Umhverfismál Vara við saur í Laugarvatni Sveitarfélagið Bláskógabyggð varar fólk við því að stunda böð eða leika sér í Laugarvatni þessa dagana. Ástæðan er sú að saurmengun hefur mælst í vatninu. Innlent 17.5.2023 16:44 Frekir kallar með rándýra bíla hafi hindrað tunnuskipti Nýjar ruslatunnur eru í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu en við breytinguna bætist ein tunna við í einbýli þar sem eru fleiri en þrír íbúar. Ekki eru allir sáttir með það og segir samskiptastjóri Sorpu að dæmi séu um að íbúar hafi hindrað sorphirðumenn frá því að vinna vinnuna sína vegna nýju tunnunnar. Innlent 16.5.2023 12:30 Mikilvægt að tæma dolluna Samskiptastjóri Sorpu segir það mikilvægt að tæma nikótínpúðadollur áður en þær eru settar í endurvinnslu. Púðarnir eru ekki endurvinnanlegir þrátt fyrir að dollan eigi að fara í plastruslið. Innlent 15.5.2023 16:37 Kryddhúsið minnkar kolefnisspor með nýjum umbúðum Kryddhúsið hefur sagt skilið við plaststauka og ál í öllum umbúðum kryddlínunnar. Ýmsar spennandi nýjungar eru einnig væntanlegar frá Kryddhúsinu. Ólöf Einarsdóttir, annar eigenda og framkvæmdastjóri segir stefnu Kryddhússins að starfa í sátt við umhverfið. Lífið samstarf 15.5.2023 09:16 Að drepa bandamenn sína Hvalveiðar hafa verið harðlega gagnrýndar vegna ómannúðlegra veiða og áhrifa á ímynd landsins og ferðaþjónustu á sama tíma og bent hefur verið á að þær hafa enga þjóðhagslega þýðingu. Nýlega hafa komið fram rannsóknir sem benda til jákvæðra áhrifa hvala á andrúmsloftið, sem geta gjörbreytt hugmyndum okkar um áhrif hvalveiða bæði á náttúru og efnahag. Skoðun 15.5.2023 07:30 „Ansi dýrt áhugamál hjá einum karli“ Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir einsýnt að stöðva þurfi hvalveiðar Íslendinga hið snarasta, ekki eingöngu vegna þess að fjárhagslegt tap er af þeim heldur einnig vegna gríðarlegra jákvæðra áhrifa hvala á loftslagið. Innlent 14.5.2023 15:14 Gervigreind greinir stærð og tegund fiska sem koma í troll Hátæknifyrirtækið Stjörnu-Oddi hefur í samstarfi við Hafrannsóknastofnun þróað tæki sem nýtir gervigreind til að sjá hvaða fisktegundir koma í troll fiskiskipa sem og stærð fiskanna. Tæknin er sögð stórt stökk í hafrannsóknum en einnig geta aukið hagkvæmni veiða og bætt umgengni skipstjórnarmanna við fiskistofna. Viðskipti innlent 14.5.2023 05:25 Skógrækt muni draga úr ferðamannastraumnum Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, segir að há tré séu byrjuð að byrgja fólki sýn að náttúruperlum. Sveitarstjórnir þurfi að standast þrýsting skógræktarfólks og skipuleggja svæði vel til að forðast frekari slys. Innlent 13.5.2023 09:31 Börn leiki sér í læk með krabbameinsvaldandi efnum Við mælingar í Kópavogslæk á árunum 2019 til 2020 mældust að minnsta kosti þrjú krabbameinsvaldandi efni yfir ársmeðaltali. Skýrsla um málið hefur ekki enn verið tekin fyrir hjá Umhverfisnefnd Kópavogsbæjar. Innlent 12.5.2023 20:01 Byrjað að dreifa nýju sorptunnunum í Reykjavík Dreifing á nýjum sorptunnum er hafin í Reykjavík og er þar unnið samkvæmt nýju flokkunarkerfi sorphirðu í samvinnu við nágrannasveitarfélög. Innlent 12.5.2023 13:04 Græðgin flytur fljót Ferðalangar um hringveginn í Hörgárdal