Bakgarðshlaup

Fréttamynd

Mari lenti í öðru sæti eftir 260 kílómetra hlaup

Ofurhlauparinn Mari Jaersk hafnaði í öðru sæti í Heavy metal ultra bakgarðshlaupinu í Eistlandi í kvöld eftir 39 hringja hlaup. Hver hringur er 6,7 kílómetrar og hljóp Mari því samtals 261 kílómetra á mótinu. 

Sport
Fréttamynd

Grét í fangi dóttur sinnar og segir myrkrið það erfiðasta

Þorleifur Þorleifsson, nýr Íslandsmethafi í bakgarðshlaupi, hágrét í fangi dóttur sinnar og bað um að fá að hætta í Þýskalandi. Hann hélt þó áfram og kláraði að lokum fimmtíu hringi. Þorleifur stefnir að því að klára sextíu hringi á heimsmeistaramótinu í október síðar á þessu ári.

Sport
Fréttamynd

Þor­leifur hvergi af baki dottinn: Ís­lands­met Mari í hættu

Þorleifur Þorleifsson hefur hlaupið 40 hringi í Bakgarðshlaupi meistaranna sem fer fram í þýska smábænum Rettert. Hann er hvergi af baki dottinn og heilsan er góð. Ofurhlaupakonan Mari Järsk á Íslandsmetið í bakgarðshlaupi, með 43 hringi, en hún lauk keppni í dag á 34. hring.

Sport
Fréttamynd

Mari Jaersk lauk keppni á 34. hring

Ofurhlaupakonan Mari Jaersk hefur lokið keppni í Bakgarðshlaupi meistaranna sem fer fram í þýska smábænum Rettert. Hún lauk keppni á 34. hring en þá hafði hún hlaupið um 227 kílómetra, hvorki meira né minna. 

Sport
Fréttamynd

Þorleifur í góðum málum en Mari í basli

Bakgarðshlaup meistaranna stendur nú yfir í þýska smábænum Rettert, skammt utan við Frankfurt. Þau Mari Järsk og Þorleifur Þorleifsson, sem unnu bakgarsðhlaupið á Íslandi í október eru á meðal 35 keppenda í hlaupinu í Þýskalandi.

Sport
Fréttamynd

Vildi hlaupa lengur eftir að Mari datt úr leik

Þorleifur Þorleifsson, Íslandsmeistari í bakgarðshlaupum, hefði viljað hlaupa í tvo sólarhringa á Íslandsmótinu sem fór fram um helgina og kláraðist um miðnætti aðfaranótt mánudagsins.

Sport
Fréttamynd

Hljóp meira en tvö hundruð kíló­metra: „Líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf“

„Mér líður bara fínt, ótrúlegt en satt. Mér líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf,“ sagði ofurhlaupakonan Mari Järsk þegar hún ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Mari Järsk var ein af fimmtán íslenskum keppendum sem tóku þátt í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum. Endaði hún í öðru sæti, rétt á eftir Þorleifi Þorleifssyni en þau hlaupi bæði nærri 250 kílómetra.

Sport
Fréttamynd

„Fann að maður vildi ekki svíkja alla“

„Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi.

Sport
Fréttamynd

Mari var farin að sjá ofsjónir: „Er ofurhetja“

Ofurhlaupakonan Mari Järsk varð að sætta sig við við annað sæti í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal um helgina. Í boði var að vinna sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum í Tennessee í Bandaríkjunum í október á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Þor­leifur vann Bak­garðs­hlaupið

Þorleifur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Hann hafði betur í baráttu við Marí Järsk í lokahluta keppninnar.

Sport
Fréttamynd

Tíu hlauparar eftir í Elliðaárdal

Það eru tíu keppendur eftir í íslenska landsliðinu sem keppir í bakgarðshlaupinu í Elliðaárdal en fimm keppendur heltust úr lestinni eftir nóttina og nú í morgunsárið.

Sport
Fréttamynd

Þor­leifur stendur uppi sem sigur­vegari Bak­garðs­hlaupsins

Fimmtán ofurhlauparar hlaupa fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Undir er heimsmeistaratitill en hlaupið er á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum. Tæplega sjö kílómetra hringur er farinn aftur og aftur þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir.

Sport
Fréttamynd

Best að hafa markmið um sigur

Berjast, hafa gaman og taka eitt skref í einu. Þetta voru einkunnarorð Kristjáns Svans Eymundssonar sem sigraði Bakgarðshlaupið að 214 kílómetrum loknum. Hann hafði þá hlaupið samfleytt í um 32 klukkutíma en fyrir hlaup setti hann sér það eina markmið að sigra.

Sport