Bókmenntir

Fréttamynd

Vond orð

Grínistinn, rithöfundurinn og fyrrverandi borgarstjórinn Jón Gnarr vinnur nú að nýrri bók, eða réttara sagt orðasafni slæmra orða í íslenskri tungu. Verða þau listuð upp, gerð grein fyrir því af hverju þau eru slæm og önnur betri nefnd til sögunnar.

Lífið
Fréttamynd

Ís með innyflum

Stórhættulega stafrófið er skemmtileg og spennandi saga af stelpunni Fjólu sem ákveður að safna dóti til að selja á tombólu.

Gagnrýni
Fréttamynd

Stefna að því að selja Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumssonar

Akureyrarbær stefnir að því að selja Sigurhæðir, sögufrægt hús sem þjóðskáldið Matthías Jochumsson lét byggja árið 1903. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar og oddviti Framsóknar, segir að ástæðan sé sú að húsið, sem er friðað, hafi ekki nýst sem skyldi vegna aðgengismála.

Innlent
Fréttamynd

Fetar eigin slóð

Rithöfundurinn heimsfrægi Ian McEwan ræðir í viðtali um nýjustu bækur sínar, hætturnar sem heimurinn býr við í dag og dramatíska fjölskyldusögu sína.

Menning
Fréttamynd

Telur tímabært að endurheimta handritin

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fengið heimild ríkisstjórnar til að undirbúa viðræður við Dani um endurheimt íslenskra handrita úr Árnastofnun í Kaupmannahöfn.

Innlent
Fréttamynd

Setja sig í annarra spor

Alexandra Gunnlaugsdóttir, Fjóla Aðalsteinsdóttir og Ragnheiður Jónsdóttir eru höfundar bókarinnar Mía, Moli og Maríus sem gefin verður í alla leikskóla landsins.

Menning
Fréttamynd

Sagnfræði á toppnum

Venjulega trónir glæpasaga í efsta sæti metsölulista Eymundsson. Listi síðustu viku er óvenjulegur að því leyti að í efsta sæti listans er Sapiens eftir Yuval Noah Harari í þýðingu Magneu J. Matthíasdóttur. Strax við útkomu rauk bókin í fyrsta sæti listans.

Menning
Fréttamynd

Hamfaradagar

Spánska veikin var ein skelfilegasta farsótt sem gengið hefur yfir landið, ekki hvað síst fyrir það að hún lagðist þyngst á ungt fólk og fólk á besta aldri, þá sem báru uppi samfélagið bæði hvað varðar atvinnulíf og umönnun. Urðarmáni gerist á haustmánuðum 1918 þegar spánska veikin bættist eins og djöflakrydd ofan á eldgos með tilheyrandi öskufalli og nístandi ískulda sem þegar réðu lögum og lofum í Reykjavík og álagið á samfélagið var gríðarlegt, ekki síst á heilbrigðisstarfsfólk.

Menning
Fréttamynd

Fátt kemur á óvart

Í glæpasögunni Ósköp venjuleg fjölskylda kynnist lesandinn fjölskyldu sem virðist lifa fremur venjulegu lífi. Faðirinn er prestur, móðirin lögfræðingur og þau eiga unga dóttur sem dag einn er grunuð um morð. Foreldrarnir leggja vitaskuld allt kapp á að vernda dóttur sína og eru tilbúnir að ganga ansi langt í þeim efnum.

Gagnrýni
Fréttamynd

Toni Morrison látin

Bandaríski Nóbelsverðlaunahafin og rithöfundurinn Toni Morrison er látin, 88 ára að aldri. Morrison lést í gær í faðmi fjölskyldu og vina.

Erlent
Fréttamynd

Drungi tilnefnd sem besta glæpasagan í Bretlandi

Drungi eftir Ragnar Jónasson er tilnefnd sem besta glæpasaga ársins í Bretlandi en verðlaunin verða veitt í haust. Það er útgáfuhluti Amazon-samsteypunnar og Capital Crime glæpasagnahátíðin í London sem standa að verðlaununum.

Menning
Fréttamynd

Upptekinn af tilfinningum fólks í nýrri bók

Átta sár á samviskunni er smásagnasafn eftir Karl Ágúst Úlfsson. Karl segir gamansamar sögur af venjulegu fólki sem lendir í óvenjulegum aðstæðum. Í sögunum er þó alvarlegur undirtónn sem ýtir við lesandanum. Benedikt útgáfa gefur bókina út.

Lífið kynningar
Fréttamynd

Lítum á sýninguna sem samtal okkar við Huldu

Listakonur tvær, þær Harpa Dís Hákonardóttir og Hjördís Gréta Guðmundsdóttir minnast skáldkonunnar Huldu á sinn hátt á sýningunni Óþreyju barn, komst inn í lundinn, sem stendur yfir í Listasal Mosfellsbæjar.

Menning
Fréttamynd

Hulk öskrar á íslensku

Hinar sívinsælu Marvel-ofurhetjur snúa nú aftur á íslensku eftir áratuga hlé í glænýjum myndasögum sem Bjarni Gautur Eydal gefur út undir merkjum DP-IN, útgáfufyrirtækis sem hann stofnaði gagngert til þess að gera myndasögur úr Marvel-heiminum aðgengilegar ungum lesendum á okkar eldgamla ylhýra.

Lífið
Fréttamynd

Varð heltekinn af Sturlungu

Fjórar skáldsögur Einars Kárasonar um Sturlungaöld koma út í einni bók. Erlendir aðilar sýna áhuga á að kvikmynda sögurnar.

Menning
Fréttamynd

Sjálfshjálparbók sigurvegara

Hernaðarlistin er í raun yfir gagnrýni og stjörnugjöf hafin, hafandi sannað sig í 2.500 ár sem eitursnjall lífsleiðarvísir sem hefur verið færður í letur.

Gagnrýni
Fréttamynd

Tíminn og vatnið og ástin

Rithöfundurinn Maja Lunde er einn vinsælasti rithöfundur Norðmanna um þessar mundir. Fyrsta fullorðinsskáldsaga hennar, Saga býflugnanna, sló rækilega í gegn um allan heim og Blá er önnur fullorðinssaga hennar og hefur ekki hlotið síðri viðtökur.

Gagnrýni