Efnahagsmál

Fréttamynd

Klárum leikinn

Að kljást við Kórónaveiruna er auðvitað flóknara verkefni en hver annar fótboltaleikur. Við erum þó á viðkvæmum tímapunkti í þessari baráttu og ég ætla að leyfa mér samlíkinguna við fótboltaleik.

Skoðun
Fréttamynd

Óskar eftir fólki til að út­búa skemmti­­legan þjóð­hag­fræði­tölvu­leik

Svanhildur Hólm Valsdóttir kallar eftir því að frumkvöðlar útbúi sérstakan efnahagshermi svo stjórnvöld og almenningur geti betur áttað sig á áhrifum skattabreytinga. Hún hætti í fyrra sem aðstoðarmaður fjármálaráðherra og tók við sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Hún telur að það hafi verið til bóta að fjölga aðstoðarmönnum ráðherra og segir að starfið sé á við tvær háskólagráður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hefur á­hyggjur af Bitcoin-kaupum Ís­lendinga og líkir raf­myntinni við píramída­svindl

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varar við kaupum á rafmyntum á borð við Bitcoin og líkir kapphlaupinu við þátttöku í píramídasvindli. Íslendingar versluðu með Bitcoin fyrir um 600 milljónir króna í janúar samkvæmt úttekt Rafmyntaráðs. Virði Bitcoin fór yfir 50 þúsund Bandaríkjadali um miðjan febrúar og kostar nú hver mynt rúmlega 6,2 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mesti sam­dráttur í lands­fram­leiðslu á mann frá upp­hafi mælinga

Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi dregist saman um 5,1% að raungildi á fjórða ársfjórðungi 2020 samanborið við sama tímabil 2019. Yfir árið í heild er áætlað að landsframleiðsla hafi dregist saman um 6,6% að raungildi. Má það að miklu leyti rekja til áhrifa kórónuveirufaraldursins, einkum í útfluttri ferðaþjónustu sem dróst saman um 74,4% á árinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dregur úr verð­bólgu sem mælist nú 4,1 prósent

Ársverðbólga mælist 4,1 prósent nú í febrúar og er 0,2 prósentustigum lægri en í janúar þegar hún mældist 4,3 prósent. Verðbólga hafði verið á uppleið frá því í byrjun síðasta árs en í janúar í fyrra var tólf mánaða verðbólga 1,7 prósent. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atvinnuleysi á Íslandi það mesta á Norðurlöndunum

Hér á landi mælist atvinnuleysi mest í samanburði við hinar norrænu þjóðirnar. Atvinnuleysi á Íslandi mældist 11,6% í janúar. Þetta er í fyrsta skipið sem Ísland ber þennan titil í atvinnumálum sé miðað við síðustu áratugi.

Innlent
Fréttamynd

Landsvirkjun og Rio Tinto ná samkomulagi

Landsvirkjun og Rio Tinto á íslandi hafa samþykkt viðauka við raforkusamning fyrirtækjanna frá árinu 2010, sem ætlað er að auka samkeppnishæfni álversins og er sagður styrkja rekstrargrundvöll álversins á næstu árum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aukin útbreiðsla Covid-19 tefur efnahagsbata

Aukin útbreiðsla kórónuveirunnar í helstu viðskiptalöndum og tafir á bólusetningum dregur efnahagskreppuna á langinn og hefur áhrif á viðskiptakjör Íslands langt fram á þetta ár. Nýleg lántaka ríkisins í útlöndum stuðlar að auknu jafnvægi að mati Seðlabankans.

Innlent
Fréttamynd

Hafa greitt út fimm milljarða í tekju­falls­styrki

Um fimm milljarðar króna hafa verið greiddir í tekjufallsstyrki undanfarnar þrjár vikur til 822 rekstraraðila, að sögn stjórnvalda. Styrkirnir nýtast fyrirtækjum, félögum og einstaklingum sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi og hafa orðið fyrir minnst 40% tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá Seðlabankans um fjölda ferðamanna lækkar enn frekar

Seðlabanki Íslands spáir því nú að ríflega 700 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár sem eru færri en gert var ráð fyrir í nóvember. Til samanburðar komu 480 þúsund ferðamenn til landsins á síðasta ári. Fram kemur í nýjasta hefti Peningamála að útflutningshorfur fyrir þetta ár hafi almennt versnað frá síðustu spá.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Versnandi efnahagshorfur á þessu ári

Horfur hafa versnað varðandi viðskiptakjör Íslands á þessu ári miðað við fyrri spá Seðlabankans og verðbólga er meiri en reiknað var með. Maginvextir bankans verða ábreyttir í 0,75 prósentum samkvæmt vaxtaákvörðun í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Stýrivextir óbreyttir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að stýrivextir bankans haldist óbreyttir. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75%.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ríkissjóður aldrei fengið betri lánakjör

Ríkissjóður hefur aldrei fengið hagstæðari kjör en vaxtalaust lán í nýlegu skuldabréfaútboði upp á 750 milljónir evra. Fjármálaráðherra segir markaðinn treysta Íslandi til að geyma þetta fé fyrir sig í sjö ár.

Innlent
Fréttamynd

Hefja sölu­með­ferð á hlutum í Ís­lands­banka

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins þann 17. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Bankasýslunni í dag og greint er frá í tilkynningu á vef stjórnarráðsins nú síðdegis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Það versta lík­lega af­staðið og út­lit fyrir bjartari tíma

Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir 3,2% hagvexti á þessu ári sem megi að stærstum hluta þakka vexti í ferðaþjónustu ásamt hóflegum vexti neyslu og fjárfestingar. Sem fyrr eru stærstu einstöku óvissuþættir efnahagsþróunarinnar á Íslandi sagðir vera hvenær faraldurinn tekur enda og ferðavilji tekur að aukast á ný.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Van­skil aldrei verið minni þrátt fyrir efnahagsáfall

Vanskil einstaklinga og fyrirtækja hafa aldrei verið minni en á árinu 2020 samkvæmt tölum úr vanskilaskrá Creditinfo. Telur fyrirtækið líklegt að greiðslufrestir frá lánastofnunum og fyrirtækjum sem veittir voru vegna áhrifa heimsfaraldurs COVID-19 eigi stóran þátt í þessari þróun.

Viðskipti innlent