EFTA

Fréttamynd

Icesave dómurinn: 10 ára afmæli

Íslensk lög um innstæðutryggingar eru ekki í samræmi við Evrópulöggjöfina og er þar í raun ekki kveðið á um neina lágmarksfjárhæð til tryggingar, einungis hámarksfjárhæð 100 þúsund evrur. Að mínu mati ætti Ísland í lengstu lög að reyna að koma sér hjá því að þurfa að undirgangast jafn gagnslausa og hættulega löggjöf og dæmin sanna.

Umræðan
Fréttamynd

Bein út­sending: EES-samningurinn og á­skoranir 21.aldar

EES-samningurinn og áskoranir 21. aldarinnar eru umfjöllunarefni á málþingi í Háskóla Íslands í dag þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfdóttir utanríkisráðherra og Maroš Šefčovič, varaforseti þverstofnanlegra tengsla og framsýni hjá Evrópusambandinu, eru meðal gesta.

Innlent
Fréttamynd

ESA blessar 96 milljarða króna mats­hækkanir Fé­lags­bú­staða

ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur sig ekki hafa forsendur til að aðhafast vegna matshækkana á fasteignum Félagsbústaða, dótturfélags Reykjavíkurborgar, eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að þau brjóti á engan hátt í bága við lög evrópska efnahagssvæðisins. Þetta kemur fram í bréfi sem eftirlitsstofnunin sendi innviðaráðuneytinu í sumar og ráðuneytið afhenti Innherja. 

Innherji
Fréttamynd

Fyrr­verandi for­seti EFTA-dóm­stólsins fer hörðum orðum um Pál Hreins­son

Carl Bau­den­bacher, fyrr­verandi for­seti EFTA-dóm­stólsins, fer afar hörðum orðum um eftir­mann sinn Pál Hreins­son í að­sendri grein sem birtist í Morgun­blaðinu í gær. Hann segir Pál hafa glatað sjálf­stæði sínu, hafi hann ein­hvern tíma verið sjálf­stæður yfir höfuð, því hann „starfar í hjá­verkum fyrir ís­lenska for­sætis­ráðu­neytið“.

Erlent