Félagsmál

Fréttamynd

Svíþjóð auðveldari kostur en höfuðborgin

Mæðgur á Akureyri ákváðu að flytja til Svíþjóðar vegna menntaskólagöngu dótturinnar. Segja það ódýrari kost en að flytja til Reykjavíkur. Engin heimavist er við menntaskóla á höfuðborgarsvæðinu, sem torveldar ungu fólki af landsbyggðinni.

Innlent
Fréttamynd

Milljónir króna hafðar af erlendu verkafólki

Samhliða hröðum vexti í íslensku efnahagslífi á undanförnum árum bendir rannsókn ASÍ, sem byggir á skoðanakönnunum og launakröfum stéttarfélaga, til þess að jaðarsetning og brotastarfsemi aukist á íslenskum vinnumarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Er ráðherra loks orðlaus?

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, er jafnan glaðbeittur og kampakátur stjórnmálamaður og tekur af ljúfmennsku í erindi sem að honum berast, þau eru ófá og af ýmsum toga.

Skoðun
Fréttamynd

Eldri borgarar sæta afarkostum

Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína.

Skoðun
Fréttamynd

Segir laun forstjórans hneyksli

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir það hneyksli að fyrrverandi forstjóri Félagsbústaða hafi verið með 1,6 milljónir króna í mánaðarlaun.

Innlent
Fréttamynd

Bjart er yfir Bjargi!

Fyrir nokkru gerðist sá ánægjulegi atburður að fyrsti leigjandinn flutti inn í nýtt fjölbýlishús sem íbúðafélagið Bjarg reisti í Grafavogi.

Skoðun
Fréttamynd

Ný stofnun um húsnæðismál

Félagsmálaráðherra hefur birt drög að frumvarpi til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda um sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar í nýja stofnun

Innlent
Fréttamynd

Heimilislaust fólk í tjöldum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu: „Stærsti hópurinn er ungt heimilislaust fólk“

Heimilislaust fólk hefur komið sér fyrir í tjöldum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu þar sem það hefur ekki fengið sértækt búsetuúrræði hjá borginni. Verkefnastýra hjá Rauða krossinum segir þetta ungt fólk með mikinn fíknivanda. Sumir hafi verið heimilislausir frá því þeir hættu að tilheyra barnaverndarkerfinu, 18 ára.

Innlent
Fréttamynd

Segir leiðbeiningar Vinnumálastofnunar óskýrar og misvísandi

Vinnuveitandi Momo Hayashi, japönsku konunnar sem synjað var um áframhaldandi dvalarleyfi og atvinnuleyfi hér á landi, segir að leiðbeiningar Vinnumálastofnunar hafi verið misvísandi og óskýrt hvaða gögn þyrftu að liggja að baki umsóknar um atvinnuleyfi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríka leiðbeiningarskyldu hvíla á Vinnumálastofnun.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæla harðlega brottvísun Momo Hayashi

Stjórn Íslenska viðskiptaráðsins í Japan, sem hefur aðsetur í Tókýó, mótmælir harðlega brottvísun verslunareigandans Momo Hayashi og hvetur íslensk stjórnvöld til þess að veita henni dvalarleyfi.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýnisvert að japanska konan fái ekki atvinnuleyfi

Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandinn hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis.

Innlent
Fréttamynd

Japönsk kona fær ekki að búa á Íslandi

Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga.

Innlent
Fréttamynd

Skömm­in stærst­i fylg­i­fisk­ur heim­il­is­of­beld­is

Sextíu prósent þeirra sem leita til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis eru án atvinnu eða hafa dottið út af vinnumarkaði. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir ofbeldissambönd hafa gríðarleg áhrif á starfsgetu fólks og auka þurfi skilning á vinnustöðum gagnvart því.

Innlent
Fréttamynd

Segir áherslur stjórnvalda í vímuefnamálum bitna illa á þeim verst settu

Áherslur stjórnvalda í vímuefnamálum bitna illa á þeim sem eiga um sárt að binda vegna fíknar, að sögn Helga Gunnlaugssonar, prófessors í afbrotafræði. Í nýrri löggæsluáætlun sé lögð áhersla á að draga úr framboði efnanna sem rannsóknir sýni fram á að hafi sáralítil áhrif á markaðinn. Það þurfi að breyta stefnunni í málaflokknum, en ábyrgðin liggi hjá Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Nokkur átján ára ungmenni með fíkniefnavanda á götunni

Tæplega tíu börn, sem hafa átt við verulegan hegðunar- og fíkniefnavanda að etja, hafa á síðustu mánuðuðum fallið utan við barnaverndarkerfið eftir að hafa náð 18 ára aldri og flest eru þau nú með öllu eftirlitslaus á götunni án þess að stuðningsfólk geti nokkuð aðhafst. Lögregluvarðstjóri segir mjög erfitt að horfa á eftir hinum svonefndu ,,týndu börnum" og geta ekkert að gert.

Innlent