hafa í áranna rás eflaust rekið augun í malarhauga á bökkum Hörgár hér og þar, efni sem unnið hefur verið úr farvegi og eyrum árinnar líkt og við fjölmörg önnur íslensk vatnsföll. Malartekja við vatnsföll er vandmeðfarin svo ekki sé meira sagt. Hún þarf að vera afar hófleg og taka þarf fullt tillit til lífríkisins og náttúrunnar allrar. Að öðrum kosti getur mikill skaði hlotist af slíku brölti. Skoðun 12.5.2023 08:31 Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna aðgerðaleysis Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár. Innlent 9.5.2023 07:01 Bein útsending: Loftslagsdagurinn í Hörpu Loftlagsdagurinn 2023 fer fram í Hörpu í dag þar sem fram koma helstu sérfræðingar þjóðarinnar í loftslagsmálum, ásamt fleiri fyrirlesurum úr ýmsum áttum. Dagskráin hefst klukkan tíu, stendur til klukkan 16 og verður hægt að fylgjast með í spilara að neðan. Innlent 4.5.2023 09:32 Bruggað úr úrgangi og nóg að sækja lífrænt sorp á sex vikna fresti Að flokka ruslið rétt getur verið hægara sagt en gert. Margir telja sig gera þetta rétt en tvíeykið í sprotafyrirtækinu Melta veit af eigin raun að svo er ekki. Því Melta er að þróa nýtt, skilvirkt og þægilegt flokkunar- og söfnunarkerfi á lífrænu sorpi. Atvinnulíf 4.5.2023 07:00 Kjósum að fræðast um Carbfix í Hafnarfirði, tökum svo afstöðu Loftslagsmálin eru flókin og erfið viðureignar þar sem þau virða engin landamæri, þetta er sameiginlegt úrlausnarefni allra. Það er ljóst að árangur mun ekki nást nema að margir þættir komi saman eins og minnkun losunar og að fanga koldíoxíð og aðrar lofttegundir sem hækka hitastig jarðarinnar. Skoðun 3.5.2023 07:30 Allir geta stutt við sprota og mikið fjármagn sótt nú þegar Á föstudaginn í þessari viku munu sjö sprotafyrirtæki kynna nýsköpunarverkefni sín fyrir fjárfestum sem lokaviðburð hraðalsins Hringiða sem KLAK stendur fyrir. Hringiða hefur það að markmiði að undirbúa græn nýsköpunarverkefni fyrir umsóknir um Evrópustyrki. Atvinnulíf 3.5.2023 07:01 Ávinningurinn margfaldur en greiða þurfi úr flækjum: „Þetta er gríðarlega stórt verkefni“ Koma fyrstu rafmagnsvörubílanna til landsins markar byltingu að sögn forstjóra Brimborgar. Tæknilega væri hægt að skipta helmingi flotans út strax en kostnaður og skortur á innviðum er ákveðin hindrun sem bregðast þurfi við. Ávinningurinn sé þó margfaldur, ekki síst þegar kemur að því að ná loftslagsmarkmiðum. Áfram sé langt í land en þetta sé skref til framtíðar. Innlent 1.5.2023 15:39 Ísland þurfi ekki á gullleit að halda Formaður Landverndar segir að Ísland þurfi ekki á gullleit að halda, hvorki á jarðhitasvæðum né annars staðar. Mörg fyrirtæki skreyti sig með grænum stimpli án þess að innistæða sé fyrir því. Innlent 28.4.2023 15:28 Bein útsending: Grænt stökk í mannvirkjagerð Fundur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um grænt stökk í mannvirkjagerð fer fram á Grand Hótel í dag klukkan 13. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi neðar í fréttinni. Innlent 27.4.2023 12:31 Ekki eftir neinu að bíða Um fjörutíu áhrifamiklir aðilar úr virðiskeðju byggingariðnaðarins tóku nýlega þátt í Hringborði hringrásar, vinnustofu um innleiðingu hringrásarhagkerfis í byggingariðnaði. Skoðun 27.4.2023 09:01 Þríhyrndur tangódans Þegar nýjar upplýsingar birtast um lítinn árangur í loftslagsmálum kallar umhverfisráðherra til þjóðarinnar og hvetur hana til að hlaupa hraðar og beisla vindorkuna í þágu orkuskipta. Skoðun 27.4.2023 07:30 Gullleitarfyrirtæki horfir til íslenskra jarðhitasvæða eftir sýnatöku á Reykjanesi Iceland Resources, fyrirtæki sem leitar að gulli og öðrum góðmálmum, greindi í dag frá niðurstöðum rannsókna á sýnum fengnum frá Reykjanesvirkjun. Forstjóri segir að langt sé í að möguleg vinnsla geti hafist. Innlent 26.4.2023 14:45 Landsvirkjun perlar Í fréttaskýringaþættinum Kveik var í liðinni viku fjallað um fyrirhugaða Hvammsvirkjun, sem Landsvirkjun vill reisa í neðri hluta Þjórsár. Fjallað var um áhrif virkjunarinnar á samfélag, landslag og umhverfi en einnig stuttlega minnst á laxastofn Þjórsár. Sá er með allra stærstu laxastofnum Atlantshafslaxins, sem áður var útbreidd tegund um alla Norður-Evrópu. Skoðun 26.4.2023 08:02 1.200 evrópsk börn deyja vegna loftmengunar Umhverfisstofnun Evrópusambandsins gerir ráð fyrir því að 1.200 börn látist vegna loftmengunar á ESB og EES svæðinu á ári hverju. Auk þess eykur loftmengun hættuna á að börn þrói með sér króníska sjúkdóma. Innlent 24.4.2023 13:34 Lykillinn að kolefnishlutleysi jarðhitavirkjana tekinn í notkun Tilraunastöð sem kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix tók nýlega í notkun við Nesjavallavirkjun er sögð lykillinn að tækni sem á að útrýma kolefnisspori jarðvarmavirkjana Orku náttúrunnar fyrir lok áratugsins. Tæknin er veruleg framför frá hreinsibúnaði við Hellisheiðarvirkjun. Innlent 21.4.2023 18:16 Ætlum við að rétt slefa í gegn? „Allt fyrir ofan fimm er óborguð yfirvinna,” sagði eldri nemandi við mig, óharnaðan busa, þegar ég mætti á mína fyrstu kóræfingu í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Með öðrum orðum þá taldi hann ekki taka því að leggja meira á sig en lágmarkið til að ná prófi. Skoðun 21.4.2023 13:31 Ekki tímabært að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki tímabært að kveða upp úr með hvort að íslensk stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ekkert eitt muni gera Íslandi kleift að ná markmiðum sem nýbirt mat Umhverfisstofnunar bendir til að séu fjarlæg. Innlent 19.4.2023 18:14 Hellinum verður haldið lokuðum næstu sex mánuði Umhverfisstofnun hefur ákveðið að halda nýfundna hellinum í Mývatnssveit lokuðum í sex mánuði til viðbótar. Útfellingar í hellinum eru einsdæmi á Íslandi og teljast afar sjaldgæfar í hraunhellum á heimsvísu. Innlent 19.4.2023 14:49 Staðlar og aðgerðir í loftslagsmálum á Íslandi Umhverfisstofnun hefur nú skilað landsskýrslu sinni um losun gróðurhúsalofttegunda (NIR) fyrir árið 2021 til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins og var það opinberað í dag. Í stuttu máli er óhætt að fullyrða að við séum ekki á góðum stað hvað varðar að uppfylla skuldbindingar okkar. Skoðun 19.4.2023 13:31 Bein útsending: Vindorka - Valkostir og greining Skýrsla starfshóps um nýtingu á vindorku verður kynnt á Hótel Nordica í dag klukkan 10. Sýnt verður frá fundinum í beinu streymi hér fyrir neðan. Innlent 19.4.2023 09:30 « ‹ 18 19 20 21 22 23 24 25 26 … 94 ›
