Andóf Pussy Riot

Pútín náðar Pussy Riot og Grænfriðunga
Í tilefni af tvítugsafmæli rússnesku stjórnarskrárinnar fá 25 þúsund manns felldan niður fangelsisdóm.

Meðlimur Pussy Riot kominn í leitirnar
Nadezhda Tolokonnikova var flutt á sjúkrahús fanganýlendu í Síberíu.

Sýna unglingum heimildarmyndina um Pussy Riot
Hrönn Sveinsdóttir segir Bechdel-prófið seint geta stjórnað dagskrá Bíó Paradísar.

Negldi punginn á sér fastan við Rauða torgið
Listamaðurinn Pyotr Pavlensky fór óhefðbundna leið til að mótmæla stjórnvöldum í Rússlandi.

Send í aðrar fangabúðir
Í tvær vikur vissi fjölskylda Nadesjdu Tolokonnikovu ekkert hvar hún væri niðurkomin.

Pussy Riot meðlimur týndur
Ekkert hefur spurst konunnar síðan hún var flutt milli fangelsa í Rússlandi fyrir tíu dögum.

Vilja pólitíska fanga lausa
Rússneskir stjórnarandstæðingar efndu til mótmæla í Moskvu - með fullu leyfi stjórnvalda.

Pussy Riot meðlimur fluttur um set
Nadezhda Tolokonnikova, ein meðlima rússnesku kvennapönksveitarinnar Pussy Riot verður færð á annað fangelsi

Neyddar til að vinna sautján tíma á sólarhring
Nadesjda Tolokonnikova úr Pussy Riot lýsir hrikalegri meðferð í rússnesku fangabúðunum Mordovia.

Ein Pussy Riot kvenna í hungurverkfall
Nadezhda Tolokonnikova er að hefja hungurverkfall til að mótmæla miklu vinnuálagi og líflátshótun í fangabúðunum.

Börn frædd um Pussy Riot
Boðið verður upp á kvikmyndafræðslu fyrir börn og unglinga í grunnskólum Reykjavíkur í haust. Sýningarnar verða í Bíói Paradís.

Meðlimi Pussy Riot synjað um reynslulausn
Réttur í Rússlandi hafnaði í dag beiðni Nadezhda Tolokonnikova um reynslulausn. Hún er meðlimur í Pussy Riot og hefur setið í fangelsi frá því mars á síðasta ári.

"Lög af þessu tagi eiga ekki heima í neinu nútíma lýðræðisríki"
Neðri deild rússneska þingsins samþykkti í gær með öllum greiddum atkvæðum tvenn lög, en Hörður Helgason stjórnarformaður Amnesty á Íslandi segir lögin skelfileg.

Meðlimur Pussy Riot sendur á spítala
Maria Alekhina, meðlimur rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot, var send á spítala fyrr í dag. Hún situr í fangelsi og hefur verið í hungurverkfalli í sjö daga

Skrifaði bréf til Rússlands
Fyrrverandi Bítillinn Paul McCartney hefur skrifað bréf til stuðnings Mariu Alyokhina, meðlimi rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot. Hún ætlar í hungurverkfall vegna þess að henni var neitað um að vera viðstödd fund þar sem úrskurðað verður hvort hún fái reynslulausn úr fangelsi.

Meðlimur Pussy Riot í hungurverkfall
Maria Alyokhina, einn þriggja meðlima feminísku pönkhljómsvetiarinnar Pussy Riot, hefur lýst því yfir að hún ætli að fara í hungurverkfall þar til hún fær að sitja eigin réttarhöld um mögulega reynslulausn.

Vertu óþæg!
Ég gleðst vissulega yfir því þegar dóttir mín hlýðir mér og gerir það sem henni er sagt. Það getur verið pirrandi þegar hún neitar að hlýða, því ég veit að hún gerir það. Samt gleðst ég líka þegar hún lætur skipanir sem vind um eyru þjóta og gerir eitthvað allt allt annað. Þá veit ég nefnilega að hún er að sýna sjálfstæði sitt og brjótast út úr kassanum.

Mannréttindadómstóll Evrópu fjallar um mál Pussy Riot
Þrír meðlimir rússnesku pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot reka nú mál sitt fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu.

Sjá ekki eftir mótmælunum
Þær Nadezhda Tolokonnikova og Anna Alekhina, meðlimir í rússnesku pönkhljómsveitinni Pussy Riot, segjast ekki láta erfiðar aðstæður í vinnubúðunum hafa mikil áhrif á sig.

Myndbönd Pussy Riot verði fjarlægð
Samkvæmt úrskurði rússneskra dómstóla verður vefsíðum meinað að birta myndbönd hljómsveitarinnar Pussy Riot. Dómurinn var kveðinn upp í morgun en hann felur í sér að aðgangur að myndböndunum verði takmarkaður á þeim grundvelli að meðlimir Pussy Riot séu öfgasinnar.

Meðlimur Pussy Riot færður vegna átaka við klefafélaga
Einn af meðlimum rússnesku pönksveitarinnar, Pussy Riot, hefur verið færð úr fangaklefa sínum, sem hún deildi með öðrum fanga, vegna áreksturs við klefafélagann.

Meðlimur Pussy Riot fluttur í einangrun
Hin rússneska María Aljókhína, sem dæmd var í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa staðið fyrir mótmælum í kirkju í Moskvu í febrúar á þessu ári, situr nú í einangrun.

Rangt að fangelsa stúlkurnar í Pussy Riot
"Stúlkurnar í Pussy Riot ættu ekki að vera bak við lás og slá." Þetta sagði Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands þegar hann ræddi við stúdenta í Moskvu í dag.

Segir Pussy Riot hafa fengið það sem þær áttu skilið
Vladimar Pútin, forsætisráðherra Rússlands, sagði í kvöldverði með fjölmiðlamönnum í dag, að meðlimir Pussy Riot hefðu fengið það sem þær áttu skilið. Samkvæmt fréttvef Reuters var Pútin spurður út í málið en hann spurði á móti hversvegna bandarísk stjórnvöld styddu ekki betur við bakið á kvikmyndagerðarmönnunum sem gerði kvikmyndin "Sakleysi múslima“.

Dómarar segjast sjálfstæðir
Dómararnir þrír, sem í vikunni staðfestu tveggja ára fangelsisdóm yfir tveimur af þremur konum í pönksveitinni Pussy Riot, gripu til þess óvenjulega ráðs í gær að verja gerðir sínar opinberlega. Dómi þriðju konunnar var breytt í skilorðsbundið fangelsi.

Ein látin laus en tvær sendar í fangabúðir
Áfrýjunardómstóll í Moskvu komst í gær að þeirri niðurstöðu að Jekaterína Samúsevitsj, ein þriggja kvenna úr pönksveitinni Pussy Riot, hefði ekki tekið jafn virkan þátt í mótmælum hljómsveitarinnar í febrúar síðastliðnum.

Einni af stúlkunum í Pussy Riot sleppt úr haldi
Áfrýjunardómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöður að dóminum yfir einni af stúlkunum í Pussy Riot, Jekaterinu Samutsevitj, skyldi breytt í skilorð. Búist er við að henni verði því brátt sleppt úr haldi.

Áfrýjunarmál Pussy Riot tekið fyrir í dag
Áfrýjunarmál þriggja meðlima rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot verður tekið fyrir hjá dómstóli í Moskvu nú fyrir hádegið.

Fyrirtöku í máli Pussy Riot frestað
Fyrirtöku á áfrýjunarmáli þriggja kvenna úr rússnesku pönkhljómsveitinni Pussy Riot var frestað í morgun. Konurnar voru dæmdar í tveggja ára fangelsi fyrir óspektir og guðlast í ágúst.

Gæti verið sýnd miskunn ef þær iðrast
Forsvarsmenn rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar gáfu til kynna í dag að kirkjan myndi sýna þremur meðlimum pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot miskunn ef þær myndu iðrast gjörða sinna. Á morgun verður áfrýjun þeirra tekin fyrir en þær voru dæmdar í tveggja ára fangelsi fyrir að halda svokallaða pönkmessu í kapellu í Moskvu í febrúar á þessu ári. Tilefni stúlknanna var að mótmæla Vladímir Pútín, forseta Rússlands.