Leikhús

Fréttamynd

Eldraunin með ellefu tilnefningar

Tilnefningar til Grímuverðlauna hafa verið kynntar. Sýning Þjóðleikhússins á Eldrauninni eftir Arthur Miller hlaut flestar tilnefningar, alls ellefu, meðal annars sem sýning ársins, fyrir leikstjórn ársins, leikara og leikkonu í aðalhlutverki.

Menning
Fréttamynd

Anna faldi ástmann sinn í Paradísarhelli

Ástarsaga sem fylgt hefur Eyfellingum mann fram af manni í fimmhundruð ár, sagan um Önnu á Stóru-Borg, vinnumanninn Hjalta og Paradísarhelli, hefur nú í fyrsta sinn verið færð upp á svið.

Innlent
Fréttamynd

Já, Dorrit

Ótrúlega góð hugmynd, en ekki eins gott leikrit, segir Elísabet Brekkan um verkið Nei, Dorrit!

Gagnrýni
Fréttamynd

Jón Hreggviðsson er þjóðin

Íslandsklukkan í Þjóðleikhúsinu er góð sýning þar sem leikhúsið er leikhús og öll textameðferð til fyrirmyndar að mati Elísabetar Brekkan gagnrýnanda.

Gagnrýni
Fréttamynd

Segir aðbúnað á geðdeild óviðunandi

„Ég átti satt að segja von á því að það væri betur hlúð að þeim sem þarna liggja og þeirra sem þarna starfa,“ segir Árni Tryggvason leikari um aðbúnað sjúklinga og starfsfólks á geðdeild landspítalans.

Innlent
Fréttamynd

Flókið samband fólks í Texas

Í kvöld dregur til tíðinda í íslensku leikhúslífi þar sem nýr atvinnuleikhópur sem kallast Silfurtunglið frumsýnir leikritið Fool for Love í Austurbæ.

Menning
Fréttamynd

Svartur fugl á ferð og flugi

Leikritið eldfima Svartur fugl var sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu í haust við góðar undirtektir gagnrýnenda og áhorfenda. Verkið verður sýnt á Egilsstöðum, á Ísafirði og í Vestmannaeyjum og verður sett upp tvisvar á hverjum stað.

Menning
Fréttamynd

Hitler, Grettir og Ronja

Borgarleikhúsið lítur um öxl í vetur en Leikfélag Reykjavíkur fagnar 110 ára afmæli þetta árið. Á dagskrá vetrarins eru tvö "klassísk“ íslensk leikrit sem ekki hafa farið á fjalirnar lengi, Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson og söngleikurinn Grettir eftir Ólaf Hauk Símonarson, Þórarin Eldjárn og Egil Ólafsson.

Menning
Fréttamynd

Hýrna brár landans

Sumarið er lögformlega komið og með síhækkandi sól rennur upp hláturtíð í Borgarleikhúsinu. Til stendur að kæta geð leikhúsgesta með ýmsum hætti en í næstu viku hefst dagskráin með pompi og prakt með sérstakri opnunarhátíð. Í tilefni þessa koma meðal annars gestir frá Leikfélagi Akureyrar og sýna gamanleikinn Fullkomið brúðkaup, farsinn Viltu finna milljón? verður frumsýndur og helstu grínarar landsins munu troða upp á Stóra sviðinu.

Menning
Fréttamynd

Möguleikhúsið við Hlemm frumsýnir nýtt leikrit

Leikritið Systur eftir Þórunni Guðmundsdóttur verður frumsýnt í Möguleikhúsinu næstkomandi miðvikudag. Leikritið fjallar um þrjár systur sem missa móður sína á unga aldri. Þar er skyggnst inn í íslenskan raunveruleika, kaldranalegan og hversdagslegan á yfirborðinu en litskrúðugan þegar betur er að gáð.

Innlent
Fréttamynd

Barnaleikhúsmessa í Borgarleikhúsi

22 leikverk voru kynnt á sérstakri barnaleikhúsmessu í Borgarleikhúsinu í dag. Barnaleikhúsmessan er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, sjálfstæðu leikhúsanna og samtaka um barna- og unglingaleikhús á Íslandi. Markmið hennar er meðal annars að efla sviðslistir í leik- og grunnskólastarfi og ala upp leikhúsgesti framtíðarinnar.

Menning
Fréttamynd

Uppgangur í sjálfstæðum leikhúsum

Metaðsókn var á sýningar sjálfstæðra atvinnuleikhúsa leikárið 2003-2004 en þá sóttu tæplega 180 þúsund áhorfendur sýningar þeirra. Vöxtur sjálfstæðu leikhúsanna virðist allmikill því að á liðnu leikári voru settar upp 50 sýningar á þeirra vegum.

Menning
Fréttamynd

Mýrarljós með flestar tilnefningar

Leikritið Mýrarljós hlýtur flestar tilnefningar, eða ellefu, til Íslensku leiklistarverðlaunanna, Grímunnar, sem veitt eru nú í þriðja sinn. Leikritið er m.a. tilnefnt sem sýning ársins og þá er Edda Heiðrún Bachman tilnefnd sem leikstjóri ársins. Þá hlýtur Héri Hérason sjö tilnefningar og Úlfhamssaga sex.

Menning
Fréttamynd

Leiklestur í Borgarleikhúsinu

Glæný leikrit eftir fjóra þýska höfunda hafa verið þýdd á íslensku og verða kynnt fyrir almenningi með leiklestrum á nýja sviði Borgarleikhússins í dag. Höfundarnir verða allir viðstaddir en atburðurinn er hluti af Listahátíð í Reykjavík.

Menning
Fréttamynd

Rambó í Þjóðleikhúsinu

Nærgöngul saga um bróðurást er viðfangsefni íslenska leikverksins Rambó 7 sem frumsýnt verður á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins á fimmtudag. Leikstjórinn segir engan koma heilan út úr þeim hvirfilbyl sem einkenni verkið.

Menning
Fréttamynd

Falinn myndlistarfjársjóður

Menntamalaráðherra opnar í dag sýningu Þóru Kristjánsdóttur, Mynd á þili, á Þjóðminjasafni Íslands. Þóra segir m.a. í sýningarskrá að allt of fáir viti að í Þjóðminjasafninu sé forn myndlistarfjársjóður falinn.

Menning
Fréttamynd

LA frumsýnir Pakkið á móti

Leikfélag Akureyrar frumsýnir í kvöld nýtt leikverk eftir Henry Adam sem ber heitið <em>Pakkið á móti</em>. Í verkinu er tekið á mörgum eldfimum málum sem eru í umræðunni og er umhverfi verksins hinn vestræni heimur eftir 11. september 2001. Leikritið sló í gegn á Edinborgarhátíðinni þar sem það hlaut verðlaun sem besta nýja leikritið og þykir það í senn drepfyndið og áleitið.

Menning
Fréttamynd

Lína fer í frí

Sænska ofurstelpan Lína Langsokkur kveður íslensk börn í bili á sunnudaginn. Þá verður leikritið um Línu sýnt í síðasta sinn á sviði Borgarleikhússins. Leikritið hefur verið sýnt 85 sinnum frá frumsýningunni í september 2003 og segir í tilkynningu frá leikhúsinu að yfir 40.000 gestir hafi séð leikritið.

Menning
Fréttamynd

Ný pólitísk satíra

"Ég var á ríkisstjórnarfundinum 18. mars 2003 en ég man ekkert hvað gerðist,“ segir ekki-forsætisráðherrann Hjálmar Hjálmarsson sem leikur aðalhlutverkið í nýrri pólitískri satíru. Stöð 2 leit inn á æfingu í Borgarleikhúsinu í dag.

Menning
Fréttamynd

Þrír endar hjá Verzlingum!

Það verður seint sagt um sýninguna Welcome to the Jungle að hún sé dæmigerð eða fyrirsjáanleg og oft er dansað á línunni hvað ýmsa hluti varðar, án þess þó að farið sé yfir hana.  Eitt af því sem ekki samræmist almennum leikhúsvenjum er að á söngleiknum eru þrír endar, góður, slæmur og pólitískur endir.

Menning
Fréttamynd

Fyrirtæki í samstarf við leikhúsin

Einkafyrirtæki koma í auknum mæli að leiksýningum. Um tólf milljónir hafa runnið til Leikfélags Akureyarar frá því í sumar vegna markvissra vinnu þeirra að auknu samstarfi með fyrirtækjum.

Menning
Fréttamynd

Aftaka á Öxinni og jörðinni

Jólaleikrit Þjóðleikhússins fær afar óblíðar viðtökur gagnrýnenda. Þeir segja verkið steindautt, gamaldags og andvana fætt og að það skorti þá stemmningu og spennu sem fyrirmynd leikgerðarinnar hafði. Sýningin sé dapurlegur viðskilnaður núverandi þjóðleikhússtjóra við Þjóðleikhúsið.

Menning
Fréttamynd

Fyrsta leikstjórnarverkefni Maríu

Nýtt íslenskt leikverk, <em>Úlfhams saga</em>, verður frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu í kvöld. Leikstjóri er María Ellingsen en þetta er jafnframt hennar fyrsta leikstjórnarverkefni.

Menning
Fréttamynd

Áherslubreytingar í Þjóðleikhúsinu

Tinna Gunnlaugsdóttir, sem skipuð hefur verið þjóðleikhússtjóri til næstu fimm ára, segir mikla áskorun fólgna í starfinu. Hún segir að með nýjum leikhússtjóra muni vissulega verða áherslubreytingar.

Menning
Fréttamynd

Hárið á Akureyri í kvöld

Andi friðar og ástar mun svífa yfir Akureyrarbæ í kvöld. Söngleikurinn Hárið verður þá sýndur frammi fyrir metfjölda, alls þrjú þúsund manns, í íþróttahöll bæjarins. Upphaflega ætluðu krakkarnir sem standa að uppsetningu Hársins í Austurbæ að halda eina 1500 manna sýningu á Akureyri.

Menning