Stj.mál

Fréttamynd

Frosti leiðir starfshóp um fyrstu kaup á fasteignamarkaði

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað Frosta Sigurjónsson, fyrrverandi þingmann Framsóknarflokksins, formann starfshóps sem útfæra á sértækar aðgerðir til að auðvelda ungu og tekjulágu fólki að kaupa sér íbúðarhúsnæði.

Innlent
Fréttamynd

Þingmennirnir ræða Lilju á ógeðfelldan hátt í nýju hljóðbroti

Í dag birtist nýjasta hljóðbrotið úr Klaustursupptökunum í fjölmiðlum. Þar tala þingmennirnir um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hér í myndbandinu má heyra hljóðbrotið, birt með leyfi Stundarinnar, en þess má geta að grófustu ummælin eru ekki birt. Ræða Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Bergþór með ógeðfelldum hætti um þessa fyrrum flokksystur sína.

Innlent
Fréttamynd

Katrín þiggur boð Bernie Sanders

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur þegið boð um að taka þátt í stofnun samtakanna Progressive Internternational. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Katrínar sem birtist síðdegis í dag. Forsprakkar Progressive International eru Yanis Varfoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, og Bernie Sanders, fyrrum forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum.

Innlent
Fréttamynd

Jón Þór mun taka sæti á þingi fyrir Miðflokkinn

Varaþingmaður Miðflokksins, Jón Þór Þorvaldsson, mun taka sæti Bergþórs Ólasonar á Alþingi. Þetta staðfesti hann í samtali við fréttastofu rétt í þessu. Jón Þór sat fyrr í dag fund með Bergþóri og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins þar sem farið var yfir stöðu mála í kjölfar Klaustursupptakanna.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin fagnaði fyrsta árinu

Ríkisstjórnin fagnaði því í dag að eitt ár er liðið frá því hún var mynduð. Forsætisráðherra segir stjórnina hafa áorkað miklu á fyrsta ári sínu og framlög til samfélagslegra verkefna hafi verið aukin um níutíu milljarða í tveimur fjárlögum hennar.

Innlent
Fréttamynd

Fögnuðu samstarfinu með skúffuköku og sörum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skar kökusneiðar og rétti kollegum sínum þegar ráðherrar úr röðum Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins fögnuðu eins árs samstarfi flokkanna í ríkisstjórn. Flokkarnir náðu saman um samstarf og kynntu fyrir ári.

Innlent
Fréttamynd

Vill skapa umræðu um kannabis í lækningaskyni

Píratinn Halldóra Mogensen segir ætlun þingsályktunartillögu hennar er snýr að lögleiðingu lyfjahamps, þ.e. kannabis í lækningaskyni, sé að skapa umræður í samfélaginu um málaflokkinn. Hún segir enn fremur að að full lögleiðing kannabis sé óhjákvæmileg þróun.

Innlent
Fréttamynd

Segir íslenska pólitík með hausinn í sandinum

Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir íslenska pólitík með hausinn í sandinum varðandi íslensku krónuna. Lilja Alfreðsdóttir var honum ósammála í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni.

Innlent