hálfleik, án þess þó að komast alveg upp að íslenska liðinu. „Seinni hálfleikur var aðeins of spennandi, svolítið erfitt að spila sjö á móti sex í heilan hálfleik. Það var smá kúnst en við náðum að klára þetta vel. Þó þetta hafi alveg verið smá óþægilegt.“ Gaman í vörninni Berglind hafði mikið að gera allan leikinn og þurfti að glíma við gríðarlega stóra og sterka leikmenn. „Þær eru lúmskar. Sérstaklega línumaðurinn, hún er alveg nautsterk.“ Hún hafði einnig það hlutverk, þegar Ísland fór í 5—1 vörn, að stíga upp og trufla sendingarleiðirnar. „Mér finnst það ótrúlega gaman. Maður er svona aðeins að stríða þeim en má samt ekki brjóta. Maður er svona að veiða þær í færin sem maður vill fá þær í. Mér finnst það mjög gaman en það er svolítið öðruvísi að vera þar, veit stundum ekki alveg hvar ég á að standa.“ Geta alveg staðið í Þjóðverjum Framundan er úrslitaleikur um sæti í milliriðli gegn Þýskalandi á þriðjudag og Berglind er bjartsýn. „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum. Já, ég hef fulla trú á okkur í þeim leik,“ sagði hún að lokum. Klippa: Berglind Þorsteinsdóttir eftir fyrsta stórmótasigur Íslands Viðtalið við Berglindi, sem Valur Páll Eiríksson tók, má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Fleiri fréttir Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Sjá meira