
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur

Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins
Það kemur núverandi ríkisstjórn eflaust á óvart hversu miklar kröfur eru gerðar til valdhafanna. Það er eðlilegt og þess vegna þykir mér bagalegt þegar ráðherrar fara með ósannindi um störf forvera sinna. Í grein núverandi dómsmálaráðherra sem birtist á Vísi í gær kemur fram að engin vinna hafi átt sér stað við undirbúning frumvarps um afturköllun á alþjóðlegri vernd einstaklinga sem hafa gerst sekir um alvarleg brot. Þetta er einfaldlega rangt.

„Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“
Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra segir það svo, vegna tuttugu prósenta hækkunar á veiðigjöldum á hreindýr, að gjaldið verði að sjálfsögðu að standa undir eftirliti og stjórnunar veiðanna.

Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku
Alma Möller heilbrigðisráðherra hefur gert tillögu að breytingum á reglugerðinni á þann hátt að allir sjúkratryggðir greiði 500 krónur fyrir röntgenmyndatöku af brjóstum vegna krabbameinsleitar einu sinni á ári. Gjaldið var lækkað í fyrra en Brakkasamtökin hafa gagnrýnt að konur sem þurfi reglulegt eftirlit hafi þurft að greiða meira.

Auglýsir eftir stjórnarfólki og breytir reglunum
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett nýjar reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum, sem eiga að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu.

Ég stend með kennurum
Menntamálaráðherra var sagður hafa látið þau orð falla að launagreiðendum bæri að koma betur til móts við kennara. Á Alþingi varð við þessar fréttir mikið írafár og spurði stjórnarandstaðan sameinuð hverju sú ósvífni sætti að ráðherra blandaði sér í kjaradeiluna.

Brynjar settur dómari
Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið settur í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur til eins árs. Jafnframt hefur Jónas Þór Guðmundsson verið skipaður hæstaréttarlögmaður verið skipaður í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness.

Krafa á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar muni aðeins aukast
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra segir ljóst að öll bandalagsríki þurfi að efla sína getu og varnarviðbúnar og að krafa á Evrópuríki um aukin framlög muni aukast. Þorgerður Katrín sótti fund varnarmálaráðherra NATÓ í Brussel í dag.

Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað Hildi H. Dungal í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu húsnæðis- og skipulagsmála.

Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega
Gjald fyrir hreindýraveiðileyfi hækkar verulega á milli ára eða um tuttugu prósent eins og sjá má í stjórnartíðindum.

Kristín til aðstoðar forsætisráðherra
Kristín Ólafsdóttir fréttmaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur verið ráðin aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra.

Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista
Flugfélögum verður skylt að afhenda íslenskum yfirvöldum farþegalista við komuna hingað til landsins nái frumvarp dómsmálaráðherra fram að ganga. Ráðherra segir nauðsynlegt að hafa yfirsýn yfir þá sem koma hingað til að hægt sé að bregðast við skipulagðri brotastarfsemi.

„Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það hættulegt fordæmi að stjórnmálaflokkar, sem ekki uppfylltu skilyrði til að fá styrki úr ríkissjóði síðustu þrjú ár, skuli ekki þurfa að endurgreiða styrkina. Það sama eigi að gilda um Jón og séra Jón.

Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi
Því fylgir ábyrgð að vera dómsmálaráðherra og verkefnin eru oft krefjandi. Það er góð tilfinning að geta sett mikilvæg mál í forgang og um leið mælt fyrir breytingum sem eru Íslandi til góða. Ég mæli fyrir sex frumvörpum og einni þingsályktunartillögu á vorþinginu.

Vill auka eftirlit með þungaflutningum
Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vill auka eftirlit með þungaflutningum. Hann ræddi ástand vega í Reykjavík síðdegis í gær en fjallað hefur verið um málið, og sérstaklega holur í vegum, í þættinum síðustu daga.

Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði
Ekki er víst að annar eins her þingmanna hafi flutt sínar jómfrúarræður og gerðist nú síðdegis á Alþingi Íslendinga. Ræðurnar voru flestar fluttar af nokkru öryggi og í máli sumra hinna nýju þingmanna mátti greina fróm fyrirheit; þeir ætla að vinna landi og þjóð gagn með störfum sínum.

Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram
Stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hefur lýst yfir áhyggjum af rekstrarskilyrðum í sjávarútvegi og fyrirætlunum stjórnvalda um verulegar breytingar sem lúta að atvinnugreininni. Í því samhengi sé umhugsunarefni að langtímakjarasamningar hafi verið gerðir við bæði sjómenn og landverkafólk, í krafti þess að aukin verðmætasköpun og framleiðni geti staðið undir skuldbindingum samninganna. „Þær forsendur kunna að bresta ef kynntar fyrirætlanir ríkisstjórnar ganga eftir.“

Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála. Málið er á dagskrá Alþingis í dag. Frumvarpinu er ætlað að eyða óvissu um framkvæmdir við Hvammsvirkjun.

Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti því yfir á Alþingi í dag að ríkisstjórn sín stæði með Reykjavíkurflugvelli og að hann væri ekki á förum á næstu árum. Spá um stífa austanátt gæti kallað á krefjandi hliðarvindslendingar á vellinum á morgun, miðvikudag.

Megi aldrei verða íslenskur veruleiki
Vopnaburður ungmenna hefur nú þegar valdið óbætanlegum skaða segir dómsmálaráðherra. Hnífaárásir megi ekki verða hluti af íslenskum veruleika og mikilvægt sé að efla geðheilbrigðisþjónustu. Undanþága frá refsingu vegna hylmingar og undanskoti sönnunargagna verði skoðuð.

Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu
Skipan í embætti landlæknis er eitt átta mála á borði heilbrigðisráðuneytisins sem Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, verður staðgengill Ölmu Möller sem heilbrigðisráðherra. Alma víkur sæti í hinum málunum þar sem hún tók þátt í meðferð þeirra á fyrri stigum.

Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa leitt formann Framsóknarflokksins í gildru í stefnuræðu sinni í gærkvöldi, með því að víkja að hluta til frá þeirri ræðu sem hafði verið afhent þingmönnum fyrirfram til undirbúnings. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra hafi í framhaldinu refsað Sigurði Inga með „ógeðfelldum“ hætti fyrir að falla í gildruna. Með þessu hafi forsætisráðherra brotið þingskaparlög.

Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi
Þingið hófst með látum nú rétt í þessu. Hildur Sverrisdóttir þingflokksmaður Sjálfstæðisflokks tók upp þráðinn í óundirbúnum fyrirspurnum frá í gærkvöldi þegar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína; Hildur spurði Kristrúnu hvort hún tæki undir með Ingu Sæland formanni Flokks fólksins, þegar hún lét umdeild ummæli falla um falsfréttamiðla?

„Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“
Daði Már Kristófersson er frjálslyndur maður sem vill að ríkið skipti sér ekki af fólki. Hann er nýr fjármálaráðherra og hitti Sindri Sindrason hann í morgunkaffi í Íslandi í dag í síðustu viku.

Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra?
„Þjóðin kaus breytingar og breytingarnar byrja strax,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í umræðum á Alþingi í gær. Hann skaut föstum skotum að formanni Framsóknarflokksins og stjórnarandstöðunni en sitt sýnist hverjum um hvort gagnrýnin hafi verið verðskulduð.

Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald
Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að umræða síðustu vikna bendi til að hin nýja ríkisstjórn sé „óþægilega markalaus“ þegar kemur að því að fara með sitt nýfengna vald.

Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti sína fyrstu stefnuræðu á Alþingi í kvöld. Í ræðunni sagði hún fulla einingu í ríkisstjórn um þau málefni sem fram komi í þingmálaskrá og kynnti næstu skref stjórnarinnar. Hún sagði þjóðina í senn vera heppna með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, og mega vera stolta af Ingu Sæland, samráðherra hennar í ríkisstjórn.

Stefnuræða forsætisráðherra
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flytur sína fyrstu stefnuræðu í embætti í kvöld. Hægt er að fylgjast með ræðunni og umræðum um hana í beinni útsendingu hér á Vísi.

Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir
Framkvæmdir við bústað Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og fjölskyldu hennar á Bessastöðum fóru talsvert fram úr áætlun. Samþykktar höfðu verið 86 milljónir í verkið en kostnaðurinn endaði í 120.508.269 krónum.

Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu
Stefnuræða Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra er á dagskrá í kvöld. Svo virðist sem Miðflokkurinn sé kominn í stjórnarandstöðuham nú þegar því hann gerir athugasemd við það að meðal ræðumanna sé Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra.

Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld
Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana fara fram á Alþingi í kvöld, fimm dögum síðar en áætlað var. Kristrún Frostadóttir átti að flytja fyrstu stefnuræðu sína í embætti forsætisráðherra á fimmtudaginn í síðustu viku en því var frestað vegna veðurs.