Eyja í raforkuvanda Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 9. febrúar 2023 10:30 Í síðustu viku kom upp bilun í rafstreng VM 3, sæstrengnum sem flytur rafmagn á milli lands og Vestmannaeyja. Þetta gerir það að verkum að nú í miðri lægðarhrinu og í upphafi öflugrar loðnuvertíðar er staðan sú að Vestmannaeyjar þurfa að stóla á 60 ára gamlan streng, VM 1 sem var tekinn úr notkun fyrir nokkrum árum síðan. Þar að auki reiða Eyjamenn sig á varaaflsvélar Landsnets og HS veitna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem upp kemur bilun í þessum streng. Vorið 2017 kom upp bilun í strengnum að vori sem mátti rekja til veikleika í einangrun strengsins. Viðgerðir á honum voru flóknar og umfangsmiklar en það tók 3 mánuði að lagfæra strenginn. Þá var uppi sama staða uppi og nú þegar varaaflsvélar sáu samfélaginu fyrir hluta þess rafmagns sem þarf til. Nú aftur 5 árum seinna erum við enn í sömu stöðu og segir Landsnet að það sé klárt að þetta verði flókin og tímafrek aðgerð. Nýr strengur núna - ekki á eftir Nýverið gaf stjórn SASS gaf frá sér ályktun að málið er litið alvarlegum augum og skora því á stjórnvöld að ráðast í hið fyrsta að leggja nýjan rafstreng til Vestmannaeyja svo unnt sé að tryggja afhendingaröryggi rafmagns í Vestmannaeyjum. Samkvæmt framkvæmdaráætlun Landsnets þá var áætlað var að nýr strengur ætti að vera lagður sumarið 2027, sú bið er óásættanleg enda gaf Landsnet frá sér í byrjun þessarar viku tilkynningu um að lagningu nýs strengs yrði flýtt og verði lagður sumarið 2025. Það er of seint, nú þegar hefur þetta mikil áhrif á samfélagið í eyjum og ljóst er að ráðast þyrfti í lagningu nýs sæstrengs tafarlaust, helst strax í sumar. Landsnet áætlar að nýr strengur kosti um 2-2,5 milljarða og segja að undirbúningur og innkaup taki langan tíma og reikna þar með tveimur árum en kanna það jafnframt hvort hægt sé að stytta þann tíma enn meira. Því ber að fagna því afhendingaröryggi raforku þarf að vera tryggt og stöðugt því það er óásættanleg staða að eiga von á því á hverjum vetri að raforka verði ótrygg og að stóla þurfi á úreltan streng og varaaflsvélar sem lifa á jarðefnaeldsneyti. Þegar ekki er varatenging sem getur annað allri orkuþörf í Vestmannaeyjum er kostnaðarsamt fyrir samfélagið en samkvæmt greiningu EFLU frá 2022 kostar það samfélagið um 100 milljónir á hverju ári. Að auki má nefna að flaggskip framtíðarinnar í orkuskiptum, Vestmannaeyjaferjan Herjólfur, hefur ekki fengið afhent rafmagn frá því að strengurinn gaf sig. Ekki aðeins hefur það í för með sér gríðarlegan olíukostnað fyrir félagið heldur er kolefnisspor Herjólfs á siglingu til Þorlákshafnar og til baka jafn stórt og tíu meðal fólksbíla yfir heilt ár! Raforka á ekki að vera munaður heldur sjálfsögð réttindi samfélaga að hafa trygga og að innviðir til afhendingar séu bæði gallalausir og öruggir. Því vil ég hvetja Landsnet til að leita allra leiða til að flýta því enn frekar að leggja streng til Vestmannaeyja svo þessi staða þurfi ekki að endurtaka sig í framtíðinni. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Vestmannaeyjar Orkumál Sæstrengir Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Göran Dahlgren,Lisa Pelling Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku kom upp bilun í rafstreng VM 3, sæstrengnum sem flytur rafmagn á milli lands og Vestmannaeyja. Þetta gerir það að verkum að nú í miðri lægðarhrinu og í upphafi öflugrar loðnuvertíðar er staðan sú að Vestmannaeyjar þurfa að stóla á 60 ára gamlan streng, VM 1 sem var tekinn úr notkun fyrir nokkrum árum síðan. Þar að auki reiða Eyjamenn sig á varaaflsvélar Landsnets og HS veitna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem upp kemur bilun í þessum streng. Vorið 2017 kom upp bilun í strengnum að vori sem mátti rekja til veikleika í einangrun strengsins. Viðgerðir á honum voru flóknar og umfangsmiklar en það tók 3 mánuði að lagfæra strenginn. Þá var uppi sama staða uppi og nú þegar varaaflsvélar sáu samfélaginu fyrir hluta þess rafmagns sem þarf til. Nú aftur 5 árum seinna erum við enn í sömu stöðu og segir Landsnet að það sé klárt að þetta verði flókin og tímafrek aðgerð. Nýr strengur núna - ekki á eftir Nýverið gaf stjórn SASS gaf frá sér ályktun að málið er litið alvarlegum augum og skora því á stjórnvöld að ráðast í hið fyrsta að leggja nýjan rafstreng til Vestmannaeyja svo unnt sé að tryggja afhendingaröryggi rafmagns í Vestmannaeyjum. Samkvæmt framkvæmdaráætlun Landsnets þá var áætlað var að nýr strengur ætti að vera lagður sumarið 2027, sú bið er óásættanleg enda gaf Landsnet frá sér í byrjun þessarar viku tilkynningu um að lagningu nýs strengs yrði flýtt og verði lagður sumarið 2025. Það er of seint, nú þegar hefur þetta mikil áhrif á samfélagið í eyjum og ljóst er að ráðast þyrfti í lagningu nýs sæstrengs tafarlaust, helst strax í sumar. Landsnet áætlar að nýr strengur kosti um 2-2,5 milljarða og segja að undirbúningur og innkaup taki langan tíma og reikna þar með tveimur árum en kanna það jafnframt hvort hægt sé að stytta þann tíma enn meira. Því ber að fagna því afhendingaröryggi raforku þarf að vera tryggt og stöðugt því það er óásættanleg staða að eiga von á því á hverjum vetri að raforka verði ótrygg og að stóla þurfi á úreltan streng og varaaflsvélar sem lifa á jarðefnaeldsneyti. Þegar ekki er varatenging sem getur annað allri orkuþörf í Vestmannaeyjum er kostnaðarsamt fyrir samfélagið en samkvæmt greiningu EFLU frá 2022 kostar það samfélagið um 100 milljónir á hverju ári. Að auki má nefna að flaggskip framtíðarinnar í orkuskiptum, Vestmannaeyjaferjan Herjólfur, hefur ekki fengið afhent rafmagn frá því að strengurinn gaf sig. Ekki aðeins hefur það í för með sér gríðarlegan olíukostnað fyrir félagið heldur er kolefnisspor Herjólfs á siglingu til Þorlákshafnar og til baka jafn stórt og tíu meðal fólksbíla yfir heilt ár! Raforka á ekki að vera munaður heldur sjálfsögð réttindi samfélaga að hafa trygga og að innviðir til afhendingar séu bæði gallalausir og öruggir. Því vil ég hvetja Landsnet til að leita allra leiða til að flýta því enn frekar að leggja streng til Vestmannaeyja svo þessi staða þurfi ekki að endurtaka sig í framtíðinni. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun