Lögreglumál Tuttugu föst í skíðalyftu í Hlíðarfjalli Lögregla og björgunarsveitarmenn voru kölluð út á öðrum tímanum í dag eftir að tilkynnt var um að skíðalyfta í Hlíðarfjalli, Fjarkinn, hefði stöðvast. Tuttugu voru föst í lyftunni en tekist hefur að ná öllum niður óslösuðum. Innlent 20.1.2023 15:00 Tilkynnt um þjófnað í verslun og innbrot í geymslur í Kópavogi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna þjófnaðar úr verslun í Kópavogi í gærkvöldi. Sömuleiðis var óskað eftir aðstoð lögreglu þegar tilkynnt var um innbrot í geymslur í Kópavogi. Innlent 20.1.2023 07:14 Kona varð úti í óveðrinu rétt fyrir jól Kona á fertugsaldri varð úti í óveðrinu sem gekk hér yfir dagana 17. til 19. desember. Konan var búsett ofarlega við Esjumela í Mosfellsbæ og var á leið heim til sín fótgangandi þegar hún lést. Innlent 19.1.2023 18:29 Formaður SÁÁ: „Þetta var rosalegt högg fyrir starfsfólkið okkar“ Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókna á starfsháttum SÁÁ og meintum tilhæfulausum reikningum. Formaður SÁÁ segir Sjúkratryggingar Íslands hafa vegið með grófum hætti að trúverðugleika samtakanna gerir alvarlega athugasemd við framgöngu stofnunarinnar. Innlent 19.1.2023 11:43 Skúli Tómas segir mat liggja fyrir um náttúrulegan dauðdaga sjúklinga Skúli Tómas Gunnlaugsson hjartalæknir sem sætir rannsókn vegna gruns um að hafa endurtekið sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir segir umfjöllun um málið hafa verið afar villandi og hreinilega ranga. Hann segir niðurstöðu dómkvaddra matsmanna á einn veg; allir sjúklingarnir hafi látist af náttúrulegum orsökum. Innlent 19.1.2023 11:16 Tafir á Hringbraut vegna áreksturs Umferðartafir mynduðust eftir að tveir bílar rákust saman við hringtorgið á mótum Suðurgötu og Hringbrautar í í Reykjavík í morgun. Innlent 19.1.2023 09:14 Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fer fram í dag Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða langstærsta kókaínmál sem komið hefur upp hér á landi. Fjórum sakborningum í málinu er gefið að sök að hafa flutt inn um hundrað kíló af kókaíni, sem falin voru í sjö trjádrumbum. Reikna má með þungum dómum verði mennirnir fundnir sekir. Innlent 19.1.2023 08:01 Rannsókn á ásökunum SÍ gegn SÁÁ felld niður Héraðssaksóknari ákvað 2. desember síðastliðinn að hætta rannsókn á starfsháttum SÁÁ en málið varðaði ásakanir Sjúkratrygginga Íslands, meðal annars um fjölda reikninga sem voru sagðir tilhæfulausir. Innlent 19.1.2023 07:10 Árásarmaður í Bankastrætismálinu lýsir aðdraganda árásarinnar Tveir karlmenn tengdir hnífstunguárásinni á Bankastræti Club í nóvember hafa tekist á í opinskáum færslum á Facebook undanfarna daga. Annar þeirra var á meðal þeirra handteknu en hinn er vinur fórnarlambanna. Árásarmaðurinn segir að rekja megi árásina til þess að hann hafi átt í samskiptum við fyrrverandi kærustu manns tengdum fórnarlömbunum. Vinur fórnarlambanna lýsir furðu yfir því að árásarmaðurinn gangi laus. Innlent 19.1.2023 07:00 Eldur við skóla slökktur með snjó Einn var vistaður í fangageymslu í gærkvöldi vegna hótana og eignaspjalla og annar vegna ölvunarástands. Þá var tilkynnt um eld við skóla en hann var slökktur með snjó. Innlent 19.1.2023 06:24 Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. Innlent 18.1.2023 18:05 262 nauðganir tilkynntar árið 2022 Alls voru 634 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu árið 2022. Fleiri nauðganir voru tilkynntar miðað við síðastliðin þrjú ár og þá fjölgaði brotum gegn kynferðislegri friðhelgi (stafræn brot) um helming miðað við árið á undan. Fjöldi tilkynntra kynferðisbrota gegn börnum var nánast óbreyttur. Innlent 18.1.2023 16:39 Réðst á starfsmann bráðamóttökunnar og olli skemmdum á munum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að Landspítalanum í Fossvogi í gærkvöldi eftir að einstaklingur veittist að starfsmanni bráðamóttökunnar og olli skemmdum á innanstokksmunum. Innlent 18.1.2023 06:21 Engin skipulögð leit að Modestas Engin skipulögð leit er í gangi að Modestas Antanavicius en síðast sást til Modestas á laugardag síðastliðinn 7. janúar. Innlent 17.1.2023 18:13 Lögregla aðstoðaði í fjölskyldudeilum um sígarettueign Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í dag kölluð til vegna ósættis milli tveggja skyldra aðila í hverfi 108. Deilumálið var eign á sígarettum. Innlent 17.1.2023 18:01 Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds í Bankastræti Club-málinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krefst áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni á tuttugasta aldursári í tengslum við rannsókn á hnífsstunguárás á Bankastræti Club þann 17. nóvember síðastliðinn. Innlent 17.1.2023 12:23 „Byssuhvellir“ reyndust flugeldar Ýmis verkefni rötuðu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, flest tengd umferðinni líkt og venjulega. Innlent 17.1.2023 06:21 Þrír fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir árekstur á Hólavegi Tveir bílar skullu saman á Hólavegi í Hjaltadal upp úr klukkan fjögur í dag. Mikil hálka var á svæðinu. Þrír aðilar voru í bílunum og voru þeir fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Innlent 16.1.2023 18:37 Reyndi að bíta lögreglumenn og hótaði þeim lífláti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til rétt fyrir klukkan tvö í nótt vegna einstaklings sem var að hoppa ofan á bifreið í miðbæ Reykjavíkur. Lögregla handtók viðkomandi og flutti á lögreglustöð en sá reyndi að bíta lögreglumennina af sér auk þess að hóta þeim lífláti. Innlent 16.1.2023 06:17 „Alveg ljóst að um veikindi einstaklings er að ræða“ Tveir þurftu að leita á sjúkrahús eftir að karlmaður, sem er talinn andlega veikur, réðist á þau í Kringlunni. Innlent 15.1.2023 13:19 Umfangsminni leit í dag og engar vísbendingar hafa borist Engar vísbendingar hafa borist lögreglu um ferðir Modestas Antanavicius sem leitað hefur verið að í Borgarfirði. Leit heldur áfram í dag og biðlar lögregla til fólks að hafa samband hafi það einhverjar upplýsingar um ferðir mannsins. Innlent 15.1.2023 12:47 Á löggustöð í úlpu með frosinn gogg Lögreglan á Suðurnesjum fann gæs með frosinn gogg á vappi í gær og bauð henni að hlýja sér í úlpu á lögreglustöðinni. Lífið 15.1.2023 10:24 Þremenningar vopnaðir hnífum í slagsmálum Lögregla hafði í nægu að snúast í nótt ef marka má dagbók lögreglu; hnífaslagsmál, mikil ölvun og grunur um ólöglega dvöl hérlendis koma við sögu. Innlent 15.1.2023 07:29 Tveir leituðu læknisaðstoðar eftir að maður gekk berserksgang í Kringlunni Karlmaður gekk berserksgang í Kringlunni í dag og kýldi meðal annars konu sem við það féll í gólfið og slasaðist. Hún var flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Öryggisvörðum tókst að yfirbuga manninn en einn öryggisvörður þurfti að leita á sjúkrahús eftir átökin. Innlent 14.1.2023 19:53 Hætta leit í dag Leit að Modestas Antanavicius hefur að mestu verið hætt í dag án árangurs. Hátt í 150 björgunarsveitarmenn ásamt lögreglu og landhelgisgæslu tóku þátt í umfangsmikilli leit að manninum í Borgarfirði í dag. Innlent 14.1.2023 17:39 Umfangsmikil leit að Modestas stendur enn yfir Hátt í 150 björgunarsveitarmenn, ásamt lögreglu og landhelgisgæslu, taka þátt í umfangsmikilli leit að Modestas Antanavicius. Síðast sást til Modestas á laugardag síðastliðinn 7. janúar. Innlent 14.1.2023 13:27 Munu ekki fara fram á gæsluvarðhald yfir skotvopnamönnunum Þrír einstaklingar voru handteknir á hóteli í miðborginni í gærkvöldi en þeir voru með skotvopn, skotfæri og fíkniefni í fórum sínum. Lögregla naut aðstoðar sérsveitar við aðgerðirnar en málið er ekki þess eðlis að farið verði fram á gæsluvarðhald. Innlent 14.1.2023 11:49 Handteknir með skotvopn á hóteli Þrír menn voru handteknir á hóteli í miðborginni með skotvopn, skotfæri og fíkniefni í fórum sínum föstudagskvöld 13. janúar. Innlent 14.1.2023 07:25 Ölvun og átök á veitingastöðum borgarinnar Lögregla var tvisvar kölluð til í miðborginni í gær vegna einstaklinga sem voru með vesen á veitingastöðum. Í öðru tilvikinu aðstoðaði lögregla við að vísa manni út vegna ölvunarástands og í hinu var öðrum manni fylgt út vegna „óspekta“. Innlent 13.1.2023 06:51 Reyndi að svíkja út vörur með fölsuðum pappírum Lögreglu barst tilkynning fyrr í dag um mann sem reyndi að svíkja út vörur hjá fyrirtæki í Kópavogi með fölsuðum pappírum. Innlent 12.1.2023 18:52 « ‹ 85 86 87 88 89 90 91 92 93 … 279 ›
Tuttugu föst í skíðalyftu í Hlíðarfjalli Lögregla og björgunarsveitarmenn voru kölluð út á öðrum tímanum í dag eftir að tilkynnt var um að skíðalyfta í Hlíðarfjalli, Fjarkinn, hefði stöðvast. Tuttugu voru föst í lyftunni en tekist hefur að ná öllum niður óslösuðum. Innlent 20.1.2023 15:00
Tilkynnt um þjófnað í verslun og innbrot í geymslur í Kópavogi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna þjófnaðar úr verslun í Kópavogi í gærkvöldi. Sömuleiðis var óskað eftir aðstoð lögreglu þegar tilkynnt var um innbrot í geymslur í Kópavogi. Innlent 20.1.2023 07:14
Kona varð úti í óveðrinu rétt fyrir jól Kona á fertugsaldri varð úti í óveðrinu sem gekk hér yfir dagana 17. til 19. desember. Konan var búsett ofarlega við Esjumela í Mosfellsbæ og var á leið heim til sín fótgangandi þegar hún lést. Innlent 19.1.2023 18:29
Formaður SÁÁ: „Þetta var rosalegt högg fyrir starfsfólkið okkar“ Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókna á starfsháttum SÁÁ og meintum tilhæfulausum reikningum. Formaður SÁÁ segir Sjúkratryggingar Íslands hafa vegið með grófum hætti að trúverðugleika samtakanna gerir alvarlega athugasemd við framgöngu stofnunarinnar. Innlent 19.1.2023 11:43
Skúli Tómas segir mat liggja fyrir um náttúrulegan dauðdaga sjúklinga Skúli Tómas Gunnlaugsson hjartalæknir sem sætir rannsókn vegna gruns um að hafa endurtekið sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir segir umfjöllun um málið hafa verið afar villandi og hreinilega ranga. Hann segir niðurstöðu dómkvaddra matsmanna á einn veg; allir sjúklingarnir hafi látist af náttúrulegum orsökum. Innlent 19.1.2023 11:16
Tafir á Hringbraut vegna áreksturs Umferðartafir mynduðust eftir að tveir bílar rákust saman við hringtorgið á mótum Suðurgötu og Hringbrautar í í Reykjavík í morgun. Innlent 19.1.2023 09:14
Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fer fram í dag Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða langstærsta kókaínmál sem komið hefur upp hér á landi. Fjórum sakborningum í málinu er gefið að sök að hafa flutt inn um hundrað kíló af kókaíni, sem falin voru í sjö trjádrumbum. Reikna má með þungum dómum verði mennirnir fundnir sekir. Innlent 19.1.2023 08:01
Rannsókn á ásökunum SÍ gegn SÁÁ felld niður Héraðssaksóknari ákvað 2. desember síðastliðinn að hætta rannsókn á starfsháttum SÁÁ en málið varðaði ásakanir Sjúkratrygginga Íslands, meðal annars um fjölda reikninga sem voru sagðir tilhæfulausir. Innlent 19.1.2023 07:10
Árásarmaður í Bankastrætismálinu lýsir aðdraganda árásarinnar Tveir karlmenn tengdir hnífstunguárásinni á Bankastræti Club í nóvember hafa tekist á í opinskáum færslum á Facebook undanfarna daga. Annar þeirra var á meðal þeirra handteknu en hinn er vinur fórnarlambanna. Árásarmaðurinn segir að rekja megi árásina til þess að hann hafi átt í samskiptum við fyrrverandi kærustu manns tengdum fórnarlömbunum. Vinur fórnarlambanna lýsir furðu yfir því að árásarmaðurinn gangi laus. Innlent 19.1.2023 07:00
Eldur við skóla slökktur með snjó Einn var vistaður í fangageymslu í gærkvöldi vegna hótana og eignaspjalla og annar vegna ölvunarástands. Þá var tilkynnt um eld við skóla en hann var slökktur með snjó. Innlent 19.1.2023 06:24
Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. Innlent 18.1.2023 18:05
262 nauðganir tilkynntar árið 2022 Alls voru 634 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu árið 2022. Fleiri nauðganir voru tilkynntar miðað við síðastliðin þrjú ár og þá fjölgaði brotum gegn kynferðislegri friðhelgi (stafræn brot) um helming miðað við árið á undan. Fjöldi tilkynntra kynferðisbrota gegn börnum var nánast óbreyttur. Innlent 18.1.2023 16:39
Réðst á starfsmann bráðamóttökunnar og olli skemmdum á munum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að Landspítalanum í Fossvogi í gærkvöldi eftir að einstaklingur veittist að starfsmanni bráðamóttökunnar og olli skemmdum á innanstokksmunum. Innlent 18.1.2023 06:21
Engin skipulögð leit að Modestas Engin skipulögð leit er í gangi að Modestas Antanavicius en síðast sást til Modestas á laugardag síðastliðinn 7. janúar. Innlent 17.1.2023 18:13
Lögregla aðstoðaði í fjölskyldudeilum um sígarettueign Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í dag kölluð til vegna ósættis milli tveggja skyldra aðila í hverfi 108. Deilumálið var eign á sígarettum. Innlent 17.1.2023 18:01
Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds í Bankastræti Club-málinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krefst áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni á tuttugasta aldursári í tengslum við rannsókn á hnífsstunguárás á Bankastræti Club þann 17. nóvember síðastliðinn. Innlent 17.1.2023 12:23
„Byssuhvellir“ reyndust flugeldar Ýmis verkefni rötuðu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, flest tengd umferðinni líkt og venjulega. Innlent 17.1.2023 06:21
