HM karla í handbolta 2025

HM karla í handbolta 2025

HM í handbolta karla fer fram í Króatíu, Danmörku og Noregi dagana 14. janúar til 2. febrúar 2025.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi

    Ef Slóvenía réttir ekki fram hjálparhönd myndi fjögurra marka tap gegn Króatíu annað kvöld fella Ísland úr keppni á HM í handbolta, þrátt fyrir að strákarnir okkar hafi unnið alla leiki sína til þessa á mótinu og séu efstir í milliriðli IV með sex stig.

    Handbolti

    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    „Geð­veikt að sjá þennan bláa vegg“

    „Við vorum að vinna Egypta! Við þurfum að átta okkur á í hvaða stöðu við erum komnir! Við erum komnir með sex stig og maður er að bilast af jákvæðni núna,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, í skýjunum eftir frábæran sigur gegn Egyptum á HM í handbolta í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Kannski er ég orðinn frekur“

    „Þetta var frábær sigur, frábær leikur hjá mínu liði. Við náðum að fylgja eftir frábærri frammistöðu og það er mikilvægt að gera hlutina ekki bara einu sinni heldur aftur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari strax eftir sigurinn gegn Egyptum í kvöld, á HM í handbolta.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ekkert vesen á sókninni

    Gísli Þorgeir Kristjánsson segir sókn Íslands hafa verið góða gegn Slóveníu þrátt fyrir að mörkin hafi ekki verið nema 23 í leiknum. Færanýtingin sé það sem laga þurfi fyrir leik dagsins við sterkt lið Egypta.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Orri Freyr er Orri ó­stöðvandi

    Sögupersónan vinsæla, Orri óstöðvandi, er nefnd í höfuðið á Orra Frey Þorkelssyni, landsliðsmanni í handbolta. Bjarni Fritzson, höfundur bókanna um Orra óstöðvandi, ljóstraði þessu upp í Pallborðinu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Þetta er miklu skemmti­legra“

    Viggó Kristjánsson var markahæstur í íslenska landsliðinu í sigri liðsins á Slóveníu í fyrrakvöld. Hann nýtur sín vel og hlakkar til leiksins við Egyptaland í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Þjóð­verjar í sárum eftir „Herning hel­vítið“

    Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar í þýska handboltalandsliðinu voru teknir í bakaríið þegar þeir mættu Danmörku í milliriðli á HM í gærkvöldi. Þjóðverjar töpuðu leiknum, 40-30, og þýskir fjölmiðlar voru ekki með hýrri há eftir leikinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Mögu­lega leik­þáttur hjá Egyptum

    „Það versta sem við gerum er að staldra við þennan leik og fara að hrósa okkur of mikið,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, og á þar við sigur Íslands á Slóveníu í fyrrakvöld. Öll einbeiting er á Egyptum sem strákarnir mæta í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Það er ein­hver ára yfir liðinu“

    Aron Pálmarsson missti af fyrsta leik Íslands á HM vegna meiðsla og í fyrstu átti hann ekkert að spila fyrr en í milliriðlinum. Sem betur fer náði hann heilsu fyrr og hefur verið frábær.

    Handbolti