
Síldarvinnslan

Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar
Fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldi gætu skilað allt að tvöfalt meiri tekjum í ríkissjóð að sögn ráðherra. Forstjóri útgerðarfyrirtækis segir málið aðför að landsbyggðinni, og illa unnið í þokkabót.

Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð
Fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun segir fulla ástæðu til að ætla að loðnuvertíð gæti orðið í vetur. Fyrsta leitarleiðangri vetrarins lauk í morgun.

Áfram engar loðnuveiðar
Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2024/2025.

Fá tíu ár til að selja hlut sinn í grænlenskum útgerðum
Grænlenska heimastjórnin samþykkti nýlega ný fiskveiðistjórnarlög sem munu knýja erlenda aðila sem eiga í þarlendum sjávarútvegsfyrirtækjum til að selja hlut sinn á næstu tíu árum. Þrjú íslensk félög eiga þriðjungshlut í útgerðum í Grænlandi, þar af tvö útgerðarfélög sem skráð eru í Kauphöll Íslands.

Telja SKE hafa farið offari og hætta við kaupin
Stjórn Síldarvinnslunnar hefur samþykkt beiðni Samherja um að kaup félagsins á helmingshlut í sölufyrirtækinu Ice Fresh Seafood ehf. gangi til baka.

Loðnubrestur hefur mikil áhrif en Síldarvinnslan er „hvergi bangin“
Loðnubrestur vó þungt í rekstri Síldarvinnslunnar á fyrsta ársfjórðungi eftir nokkur góð ár í veiðum á þeirri fisktegund. Á sama tíma hefur ríkt óvissa með rekstur bolfiskeiningar útgerðarinnar í Grindavík sem sömuleiðis dregur úr afkomu samanborið við fyrra ár. Markaðsvirði Síldarvinnslunnar hefur lækkað um nærri þrjú prósent í Kauphöllinni það sem af er degi.

Verðmetur Síldarvinnsluna yfir markaðsvirði í fyrsta skipti í 30 mánuði
Í fyrsta skipti í þrjátíu mánuði er verðmatsgengi hlutabréfagreinanda fyrir ofan markaðsgengi Síldarvinnslunnar. „Hvort það endurspegli stöðuna á markaðnum eða hvort Jakobsson Capital sé mun bjartsýnna á slorið en markaðurinn er erfitt að segja. Óvissan er mikil en sveiflur markaðarins eru oft eins og sveiflur í loðnugöngum,“ segir í nýju verðmati en gert ráð fyrir því að rekstrarhagnaður útgerðarinnar verði orðinn hærri 2026 en hann var „metárið 2023.“

Leiðinlegt með loðnuna en svona er þetta bara
Væntingar um tugmilljarða loðnuvertíð eru fyrir bí. Loðnubrestur virðist staðreynd.

Sakar SKE um „íhlutun íhlutunnar vegna“ en sé ekki að gæta hagsmuna almennings
Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, gagnrýnir harðlega starfshætti Samkeppniseftirlitsins, sem rannsakar núna eignatengsl félagsins og Samherja, og spyr hvaða hagsmuni stofnunin er að verja hér á landi og hvaða samkeppni hún telur sig standa vörð um. Hann segir eftirlitið gera sjávarútvegsfélögum erfitt um vik á erlendum mörkuðum í samkeppni við risavaxna keppinauta samhliða því að íslensku fyrirtækin verða alltaf hlutfallslega minni og minni.

Bjarni Ólafsson AK í slipp á Akureyri
Uppsjávarskipið Bjarni Ólafsson AK hélt áleiðis til Akureyrar frá Neskaupsstað í morgun. Skipið hefur legið við höfn Neskaupsstaðar síðastliðið ár en fer nú í slipp á Akureyri. Skipið var síðast notað á loðnuvertíðinni 2023.

Loðnan við Vestfirði ekki nægilega mikil
Loðnan sem fannst undan Patreksfirði í gær reyndist ekki vera í nægilegu magni til að unnt sé að heimila veiðar. Von um loðnuvertíð er því orðin veik og blasir loðnubrestur við þennan veturinn. Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar funda með fulltrúum útgerðarinnar í dag um stöðuna.

Skoða enn hvort Samherji og Síldarvinnslan séu sama fyrirtækið
Samkeppniseftirlitið hefur hafið athugun á því hvort samband Samherja og Síldarvinnslunnar sé svo náið að félögin jafngildi einni efnahagslegri einingu en ekki samstarfi sjálfstæðra keppinauta.

Síðasta vonin gæti verið Húnaflóatorfa
Eftir árangurslausar tilraunir til að finna loðnuna hefur verið ákveðið að efna til nýs leitarleiðangurs í von um að afstýra loðnubresti. Skammur tími er til stefnu áður en loðnan drepst og verður lagt í hann strax á morgun.

Tóku þátt í leit að tveimur skipverjum en án árangurs
Að morgni þriðjudagsins 7. febrúar síðastliðnum fékk færeyska línuskipið Kambur á sig brotsjó suður af Suðurey í Færeyjum og lagðist á hliðina. Á skipinu var 16 manna áhöfn, 14 komust upp á skipið þar sem það flaut á hliðinni og var þeim bjargað um borð í þyrlu. Tveggja var hins vegar saknað.

