Allir í húsnæðisvanda fá þak yfir höfuðið í nokkra mánuði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. apríl 2020 12:00 Öllum þeim sem eru í húsnæðisvanda vegna kórónuveirunnar verður útvega húsnæði næstu mánuði, óháð lögheimili, samkvæmt samkomulagi sem félagsmálaráðherra og Reykjavíkurborg hafa gert. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra hefur undirritað samkomulag við Reykjavíkurborg um að öllum þeim sem séu í húsnæðisvanda verði útvegað þak yfir höfuðið næstu mánuði, óháð búsetu. Rætt hefur verið við Akureyrarbæ um samskonar úrræði. Fyrir páska undirrituðu Reykjavíkurborg og félagsmálaráðherra samkomulag vegna úrræða til að styðja við fólk í húsnæðisvanda vegna kórónuveirunnar. Félagsmálaráðuneytið mun fjármagna tímabundnar lausnir fyrir þá sem ekki hafa í nein hús að venda faraldursins en áætlaður heildarkostnaður vegna verkefnisins, sem er til fjögurra mánaða, er um 85 milljónir króna. „Þetta felst í því að Reykjavíkurborg ætlar að taka það hlutverk að sér að setja upp sérstaka neyðarmóttöku sem byggir á því að allir þeir sem eru í húsnæðisvanda geta leitað beint þangað og þeim verður skaffað húsnæði til næstu mánaða,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og bætir því við að húsnæðisvandi jaðarhópa hafi vaxið síðustu daga og vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/Sigurjón Ekki hægt að segja hversu stór hópur þurfi á slíku úrræði að halda „Það er kannski erfitt að slá á það einhverja tölu en það eru að koma fréttir af því að einstaklingar sem að hafa verið í húsnæði hjá öðrum eða slíkt, hafi ekki þá möguleika. Við viljum einfaldlega byrgja þennan brunn, þannig að næstu daga og vikur að þá geti allir leitað beint til Reykjavíkurborgar, í samstarfi þá ríkis og sveitarfélags, með þessum hætti,“ segir Ásmundur. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að borgin hafi þjónustað langstærsta hluta heimilislausra með fjölþættan vanda hér á landi og starfræki þrjú neyðarskýli. Samstarfið nú þýði að borgin muni hafa svigrúm til að taka við öllum þeim sem þurfa þjónustuna á landsvísu óháð lögheimili. Móttakan muni tengja viðkomandi einstaklinga við félagsráðgjafa í því sveitarfélagi þar sem einstaklingurinn á lögheimili en viðkomandi getur dvalið í skammtímahúsnæðinu þar til mál hans eru komin í réttan farveg hjá því sveitarfélagi sem um ræðir. Rætt hefur verið við Akureyrarbæ um að grípa til svipaðra aðgerða í framhaldinu sé þörf og tilefni til. Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira
Félagsmálaráðherra hefur undirritað samkomulag við Reykjavíkurborg um að öllum þeim sem séu í húsnæðisvanda verði útvegað þak yfir höfuðið næstu mánuði, óháð búsetu. Rætt hefur verið við Akureyrarbæ um samskonar úrræði. Fyrir páska undirrituðu Reykjavíkurborg og félagsmálaráðherra samkomulag vegna úrræða til að styðja við fólk í húsnæðisvanda vegna kórónuveirunnar. Félagsmálaráðuneytið mun fjármagna tímabundnar lausnir fyrir þá sem ekki hafa í nein hús að venda faraldursins en áætlaður heildarkostnaður vegna verkefnisins, sem er til fjögurra mánaða, er um 85 milljónir króna. „Þetta felst í því að Reykjavíkurborg ætlar að taka það hlutverk að sér að setja upp sérstaka neyðarmóttöku sem byggir á því að allir þeir sem eru í húsnæðisvanda geta leitað beint þangað og þeim verður skaffað húsnæði til næstu mánaða,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra og bætir því við að húsnæðisvandi jaðarhópa hafi vaxið síðustu daga og vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/Sigurjón Ekki hægt að segja hversu stór hópur þurfi á slíku úrræði að halda „Það er kannski erfitt að slá á það einhverja tölu en það eru að koma fréttir af því að einstaklingar sem að hafa verið í húsnæði hjá öðrum eða slíkt, hafi ekki þá möguleika. Við viljum einfaldlega byrgja þennan brunn, þannig að næstu daga og vikur að þá geti allir leitað beint til Reykjavíkurborgar, í samstarfi þá ríkis og sveitarfélags, með þessum hætti,“ segir Ásmundur. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að borgin hafi þjónustað langstærsta hluta heimilislausra með fjölþættan vanda hér á landi og starfræki þrjú neyðarskýli. Samstarfið nú þýði að borgin muni hafa svigrúm til að taka við öllum þeim sem þurfa þjónustuna á landsvísu óháð lögheimili. Móttakan muni tengja viðkomandi einstaklinga við félagsráðgjafa í því sveitarfélagi þar sem einstaklingurinn á lögheimili en viðkomandi getur dvalið í skammtímahúsnæðinu þar til mál hans eru komin í réttan farveg hjá því sveitarfélagi sem um ræðir. Rætt hefur verið við Akureyrarbæ um að grípa til svipaðra aðgerða í framhaldinu sé þörf og tilefni til.
Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira