
Sæstrengir

Það er af sem áður var
Fyrirtækið sem ég vinn hjá er afsprengi aukins frjálsræðis og markaðsskipulags. Fyrst var lögum breytt og opnað á samkeppni á fjölmiðlamarkaði sem ól af sér Stöð 2 og Bylgjuna árið 1986. Síðan var fjarskiptalögum breytt 1998 og Tal var stofnað sem og Íslandssími sem eru grunnurinn að Vodafone í dag.

Hornsteinn NATO á norðurslóðum
Fullyrðingar um að mikilvægi Íslands sé ekki lengur fyrir hendi þegar kemur að varnarmálum vestrænna ríkja stenzt ekki skoðun.

Ógiltu ákvörðun ESA sem gaf grænt ljós á ríkisaðstoð til Farice
EFTA-dómstólinn hefur fellt úr gildi ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um að aðstoð til Farice ehf. vegna fjárfestingar í sæstreng frá Íslandi til Evrópu fæli í sér ríkisaðstoð sem samræmdist framkvæmd EES-samningsins.

Skuldabréf Ljósleiðarans komin í Kauphöllina
Skuldabréf Ljósleiðarans, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í dag að fenginni staðfestingu fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á útgefenda- og verðbréfalýsingu.

Lagning nýs sæstrengs frá Þorlákshöfn til Írlands hafin
Áhöfn kapalskips bandaríska strengjaframleiðandans SubCom hóf í gær lagningu nýja fjarskiptastrengsins ÍRIS frá Hafnarvík við Þorlákshöfn til Galway á Írlandi. Sæstrengurinn er um 1.800 kílómetra langur og mun stórauka fjarskiptaöryggi Íslands við Breltand og meginland Evrópu.

Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa
Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“

Áhættan af sambandsrofi við kerfi Nasdaq innan „ásættanlegra marka“
Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, segir að áhættan af því að samband rofni við verðbréfauppgjörskerfi Nasdaq, sem geymir nær öll íslensk verðbréf og er hýst í gagnaverum í Svíþjóð, sé innan „ásættanlegra marka“ eins og staðan er í dag. Ef stríðið í Úkraínu breiðist út gæti Seðlabankinn hins vegar þurft að endurmeta stöðuna.

Aukið eftirlit með kafbátum við Ísland til að vernda fjarskiptaöryggi
Ísland veitir gistiríkisstuðning vegna kafbátaeftirlits bandalagsríkja sem farið hefur fram við Ísland frá árinu 2014 vegna aukinnar umferðar kafbáta í kringum Ísland. Fram hafa komið vísbendingar þess efnis að rússneskir kafbátar hafi komið sér fyrir nálægt sæstrengjum sem liggja frá landinu.

Annar tveggja ljósleiðara sem tengja Ísland við umheiminn bilaði í gær
Ljósleiðarinn Farice sem liggur frá Seyðisfirði til Skotlands bilaði í gær og allt samband lá niðri milli klukkan 13:00 og 05:00. Einungis einn annar ljósleiðari tengir Ísland við umheiminn.