Byggðirnar bíða spenntar fregna um hvort loðnuganga sé fundin
Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn hafa glæðst eftir að fiskiskip urðu vör við flekki djúpt út af Suðausturlandi í gær, sem líklegt þykir að séu stórar loðnutorfur. Í loðnubyggðum landsins bíða menn spenntir fregna um hvort loðna sé fundin í nægilegu magni til að leyfa veiðar.

Halda í vonina um loðnuvertíð í vetur
Vonir um loðnuvertíð þennan veturinn dvínuðu í dag þegar Hafrannsóknastofnun tilkynnti að sáralítið hefði fundist af loðnu í þeirri loðnuleit sem núna stendur yfir. Útgerðarmenn halda þó enn í vonina um að loðnan finnist og að hægt verði að hefja veiðar.

Ráðinn öryggisstjóri Síldarvinnslunnar
Páll Freysteinsson hefur verið ráðinn nýr öryggisstjóri Síldarvinnslunnar og hóf hann störf fyrr í dag.

Tugmilljarða verðmæti í húfi og halda í vonina um loðnuvertíð
Ráðamenn sjávarútvegsfyrirtækja halda enn í vonina um loðnuvertíð í vetur þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun hafi tilkynnt í dag að enginn loðnukvóti verði gefinn út eftir nýafstaðna loðnuleit. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið.

Telja fasteignir og lausafé Vísis ehf. vel tryggt
Staðan á Reykjanesskaga hefur ekki áhrif á starfsemi útgerðarinnar Vísis en fiskvinnsla í Grindavík hefur stöðvast. Stjórnendur vinna við að bregðast við aðstæðum og munu taka ákvarðanir í samræmi við þróun mála. Stjórnendur telja fasteignir og lausafé félagsins í Grindavík vera vel tryggt.

Síldarvinnslan betur í stakk búin fyrir loðnubrest en drekkri horfur eru í útgerð
Engin loðnuúthlutun hefði haft mun verri afleiðingar fyrir Síldarvinnsluna fyrir tveimur til þremur árum. Útgerðin hefur dreift áhættu í rekstrinum með því að auka bolfiskveiðar, segir í hlutabréfagreiningu.

Sigurður Álfgeir frá Deloitte til Síldarvinnslunnar
Síldarvinnslan hefur ráðið Sigurð Álfgeir Sigurðarson, endurskoðanda, til starfa hjá fyrirtækinu. Sigurður verður firmaður reikningshalds hjá Síldarvinnslusamstæðunni og kemur þaðan frá Deloitte.

Kaupir helmingshlut í Ice Fresh Seafood ehf.
Samherji og Síldarvinnslan hafa gengið frá kaupum þess síðarnefnda á helmingshlut í sölufyrirtækinu Ice Fresh Seafood en með því lýkur viðræðum sem fyrst var tilkynnt um í lok mars á þessu ári.

Hershöfðingjasonur nýr aðstoðarmaður forstjóra Síldarvinnslunnar
Andrew Wissler hefur verið ráðinn aðstoðarmaður forstjóra Síldarvinnslunnar. Andrew er sonur bandarísks hershöfðingja en leiðin lá til Íslands þökk sé ástinni sem Andrew fann við hagfræðinám í St. Paul árið 2005.

Orkuskortur kom þungt niður á kolefnisbókhaldi Síldarvinnslunnar
Ef fiskimjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnar á Neskaupstað hefðu haft ótakmarkað aðgengi að rafmagni hefði verið hægt að koma í veg fyrir losun 14 þúsund tonna af kolefnisígildum á síðasta ári. Forstjóri Síldarvinnslunnar segir vonbrigði að orkubúskapur landsins sé ekki í betri stöðu en raun ber vitni.

Óvænt loðna í Húnaflóa ávísun á mikil verðmæti
Miklar loðnutorfur hafa óvænt fundist norður af Húnaflóa og tilkynnti Hafrannsóknastofnun í dag að búast mætti við að minnsta kosti eitthundrað þúsund tonna aukningu loðnukvótans. Viðbótin gæti skilað tíu milljarða króna útflutningsverðmæti.

Mest af loðnu fyrir norðan
Rannsóknaskip Hafrannsóknarstofnunar, Árni Friðriksson, er nú við loðnuleit. Skipið lagði frá Hafnafirði í síðustu viku og hélt suður fyrir land. Fyrir um viku síðan lagði skipið lykkju á leið sína norðvestur af landinu og hélt síðan til vesturs. Forstjóri Síldarvinslunnar segir ástæðu til bjartýni.

Metur Síldarvinnsluna fimmtungi undir markaðsgengi
Í nýjasta verðmati Jakobsson Capital á Síldarvinnslunni er verðmat félagsins hækkað, en er engu að síður ríflega 20 prósent undir markaðsgengi félagsins. Greinandi Jakobsson Capital gagnrýnir Síldarvinnsluna fyrir skort á upplýsingagjöf í tengslum við yfirtökuna á Vísi í Grindavík.

Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði
Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól.

Fyrstu loðnufarmarnir á leið til Vopnafjarðar og Norðfjarðar
Búist er við að fyrstu loðnu þessarar vertíðar verði landað á Austfjörðum á morgun. Von er á farmi til Vopnafjarðar í fyrramálið og öðrum til Norðfjarðar eftir hádegi. Nýafstaðin loðnuleit gefur ekki tilefni til að auka loðnukvótann, að mati Hafrannsóknastofnunar.

Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta
Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina.