Lögreglumál

Fréttamynd

Enn ekið á gangandi og fólk á rafhlaupahjóli

Ekið var á gangandi vegfaranda í Hlíðarbergi í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í kvöld. Töluvert var um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í dag og fólk flutt á slysadeild. Þetta kemur fram í skeyti lögreglu til fjölmiðla í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Töluvert um akstur undir áhrifum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stóð í ströngu í gærkvöldi og í nótt við að hafa afskipti af ökumönnum sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.

Innlent
Fréttamynd

Óku manni heim sem stóð öskrandi úti á götu

Tveir voru handteknir þegar tilkynnt var um hópslagsmál í póstnúmerinu 108 í gærkvöldi. Þá var manni í annarlegu ástandi ekið heim af lögreglu eftir að tilkynning barst um að hann væri að öskra úti á götu í miðborginni.

Innlent
Fréttamynd

Jón Þór kærir Inga Tryggvason til lögreglu

Jón Þór Ólafsson, umboðsmaður framboðslista Pírata í nýafstöðnum kosningum til Alþingis, hefur kært Inga Tryggvason, oddvita yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, til lögreglu. Þetta kemur fram í pistli sem Jón Þór birtir á Vísi sem kærir Inga fyrir mögulegt kosningasvindl.

Innlent
Fréttamynd

Rann­saka hvort reynt hafi verið að keyra á börn í Garða­bæ

Nokkrar kærur hafa borist lög­reglu eftir að hópur krakka safnaðist saman fyrir utan heimili í Garða­bæ á laugar­dags­kvöld og hafði í hótunum við heimilis­fólkið. Heimilis­faðirinn hefur einnig verið kærður en hluti krakkanna sakar hann um að hafa reynt að keyra á sig.

Innlent
Fréttamynd

Byssumaðurinn á Egilsstöðum ákærður

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni, sem skaut á hús í Dalseli á Egilsstöðum í ágúst. Maðurinn var skotinn af lögreglu og fluttur á Landspítala þar sem hann lá á gjörgæslu í nokkurn tíma. Hann var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Innlent
Fréttamynd

Hópuðust saman við heimili sam­nemanda og ætluðu að taka lögin í sínar hendur

Lög­regla á höfuð­borgar­svæðinu var kölluð út að heimili í Garða­bæ í gær­kvöldi en stór hópur krakka hafði safnast saman fyrir utan það og haft í hótunum við heimilis­fólkið. Að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn gerir ráð fyrir að heimilis­fólkið leggi inn kærur á morgun og að málið verði í fram­haldi unnið í sam­starfi við barna­verndar­yfir­völd, enda séu krakkarnir ó­sak­hæfir.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn á 105 á 60-götu og kvaðst vera að flýta sér

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi ökumann bifreiðar í Hlíðunum fyrir of hraðan akstur, en viðkomandi ók langt yfir hámarkshraða. Samkvæmt dagbók lögreglu sagðist viðkomandi einfaldlega hafa verið að flýta sér.

Innlent
Fréttamynd

Óska eftir vitnum að um­ferðar­ó­happi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar miðvikudagsmorguninn 10. nóvember. Tilkynning um slysið barst lögreglu klukkan 7:12.

Innlent
Fréttamynd

Staðhæfingar Páls koma Páleyju spánskt fyrir sjónir

Páll Vilhjálmsson bloggari og framhaldsskólakennari fullyrðir að rannsókn á hvarfi síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja sem og hvort og hvernig hafi verið eitrað fyrir skipstjóranum sé langt komin og niðurstaða liggi fyrir í drögum.

Innlent
Fréttamynd

Mega skoða gögn á síma meints fíkniefnasala

Landsréttur staðfesti í vikunni úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu mætti rannsaka gögn á síma manns sem grunaður er um sölu fíkniefna. Dómurinn segir lagaskilyrðum fullnægt og rökstuddur grunur sé fyrir því að eigandi símans sé fíkniefnasali og hafi gerst sekur um brot sem geti varðað fangelsisvist.

Innlent
Fréttamynd

Beraði sig við íþróttavöll í Laugardalnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu barst í dag ábending um erlendan aðila sem var að bera sig við íþróttavöll í Laugardalnum. Sá var farinn af vettvangi þegar lögregluþjóna bar að garði en málið er til rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei jafn mörg mál til rannsóknar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei haft fleiri mál til rannsóknar og afgreiðslutími þeirra er að minnsta kosti helmingi lengri en við teljum æskilegt segir yfirlögregluþjónn. Þá sé alltof algengt að það þurfi að dæma menn í síbrotagæslu.

Innlent
Fréttamynd

Hrekkirnir geti valdið fólki miklu hugarangri

Nokkuð hefur verið um símahrekki víða á landinu undanfarið en lögreglan telur að rekja megi símtölin til smáforrits þar sem finna má tilbúnar upptökur á íslensku. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir símtölin geta valdið fólki miklu hugarangri og hvetur eindregið gegn notkun forritsins.

Innlent
Fréttamynd

Rýmdu leikskóla á Ísafirði vegna reyks

Börn og starfsfólk á leikskólanum Eyrarskjóli á Ísafirði drifu sig í flýti út úr leikskólanum á tíunda tímanum vegna reyks sem lagði frá byggingunni. Var öllum nemendum og starfsfólki beint í Safnahúsið, við hlið Eyrarskjóls.

Innlent