Vara við saur í Laugarvatni Sveitarfélagið Bláskógabyggð varar fólk við því að stunda böð eða leika sér í Laugarvatni þessa dagana. Ástæðan er sú að saurmengun hefur mælst í vatninu. Innlent 17.5.2023 16:44
Frekir kallar með rándýra bíla hafi hindrað tunnuskipti Nýjar ruslatunnur eru í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu en við breytinguna bætist ein tunna við í einbýli þar sem eru fleiri en þrír íbúar. Ekki eru allir sáttir með það og segir samskiptastjóri Sorpu að dæmi séu um að íbúar hafi hindrað sorphirðumenn frá því að vinna vinnuna sína vegna nýju tunnunnar. Innlent 16.5.2023 12:30
Mikilvægt að tæma dolluna Samskiptastjóri Sorpu segir það mikilvægt að tæma nikótínpúðadollur áður en þær eru settar í endurvinnslu. Púðarnir eru ekki endurvinnanlegir þrátt fyrir að dollan eigi að fara í plastruslið. Innlent 15.5.2023 16:37
Kryddhúsið minnkar kolefnisspor með nýjum umbúðum Kryddhúsið hefur sagt skilið við plaststauka og ál í öllum umbúðum kryddlínunnar. Ýmsar spennandi nýjungar eru einnig væntanlegar frá Kryddhúsinu. Ólöf Einarsdóttir, annar eigenda og framkvæmdastjóri segir stefnu Kryddhússins að starfa í sátt við umhverfið. Lífið samstarf 15.5.2023 09:16
Að drepa bandamenn sína Hvalveiðar hafa verið harðlega gagnrýndar vegna ómannúðlegra veiða og áhrifa á ímynd landsins og ferðaþjónustu á sama tíma og bent hefur verið á að þær hafa enga þjóðhagslega þýðingu. Nýlega hafa komið fram rannsóknir sem benda til jákvæðra áhrifa hvala á andrúmsloftið, sem geta gjörbreytt hugmyndum okkar um áhrif hvalveiða bæði á náttúru og efnahag. Skoðun 15.5.2023 07:30
„Ansi dýrt áhugamál hjá einum karli“ Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir einsýnt að stöðva þurfi hvalveiðar Íslendinga hið snarasta, ekki eingöngu vegna þess að fjárhagslegt tap er af þeim heldur einnig vegna gríðarlegra jákvæðra áhrifa hvala á loftslagið. Innlent 14.5.2023 15:14
Gervigreind greinir stærð og tegund fiska sem koma í troll Hátæknifyrirtækið Stjörnu-Oddi hefur í samstarfi við Hafrannsóknastofnun þróað tæki sem nýtir gervigreind til að sjá hvaða fisktegundir koma í troll fiskiskipa sem og stærð fiskanna. Tæknin er sögð stórt stökk í hafrannsóknum en einnig geta aukið hagkvæmni veiða og bætt umgengni skipstjórnarmanna við fiskistofna. Viðskipti innlent 14.5.2023 05:25
Skógrækt muni draga úr ferðamannastraumnum Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, segir að há tré séu byrjuð að byrgja fólki sýn að náttúruperlum. Sveitarstjórnir þurfi að standast þrýsting skógræktarfólks og skipuleggja svæði vel til að forðast frekari slys. Innlent 13.5.2023 09:31
Börn leiki sér í læk með krabbameinsvaldandi efnum Við mælingar í Kópavogslæk á árunum 2019 til 2020 mældust að minnsta kosti þrjú krabbameinsvaldandi efni yfir ársmeðaltali. Skýrsla um málið hefur ekki enn verið tekin fyrir hjá Umhverfisnefnd Kópavogsbæjar. Innlent 12.5.2023 20:01
Byrjað að dreifa nýju sorptunnunum í Reykjavík Dreifing á nýjum sorptunnum er hafin í Reykjavík og er þar unnið samkvæmt nýju flokkunarkerfi sorphirðu í samvinnu við nágrannasveitarfélög. Innlent 12.5.2023 13:04
Græðgin flytur fljót Ferðalangar um hringveginn í Hörgárdal hafa í áranna rás eflaust rekið augun í malarhauga á bökkum Hörgár hér og þar, efni sem unnið hefur verið úr farvegi og eyrum árinnar líkt og við fjölmörg önnur íslensk vatnsföll. Malartekja við vatnsföll er vandmeðfarin svo ekki sé meira sagt. Hún þarf að vera afar hófleg og taka þarf fullt tillit til lífríkisins og náttúrunnar allrar. Að öðrum kosti getur mikill skaði hlotist af slíku brölti. Skoðun 12.5.2023 08:31
Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna aðgerðaleysis Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár. Innlent 9.5.2023 07:01
Bein útsending: Loftslagsdagurinn í Hörpu Loftlagsdagurinn 2023 fer fram í Hörpu í dag þar sem fram koma helstu sérfræðingar þjóðarinnar í loftslagsmálum, ásamt fleiri fyrirlesurum úr ýmsum áttum. Dagskráin hefst klukkan tíu, stendur til klukkan 16 og verður hægt að fylgjast með í spilara að neðan. Innlent 4.5.2023 09:32
Bruggað úr úrgangi og nóg að sækja lífrænt sorp á sex vikna fresti Að flokka ruslið rétt getur verið hægara sagt en gert. Margir telja sig gera þetta rétt en tvíeykið í sprotafyrirtækinu Melta veit af eigin raun að svo er ekki. Því Melta er að þróa nýtt, skilvirkt og þægilegt flokkunar- og söfnunarkerfi á lífrænu sorpi. Atvinnulíf 4.5.2023 07:00
Kjósum að fræðast um Carbfix í Hafnarfirði, tökum svo afstöðu Loftslagsmálin eru flókin og erfið viðureignar þar sem þau virða engin landamæri, þetta er sameiginlegt úrlausnarefni allra. Það er ljóst að árangur mun ekki nást nema að margir þættir komi saman eins og minnkun losunar og að fanga koldíoxíð og aðrar lofttegundir sem hækka hitastig jarðarinnar. Skoðun 3.5.2023 07:30
Allir geta stutt við sprota og mikið fjármagn sótt nú þegar Á föstudaginn í þessari viku munu sjö sprotafyrirtæki kynna nýsköpunarverkefni sín fyrir fjárfestum sem lokaviðburð hraðalsins Hringiða sem KLAK stendur fyrir. Hringiða hefur það að markmiði að undirbúa græn nýsköpunarverkefni fyrir umsóknir um Evrópustyrki. Atvinnulíf 3.5.2023 07:01
Ávinningurinn margfaldur en greiða þurfi úr flækjum: „Þetta er gríðarlega stórt verkefni“ Koma fyrstu rafmagnsvörubílanna til landsins markar byltingu að sögn forstjóra Brimborgar. Tæknilega væri hægt að skipta helmingi flotans út strax en kostnaður og skortur á innviðum er ákveðin hindrun sem bregðast þurfi við. Ávinningurinn sé þó margfaldur, ekki síst þegar kemur að því að ná loftslagsmarkmiðum. Áfram sé langt í land en þetta sé skref til framtíðar. Innlent 1.5.2023 15:39
Ísland þurfi ekki á gullleit að halda Formaður Landverndar segir að Ísland þurfi ekki á gullleit að halda, hvorki á jarðhitasvæðum né annars staðar. Mörg fyrirtæki skreyti sig með grænum stimpli án þess að innistæða sé fyrir því. Innlent 28.4.2023 15:28
Bein útsending: Grænt stökk í mannvirkjagerð Fundur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um grænt stökk í mannvirkjagerð fer fram á Grand Hótel í dag klukkan 13. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi neðar í fréttinni. Innlent 27.4.2023 12:31
Ekki eftir neinu að bíða Um fjörutíu áhrifamiklir aðilar úr virðiskeðju byggingariðnaðarins tóku nýlega þátt í Hringborði hringrásar, vinnustofu um innleiðingu hringrásarhagkerfis í byggingariðnaði. Skoðun 27.4.2023 09:01
