„Mér finnst við alveg skítlúkka“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. nóvember 2024 15:45 Þórey Rósa er klár í slaginn fyrir komandi Evrópumót. EPA-EFE/Beate Oma „Ég er mjög spennt að fara af stað, komast út og byrja þetta,“ segir Þórey Rósa Stefánsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins sem er á leið á EM. Landsliðið hélt til Sviss í dag og mætir þar heimakonum í tveimur leikjum á föstudag og sunnudag. Þaðan verður farið til Austurríkis þar sem íslenska liðið spilar sinn fyrsta leik á EM við Holland á föstudaginn í næstu viku. Þórey segir stórmótið hafa verið ofarlega í huga um nokkra mánaða skeið. „Alveg klárlega í sumar líka þegar maður var að drífa sig út að hlaupa og lyfta og allt þetta. Þetta er alveg búin að vera gulrótin manns og vonandi uppsker maður eins og er búið að reyna að sá,“ segir Þórey Rósa. Klippa: „Þetta er síðasta kvöldmáltíðin“ Stórmótum fylgir þá meiri spenna en hinu almenna landsliðsverkefni. „Það er meira umstang í kringum þetta. Aðeins meiri tilhlökkun, aðeins meiri skipulagning, fleiri viðtöl og myndatökur. Svo eru nýir búningar, þetta er allt saman voðalega spennandi,“ segir Þórey Rósa sem er ánægð með nýju Adidas-búningana: „Mér finnst við alveg skítlúkka.“ Það vakti þá athygli blaðamanns hvað Framkonurnar Þórey og Steinunn Björnsdóttir voru ánægðar að koma inn í Safamýrina þar sem æfing landsliðsins fór fram í gær. Þær unnu ófáa titlana í húsinu sem er nú komið í umsjá Víkings. Þóreyju þykir sérlega gott að hafa lokið undirbúningi fyrir brottför á gamla heimavellinum. „Þetta er síðasta kvöldmáltíðin áður en við förum, hún er hér.“ Gengið verður til Alþingiskosninga 30. nóvember en þá verður landsliðið úti á EM. Þórey náði að kjósa áður en haldið var út. „Ég var að koma úr Holtagörðunum. Við vorum einmitt að hvetja allar til að drífa í því áður en við förum. Svo verður bara kosningavaka í herbergi 212.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Landsliðið hélt til Sviss í dag og mætir þar heimakonum í tveimur leikjum á föstudag og sunnudag. Þaðan verður farið til Austurríkis þar sem íslenska liðið spilar sinn fyrsta leik á EM við Holland á föstudaginn í næstu viku. Þórey segir stórmótið hafa verið ofarlega í huga um nokkra mánaða skeið. „Alveg klárlega í sumar líka þegar maður var að drífa sig út að hlaupa og lyfta og allt þetta. Þetta er alveg búin að vera gulrótin manns og vonandi uppsker maður eins og er búið að reyna að sá,“ segir Þórey Rósa. Klippa: „Þetta er síðasta kvöldmáltíðin“ Stórmótum fylgir þá meiri spenna en hinu almenna landsliðsverkefni. „Það er meira umstang í kringum þetta. Aðeins meiri tilhlökkun, aðeins meiri skipulagning, fleiri viðtöl og myndatökur. Svo eru nýir búningar, þetta er allt saman voðalega spennandi,“ segir Þórey Rósa sem er ánægð með nýju Adidas-búningana: „Mér finnst við alveg skítlúkka.“ Það vakti þá athygli blaðamanns hvað Framkonurnar Þórey og Steinunn Björnsdóttir voru ánægðar að koma inn í Safamýrina þar sem æfing landsliðsins fór fram í gær. Þær unnu ófáa titlana í húsinu sem er nú komið í umsjá Víkings. Þóreyju þykir sérlega gott að hafa lokið undirbúningi fyrir brottför á gamla heimavellinum. „Þetta er síðasta kvöldmáltíðin áður en við förum, hún er hér.“ Gengið verður til Alþingiskosninga 30. nóvember en þá verður landsliðið úti á EM. Þórey náði að kjósa áður en haldið var út. „Ég var að koma úr Holtagörðunum. Við vorum einmitt að hvetja allar til að drífa í því áður en við förum. Svo verður bara kosningavaka í herbergi 212.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti