Borgarstjóri útilokar ekki að styttan verði færð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. október 2023 12:07 Styttan er frá árinu 1952 og stendur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu. vísir/Steingrímur Dúi Borgarstjóri útilokar ekki að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu. Upplýsingum verði safnað um málið og líklega tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. Greint er frá því í nýrri bók Guðmundur Magnússonar sagnfræðings um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Vals og Hauka, að Friðrik hafi misnotað dreng. Þá er fjöldi drengja sagður lýsa því yfir að hafa ekki líkað við atlot hans og Drífa Snædal, talskona Stígamóta, sagði þar að auki í Kastljósi í gærkvöldi að fleiri brotaþolar Friðriks eða fólk þeim tengt hafi leitað til Stígamóta. Á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu stendur styttan „Séra Friðrik og drengurinn“ eftir Sigurjón Ólafsson, sem nam kristinfræði hjá Friðriki. Töluverð umræða hefur skapast um réttmæti styttunnar og segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fyllstu ástæðu til þess að safna upplýsingum um málið. „Þetta er sláandi og ég held að mönnum hafi brugðið. Þannig að það er fyrsta skref í þessu að afla upplýsinga um það sem fram kemur í þesari bók og styttuna sjálfa og fara yfir þetta með borgarráði til þess að allir hafi upplýsingar um málið og við getum rætt það,“ segir Dagur. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir stefnt að því að ræða um styttuna á næsta fundi borgarráðs. Ráðið fundar á hverjum fimmtudegi.Vísir/Ragnar Hann útilokar ekki að styttan verði færð en tekur fram að engin ákvörðun hafi verið tekin. Ekki sé ljóst hvernig möguleg framkvæmd þess yrði enda sé þetta fyrsta málið af þessum toga á borði Reykjavíkurborgar. Svipuð mál hafa þó komið upp erlendis og var stytta af fjölmiðlamanninum og níðingnum Jimmy Savile í Glasgow til dæmis fjarlægð og henni síðar fargað. Tekið fyrir á næsta fundi Samkvæmt upplýsingum frá Listasafni Reykjavíkur var verkið gjöf frá KFUM og KFUK til borgarinnar og reist í kjölfar söfnunar sem efnt var til meðal almennings. Ákvarðarnir um það hvort minnismerki eða listaverk skuli standa í borgarlandinu eigi að taka af yfirvegun og hljóta umfjöllun í ráðum borgarinnar. Dagur gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. „Fyrr en að við erum búin að því erum við ekki búin að mynda okkur skoðun. En ég tel fylsltu ástæðu til að fara vel yfir þetta,“ segir Dagur. Mál séra Friðriks Friðrikssonar Reykjavík Bókmenntir Börn og uppeldi Valur Haukar Styttur og útilistaverk Borgarstjórn Tengdar fréttir Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05 Yfirlýsing frá KFUM og Val: „Það hryggir okkur meira en orð fá lýst“ „Við í KFUM og KFUK viljum hvorki breiða yfir sannleikann né söguna. Ef hægt er að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hafi gerst sekur um brot gagnvart börnum, teljum við slíkt uppgjör nauðsynlegt.“ 26. október 2023 13:45 Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. 25. október 2023 21:53 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Greint er frá því í nýrri bók Guðmundur Magnússonar sagnfræðings um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Vals og Hauka, að Friðrik hafi misnotað dreng. Þá er fjöldi drengja sagður lýsa því yfir að hafa ekki líkað við atlot hans og Drífa Snædal, talskona Stígamóta, sagði þar að auki í Kastljósi í gærkvöldi að fleiri brotaþolar Friðriks eða fólk þeim tengt hafi leitað til Stígamóta. Á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu stendur styttan „Séra Friðrik og drengurinn“ eftir Sigurjón Ólafsson, sem nam kristinfræði hjá Friðriki. Töluverð umræða hefur skapast um réttmæti styttunnar og segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fyllstu ástæðu til þess að safna upplýsingum um málið. „Þetta er sláandi og ég held að mönnum hafi brugðið. Þannig að það er fyrsta skref í þessu að afla upplýsinga um það sem fram kemur í þesari bók og styttuna sjálfa og fara yfir þetta með borgarráði til þess að allir hafi upplýsingar um málið og við getum rætt það,“ segir Dagur. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir stefnt að því að ræða um styttuna á næsta fundi borgarráðs. Ráðið fundar á hverjum fimmtudegi.Vísir/Ragnar Hann útilokar ekki að styttan verði færð en tekur fram að engin ákvörðun hafi verið tekin. Ekki sé ljóst hvernig möguleg framkvæmd þess yrði enda sé þetta fyrsta málið af þessum toga á borði Reykjavíkurborgar. Svipuð mál hafa þó komið upp erlendis og var stytta af fjölmiðlamanninum og níðingnum Jimmy Savile í Glasgow til dæmis fjarlægð og henni síðar fargað. Tekið fyrir á næsta fundi Samkvæmt upplýsingum frá Listasafni Reykjavíkur var verkið gjöf frá KFUM og KFUK til borgarinnar og reist í kjölfar söfnunar sem efnt var til meðal almennings. Ákvarðarnir um það hvort minnismerki eða listaverk skuli standa í borgarlandinu eigi að taka af yfirvegun og hljóta umfjöllun í ráðum borgarinnar. Dagur gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á næsta fundi borgarráðs. „Fyrr en að við erum búin að því erum við ekki búin að mynda okkur skoðun. En ég tel fylsltu ástæðu til að fara vel yfir þetta,“ segir Dagur.
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Reykjavík Bókmenntir Börn og uppeldi Valur Haukar Styttur og útilistaverk Borgarstjórn Tengdar fréttir Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05 Yfirlýsing frá KFUM og Val: „Það hryggir okkur meira en orð fá lýst“ „Við í KFUM og KFUK viljum hvorki breiða yfir sannleikann né söguna. Ef hægt er að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hafi gerst sekur um brot gagnvart börnum, teljum við slíkt uppgjör nauðsynlegt.“ 26. október 2023 13:45 Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. 25. október 2023 21:53 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05
Yfirlýsing frá KFUM og Val: „Það hryggir okkur meira en orð fá lýst“ „Við í KFUM og KFUK viljum hvorki breiða yfir sannleikann né söguna. Ef hægt er að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hafi gerst sekur um brot gagnvart börnum, teljum við slíkt uppgjör nauðsynlegt.“ 26. október 2023 13:45
Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. 25. október 2023 21:53