
Tónlistargagnrýni

Frábærar viðtökur í Konzerthaus
Setið var í hverju sæti á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands með Víkingi Heiðari Ólafssyni í hinu virta tónleikahúsi Konzerthaus í Berlín á sunnudag.

Í senn ofsafenginn og hástemmdur
Það fór illa fyrir Sergej Prokofíev. Verk eftir hann var á dagskránni á Sinfóníutónleikunum á fimmtudagskvöldið. Hann var óumdeilanlega eitt mesta tónskáld Sovétríkjanna, en fimm árum áður en hann lést féll hann úr náðinni hjá Stalín. Og það var ekkert grín.

Tryllt stemning í æðsta veldi
Duran Duran dekraði við aðdáendur sína á tónleikum í Laugardalshöll á þriðjudagskvöld.

A-ha u-hm já ég veit
Jakob Bjarnar fór á Secret Solstice í fyrsta skipti um helgina og umturnaðist í rapphund og hipphoppara.

Hörpuleikarar með vígtennur
Ég hef heyrt að eina leiðin til að fá tvo gítarleikara til að spila hreint sé að skjóta annan þeirra. Ekki er ljóst hvort þetta á jafnframt við um tvo hörpuleikara sem líka plokka strengi.

Klisjukennt en líka innblásið
Ég velti því stundum fyrir mér hvað Mozart myndi finnast um tónlist nútímans ef hægt væri að ferðast um tímann.

Fögur laglína og engin leið að hætta
Alltaf ber til tíðinda þegar nýr einleikskonsert er frumfluttur. Á fimmtudagskvöldið var í fyrsta sinn leikinn flautukonsert eftir Jón Ásgeirsson, en það var á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu.

Nýja og gamla Ísland á tónleikum í Hörpu
Fagur kórsöngur og fögur tónlist, frábærir tónleikar.

Tveir turnar í Hörpu – hver stjórnaði?
Í annarri myndinni í Hringadróttinssögu á Frodo virkilega bágt. Hann ber máttarhringinn í keðju um hálsinn.

Hetjur PoppTíví kynslóðarinnar
Það voru fataskipti og gítarsóló og trommusóló, danssporin hennar Birgittu og þrettán ár af spennu aðdáenda sem fengu útrás í hrópum eins og "Ég elska þig Birgitta!“ og "Viggi þú ert bestur!“

Falin skilaboð njósnara í tónlist
Fyrir nokkru fór um internetið orðrómur um að tónskáldin Arnold Schönberg, Anton Webern og félagar hefðu unnið á laun með nasistum.

Sönggleði í afleitum hljómburði
Korpúlfsstaðir eru að öllu jöfnu ekki notaðir fyrir lifandi tónlistarflutning. Ég man ekki eftir að hafa farið þar á tónleika fyrr en nú.

Ekki bara spilað heldur dansað líka
„Börn eiga að vera séð, ekki heyrð.“ Þetta var algeng skoðun í gamla daga. Segja má að því sé öfugt farið um barokkdansa á tónleikum nútímans. Þeir eru heyrðir, ekki séðir.

Djassinn komst ekki á flug
Fínar lagasmíðar en flutningur í heild var ekki ásættanlegur auk þess sem kynning laganna var klaufaleg.

Vélbyssuskothríð í Hörpu
Kraftmikil og ástríðufull túlkun, glæsileg tækni, en flygillinn var svo harður að tónlistin fór fyrir lítið.

Oftar gott en ekki
Tónleikarnir byrjuðu vel en eftir hlé var of mikið um feilnótur og sópranröddin var óþarflega hvöss.

Ein besta hljómsveit heims stóð undir nafni
Stórfenglegir tónleikar með frábærri hljómsveit og einleikara.

Ný kammersveit gefur eldri ekkert eftir
Stórgóðir tónleikar með vönduðum hljóðfæraleik og glæsilegri tónlist.

Síðasta lag fyrir fréttir
Merkileg útgáfa með glæsilegum píanista og framvörðum íslenskrar sönglistar.

Tónlist um tunglsjúka nótt
Athyglisverð og skemmtileg tónlist, glæsilegur flutningur.

Sjö stjörnu djass og endurreisnartónlist
Tónleikar ársins! Algerlega stórkostleg dagskrá með himneskri tónlist og snilldarlegum flutningi.

Íslensk þjóðlög í tyrkneskum búningi: Og?
Vel unnin plata en nær þó aldrei flugi.

Glæsilegur einleikur á hvorum tveggja vígstöðvum
Neyðarleg feilnóta en annars magnaðir tónleikar með afburða einleik.

Ekkert sinfóníugarg hjá götuspilara
Frábær einleikari og hljómsveit. Með bestu tónleikum ársins.

Sátt við örlögin í tónlist Beethovens
Nokkuð misjafnir tónleikar, langbestur var einn af síðustu kvartettum Beethovens.

Sumt stórbrotið, annað ósannfærandi
Mjög færir hljóðfæraleikarar í sjálfu sér, en túlkunin var ekki alltaf sannfærandi.

Tímaskekkja eða ekki
Hljómsveitin lék ekki alltaf nægilega vel, en tónlistin var mögnuð og einleikarinn frábær.

Gefin fyrir drama þessi dama
Glæstur söngur og mögnuð hljómsveit gerði Toscu að sérlega lifandi og áhrifamikilli sýningu.

Gæsahúð aftur og aftur
Magnaður söngur og framúrskarandi píanóleikur gerðu tónleikana að einstakri upplifun.

Söng meira af vilja en mætti
Lífleg tónlist sem flutt var af mikilli ákefð, en söngurinn var ekki nægilega lipur til að lögin kæmu almennilega út.