Bókmenntir

Fréttamynd

Erfitt tekjuár fyrir listamenn í Covid

Árið 2021 var mikið Covid ár og lítið um stórar samkomur, svo sem tónleika eða útihátíðir. Hafði þetta veruleg áhrif á tekjur margra listamanna. Tekjuhæsti listamaðurinn sem launþegi samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar var Steinþór Birgisson, kvikmyndaklippari, en hann var með 2.051.000 krónur á mánuði.

Lífið
Fréttamynd

Bréf frá Láru: Að losna úr viðjum matarfíknar

Lára Kristín Pedersen er þrefaldur Íslandsmeistari í fótbolta, tvöfaldur bikarmeistari, hefur leikið tæplega tvö hundruð leiki í efstu deild, fyrir íslenska landsliðið og sem atvinnumaður erlendis. Allt meðfram því að glíma við matarfíkn. Í bókinni Veran í moldinni: Hugarheimur matarfíkils í leit að bata segir þessi 28 ára Mosfellingur frá baráttu sinni við þennan sjúkdóm sem er svo mörgum hulinn; leitinni að lausn, risum og föllum, skömminni sem er fylgifiskur fíknarinnar og leiðinni til bata.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Frestunarárátta og ofhugsun víkja úr vegi

Fjölhæfu listakonurnar Salka Rósinkranz og Tóta Kolbeinsdóttir halda uppi vinnustofu í Gryfjunni í Ásmundarsal í fjórar vikur þar sem þær vinna að bókverki. Þar hafa þær komið fyrir einföldu prentverkstæði og vinna að fjölfeldi einnar opnu á dag. Vinnustofan, sem nefnist Prenta bók, er opin öllum þar sem gestir geta haft áhrif á framvindu verksins með því að skrá hugtök og hugleiðingar í gestabók.

Menning
Fréttamynd

Eiríkur Guðmundsson látinn

Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður og rithöfundur er látinn aðeins 52 ára að aldri, hann fæddist þann 28. september 1969 í Bolungarvík.

Innlent
Fréttamynd

Niðurskornar Íslandsdætur

Árið 2020 kom út hjá Sölku falleg og vegleg bók til heiðurs íslenskum afrekskonum og brautryðjendum, sem nefnist Íslandsdætur. Textinn er eftir Nínu Björk Jónsdóttur og myndirnar eftir Auði Ýr Elísabetardóttur. Þótti fjölskyldu minni sérstaklega vænt um umfjöllunina þar um ömmu mína, Jórunni Viðar tónskáld.

Skoðun
Fréttamynd

„Hann er svolítið að skíta upp á bak í lífinu“

Haraldur Ari Stefánsson fer með hlutverk Ása í nýju hljóðseríunni Skerið sem kom út í sex pörtum hjá Storytel. Sjálfur ólst hann upp við að hlusta á útvarpsleikrit á kasettu með bræðum sínum fyrir svefninn en pabbi hans, Stefán Jónsson, hefur einnig leikið í nokkrum slíkum.

Menning
Fréttamynd

„Fullnægjandi að segja satt“

Rithöfundurinn og lífskúnstnerinn María Elísabet Bragadóttir er að senda frá sér nýja bók í dag. Bókin ber nafnið Sápufuglinn og verður útgáfunni fagnað í Mengi í dag klukkan 17:00 ásamt Brynju Hjálmsdóttur, sem er að gefa út leikverkið Ókyrrð. Blaðamaður tók púlsinn á Maríu Elísabetu og fékk nánari innsýn í hennar skapandi hugarheim.

Menning
Fréttamynd

Vann eftir­sótt verð­laun með frum­raun sinni

Lilja Cardew vann kápuverðlaun bókaútgefandans Penguin á dögunum fyrir hennar hugmynd af kápu bókarinnar Diary of a Young Naturalist. Þetta var í fyrsta sinn sem Lilja teiknaði bókakápu en 1.500 manns tóku þátt í keppninni.

Lífið
Fréttamynd

„Ég er stærsti aðdáandi hennar“

Felix Bergsson og tengdadóttir hans Þuríður Blær Jóhannsdóttir tala saman inn á sögurnar um Ævintýri Freyju og Frikka sem Felix sjálfur er rithöfundurinn að og segir viðtökurnar hafa farið vonum framar. 

Lífið
Fréttamynd

Lína langsokkur eða Lóa langsokkur?

Fyrst þegar Pippi Långstrump eftir Astrid Lindgren var þýdd á íslensku hét söguhetjan ekki Lína langsokkur, eins og við þekkjum hana í dag, heldur Lóa langsokkur. Ármann Jakobsson, íslenskufræðingur og rithöfundur, vakti athygli á þessu á Twitter í gær.

Menning
Fréttamynd

Hvunndags hetjan Auður spyr hvað Drottinn sé að drolla

Hvunndags hetjan eftir Auði Haralds setti allt á annan endan í þjóðfélaginu þegar hún kom út fyrir fjörutíu og þremur árum og seldist í bílförmum. Hljótt hefur verið um höfundinn undanfarin fimmtán ár á ritvellinum en nú er Auður óvænt komin með nýja bók sem rauk út við Melabúðina í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Að gefa út bók er algjör berskjöldun“

Elsa Margrét Böðvarsdóttir gaf út sína fyrstu bók Dansað í friði í maí síðastliðnum. Elsa Margrét er viðskiptafræðingur og viðurkenndur bókari að mennt en hún ákvað loks á fimmtugsaldri að nota vinstra heilahvelið meira og hvíla það hægra og gefa sig á vald listsköpunar, sem hafði legið í dvala að mestu síðan á unglingsárum. Blaðamaður heyrði í Elsu og fékk nánari innsýn í hennar skapandi hugarheim.

Lífið
Fréttamynd

Hætti í í­þróttum og gerðist lista­maður eftir lestur á Heims­ljósi

Sunnudaginn 5. júní næstkomandi treður Mugison upp á Gljúfrasteini á fyrstu tónleikum sínum í sumar. Með tónleikunum greiðir tónlistarmaðurinn áratugalanga skuld til Halldórs Laxness. Þegar Mugison var ungur maður hætti hann í íþróttum og ákvað að gerast listamaður eftir lestur á Heimsljósi skáldsins.

Menning