Þríhyrndur tangódans Þegar nýjar upplýsingar birtast um lítinn árangur í loftslagsmálum kallar umhverfisráðherra til þjóðarinnar og hvetur hana til að hlaupa hraðar og beisla vindorkuna í þágu orkuskipta. Skoðun 27.4.2023 07:30
Gullleitarfyrirtæki horfir til íslenskra jarðhitasvæða eftir sýnatöku á Reykjanesi Iceland Resources, fyrirtæki sem leitar að gulli og öðrum góðmálmum, greindi í dag frá niðurstöðum rannsókna á sýnum fengnum frá Reykjanesvirkjun. Forstjóri segir að langt sé í að möguleg vinnsla geti hafist. Innlent 26.4.2023 14:45
Landsvirkjun perlar Í fréttaskýringaþættinum Kveik var í liðinni viku fjallað um fyrirhugaða Hvammsvirkjun, sem Landsvirkjun vill reisa í neðri hluta Þjórsár. Fjallað var um áhrif virkjunarinnar á samfélag, landslag og umhverfi en einnig stuttlega minnst á laxastofn Þjórsár. Sá er með allra stærstu laxastofnum Atlantshafslaxins, sem áður var útbreidd tegund um alla Norður-Evrópu. Skoðun 26.4.2023 08:02
1.200 evrópsk börn deyja vegna loftmengunar Umhverfisstofnun Evrópusambandsins gerir ráð fyrir því að 1.200 börn látist vegna loftmengunar á ESB og EES svæðinu á ári hverju. Auk þess eykur loftmengun hættuna á að börn þrói með sér króníska sjúkdóma. Innlent 24.4.2023 13:34
Lykillinn að kolefnishlutleysi jarðhitavirkjana tekinn í notkun Tilraunastöð sem kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix tók nýlega í notkun við Nesjavallavirkjun er sögð lykillinn að tækni sem á að útrýma kolefnisspori jarðvarmavirkjana Orku náttúrunnar fyrir lok áratugsins. Tæknin er veruleg framför frá hreinsibúnaði við Hellisheiðarvirkjun. Innlent 21.4.2023 18:16
Ætlum við að rétt slefa í gegn? „Allt fyrir ofan fimm er óborguð yfirvinna,” sagði eldri nemandi við mig, óharnaðan busa, þegar ég mætti á mína fyrstu kóræfingu í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Með öðrum orðum þá taldi hann ekki taka því að leggja meira á sig en lágmarkið til að ná prófi. Skoðun 21.4.2023 13:31
Ekki tímabært að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki tímabært að kveða upp úr með hvort að íslensk stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ekkert eitt muni gera Íslandi kleift að ná markmiðum sem nýbirt mat Umhverfisstofnunar bendir til að séu fjarlæg. Innlent 19.4.2023 18:14
Hellinum verður haldið lokuðum næstu sex mánuði Umhverfisstofnun hefur ákveðið að halda nýfundna hellinum í Mývatnssveit lokuðum í sex mánuði til viðbótar. Útfellingar í hellinum eru einsdæmi á Íslandi og teljast afar sjaldgæfar í hraunhellum á heimsvísu. Innlent 19.4.2023 14:49
Staðlar og aðgerðir í loftslagsmálum á Íslandi Umhverfisstofnun hefur nú skilað landsskýrslu sinni um losun gróðurhúsalofttegunda (NIR) fyrir árið 2021 til loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins og var það opinberað í dag. Í stuttu máli er óhætt að fullyrða að við séum ekki á góðum stað hvað varðar að uppfylla skuldbindingar okkar. Skoðun 19.4.2023 13:31
Bein útsending: Vindorka - Valkostir og greining Skýrsla starfshóps um nýtingu á vindorku verður kynnt á Hótel Nordica í dag klukkan 10. Sýnt verður frá fundinum í beinu streymi hér fyrir neðan. Innlent 19.4.2023 09:30