Þrír fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir árekstur á Hólavegi Tveir bílar skullu saman á Hólavegi í Hjaltadal upp úr klukkan fjögur í dag. Mikil hálka var á svæðinu. Þrír aðilar voru í bílunum og voru þeir fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Innlent 16.1.2023 18:37
Reyndi að bíta lögreglumenn og hótaði þeim lífláti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til rétt fyrir klukkan tvö í nótt vegna einstaklings sem var að hoppa ofan á bifreið í miðbæ Reykjavíkur. Lögregla handtók viðkomandi og flutti á lögreglustöð en sá reyndi að bíta lögreglumennina af sér auk þess að hóta þeim lífláti. Innlent 16.1.2023 06:17
„Alveg ljóst að um veikindi einstaklings er að ræða“ Tveir þurftu að leita á sjúkrahús eftir að karlmaður, sem er talinn andlega veikur, réðist á þau í Kringlunni. Innlent 15.1.2023 13:19
Umfangsminni leit í dag og engar vísbendingar hafa borist Engar vísbendingar hafa borist lögreglu um ferðir Modestas Antanavicius sem leitað hefur verið að í Borgarfirði. Leit heldur áfram í dag og biðlar lögregla til fólks að hafa samband hafi það einhverjar upplýsingar um ferðir mannsins. Innlent 15.1.2023 12:47
Á löggustöð í úlpu með frosinn gogg Lögreglan á Suðurnesjum fann gæs með frosinn gogg á vappi í gær og bauð henni að hlýja sér í úlpu á lögreglustöðinni. Lífið 15.1.2023 10:24
Þremenningar vopnaðir hnífum í slagsmálum Lögregla hafði í nægu að snúast í nótt ef marka má dagbók lögreglu; hnífaslagsmál, mikil ölvun og grunur um ólöglega dvöl hérlendis koma við sögu. Innlent 15.1.2023 07:29
Tveir leituðu læknisaðstoðar eftir að maður gekk berserksgang í Kringlunni Karlmaður gekk berserksgang í Kringlunni í dag og kýldi meðal annars konu sem við það féll í gólfið og slasaðist. Hún var flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Öryggisvörðum tókst að yfirbuga manninn en einn öryggisvörður þurfti að leita á sjúkrahús eftir átökin. Innlent 14.1.2023 19:53
Hætta leit í dag Leit að Modestas Antanavicius hefur að mestu verið hætt í dag án árangurs. Hátt í 150 björgunarsveitarmenn ásamt lögreglu og landhelgisgæslu tóku þátt í umfangsmikilli leit að manninum í Borgarfirði í dag. Innlent 14.1.2023 17:39
Umfangsmikil leit að Modestas stendur enn yfir Hátt í 150 björgunarsveitarmenn, ásamt lögreglu og landhelgisgæslu, taka þátt í umfangsmikilli leit að Modestas Antanavicius. Síðast sást til Modestas á laugardag síðastliðinn 7. janúar. Innlent 14.1.2023 13:27
Munu ekki fara fram á gæsluvarðhald yfir skotvopnamönnunum Þrír einstaklingar voru handteknir á hóteli í miðborginni í gærkvöldi en þeir voru með skotvopn, skotfæri og fíkniefni í fórum sínum. Lögregla naut aðstoðar sérsveitar við aðgerðirnar en málið er ekki þess eðlis að farið verði fram á gæsluvarðhald. Innlent 14.1.2023 11:49
Handteknir með skotvopn á hóteli Þrír menn voru handteknir á hóteli í miðborginni með skotvopn, skotfæri og fíkniefni í fórum sínum föstudagskvöld 13. janúar. Innlent 14.1.2023 07:25
Ölvun og átök á veitingastöðum borgarinnar Lögregla var tvisvar kölluð til í miðborginni í gær vegna einstaklinga sem voru með vesen á veitingastöðum. Í öðru tilvikinu aðstoðaði lögregla við að vísa manni út vegna ölvunarástands og í hinu var öðrum manni fylgt út vegna „óspekta“. Innlent 13.1.2023 06:51
Reyndi að svíkja út vörur með fölsuðum pappírum Lögreglu barst tilkynning fyrr í dag um mann sem reyndi að svíkja út vörur hjá fyrirtæki í Kópavogi með fölsuðum pappírum. Innlent 12.1.2023 18:52