Sýn

Fréttamynd

Sýn gefur út afkomuviðvörun

Sýn hf. gefur út afkomuviðvörun fyrir árið og gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir árið 2025 verði um 280 milljónir króna. Tekjur vegna stakra sjónvarpsáskrifta séu undir áætlun og auk þess auglýsingasala og tekjur vegna hlutanets áfram undir væntingum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikill vöxtur í ferða­þjónustu á Reykja­nesi

Stutt er síðan úrval gisti- og veitingastaða var af mjög skornum skammti á Reykjanesi. Með vaxandi fjölda erlendra ferðamanna, sem margir stoppa lengur á Reykjanesi og gista jafnvel eina nótt, hefur fjöldi gististaða, veitingahúsa og afþreyingarfyrirtækja sem stíla inn á erlenda ferðamenn og þjónusta fyrirtæki í ferðaþjónustu, fjölgað mikið þar undanfarinn áratug.

Framúrskarandi fyrirtæki
Fréttamynd

Vilja RÚV af auglýsingamarkaði

Árvakur hf. og Sýn hf. hafa bæði skilað inn umsögn til Alþingis og lagst gegn frumvarpi menningar-, háskóla og nýsköpunarráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Með frumvarpinu er lagt til að hámarkshlutfall fjárveitinga til verkefna lækki úr 25 prósentum niður í 22 prósent, og myndi það þýða að styrkir til fjölmiðla á vegum Sýnar og Árvakurs myndu lækka.

Innlent
Fréttamynd

Bullandi boltastemning á árs­há­tíð Sýnar

Það var mikið líf og fjör á árshátíð Sýnar sem fór fram á Hótel Nordica síðastliðið föstudagskvöld. Þema árshátíðarinnar var enski boltinn og mættu starfsmenn ásamt gestum sínum í fjölbreyttum treyjum sem settu skemmtilegan svip á kvöldið.

Lífið
Fréttamynd

Út­sending komin í lag

Bilun hefur komið upp í sjónvarpsútsendingu Sýnar sem veldur truflunum í útsendingu í appi og vefsjónvarpi. Verið er að vinna að lausn og beðist er afsökunar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Innlent
Fréttamynd

Heið­rún Lind kaupir í Sýn

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, stjórnarmaður í Sýn og framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, keypti í fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækinu Sýn fyrir tæplega 56 milljónir króna á föstudaginn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Pakkarnir séu langt frá því að vera sam­bæri­legir

Sýn segir að niðurstaða úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála um að stytta verulega gildistíma bráðabirgðaákvörðunar Fjarskiptastofu í máli félagsins og Símans mikilvægan áfanga í málinu. Fallist var á kröfu félagsins að hluta og leggur Sýn áherslu á að pakkarnir sem Sýn býður upp á annars vegar og Síminn hins vegar séu langt frá því að vera sambærilegir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Síminn má dreifa efni Sýnar

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur gert Sýn skylt að veita áskrifendum Símans aðgang að öllu sínu línulega efni, þar á meðal Enska boltanum. Taka þarf endanlega ákvörðun í málinu fyrir 1. desember.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ása Ninna kveður Bylgjuna

Fjölmiðlakonan Ása Ninna Pétursdóttir mun láta af störfum á Bylgjunni. Hún hefur unnið við dagskrárgerð á útvarpsstöðinni síðustu þrjú ár og stjórnað þættinum Bakaríinu á laugardagsmorgnum, en einnig í öðrum þáttum á Bylgjunni.

Lífið
Fréttamynd

Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur

Enski boltinn snýr aftur á miðla Sýnar í í næsta mánuði, en Sýn sport hefur tryggt sér sýningarréttinn frá keppnistímabilinu 2025/26 til 2027/28. Boðið er upp á nokkrar áskriftarleiðir sem innihalda enska boltann og sú ódýrasta hljóðar upp á 11.990 krónur á mánuði.

Neytendur