Sund

Fréttamynd

Thelma Björg komst líka í úr­slitin

Ísland mun eiga tvo sundmenn í úrslitum á Ólympíumóti fatlaðra í kvöld. Thelma Björg Björnsdóttir komst líka í úrslitasundið eins og Már Gunnarsson fyrr í morgun.

Sport
Fréttamynd

Róbert Ísak í úr­slit í París

Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson varð áttundi í undanrásum í 100 metra flugsundi í S14-flokki þroskahamlaðra á Ólympíumóti fatlaðra í París í morgun. Hann komst því í úrslit í greininni.

Sport
Fréttamynd

Anton Sveinn gefur Ólympíusímann sinn

Langar þig að eignast snjallsímann sem íþróttafólkið á Ólympíuleikunum í París fékk gefins? Ef svarið er já þá væri ekki óvitlaust að taka þátt í gjafaleik íslenska Ólympíufarans Antons Sveins McKee.

Sport
Fréttamynd

Róbert Ísak keppir fyrstur Ís­lendinga

Nú fer að styttast í að Ólympíumót fatlaðra 2024, Paralympics, hefjist í París. Íslenski hópurinn heldur út á laugardaginn og leikarnir standa síðan yfir frá 28. ágúst til 8. september.

Sport
Fréttamynd

Ó­venju mikið að gera í Laugardalslaug í morgun

Mikið var að gera í Laugardalslaug í Reykjavík í morgun.  „Við héldum að það væri ættarmót,“ segir Birna Rún Kolbeinsdóttir starfsmaður laugarinnar. „Nú er allt flóttafólkið að koma hingað,“ segir hún og á þá við þá íbúa höfuðborgarsvæðisins sem þurfa að flýja heimili sín vegna heitavatnsleysis.

Innlent
Fréttamynd

Reykjanesbær endur­geldur greiðann og býður frítt í sund

Reykjanesbær býður íbúum í Hafnarfirði, Kópavogi, Álftanesi, Garðabæ, Norðlingaholti, Breiðholti, Hólmsheiði og almannadal ókeypis í sund í Vatnaveröld á meðan heitavatnslaust verður á þessum svæðum frá mánudagskvöldi til miðvikudags vegna viðgerðar á suðuræð Veitna.

Innlent
Fréttamynd

Syntu í hverri einustu laug landsins

Þær Hildur Helgadóttir og Margrét Guðjónsdóttir tóku upp á því fyrir tveimur árum síðan að heimsækja hverja einustu sundlaug landsins. Fyrst um sinn kepptust þær í að safna sundlaugum en áttuðu sig fljótt á því að það væri sennilega betra fyrir vinskapinn að klára laugarnar saman.

Lífið
Fréttamynd

Segir ekki rétt að hún hafi verið rekin úr Ólympíuþorpinu

Luana Alonso ákvað að hætta í íþróttum eftir að hafa ekki komist áfram í undanúrslit í sundi. Hún var beðin vinsamlega um að yfirgefa Ólympíuþorpið því viðvera hennar truflaði annað íþróttafólk, en svaraði fyrir sig og sagði það ekki satt. 

Sport